Vinnsluleiðbeiningar
Upplýsingar um endurvinnslu holsjártækja
Til að tryggja að varan virki sem skyldi og langan endingartíma þarf að meðhöndla
margnota holsjártækin eftir hverja skoðun í samræmi við viðeigandi leiðbeiningar og
staðla. Þessar forskriftir byggjast á DIN EN ISO 17664 og „Hreinlætiskröfum fyrir
endurvinnslu sveigjanlegra holsjáa og aukabúnaðar fyrir holsjár" („Hygiene require-
ments for the reprocessing of flexible endoscopes and endoscopic additional instru-
ments") sem gefinn var út af Robert Koch Institute (RKI).
Sjálfvirka endurvinnsluferlið í sótthreinsandi þvottavél (Washer-Disinfector) fyrir
margnota FUJIFILM medwork vörur eins og lýst er hér að neðan hefur verið vottað af
FUJIFILM medwork og telst forskrift fyrir rekstraraðila. Vinsamlegast athugið að
rekstraraðilinn er eingöngu ábyrgur fyrir því að framkvæma og fylgjast með réttum
endurvinnsluaðferðum.
Vörur
Upplýsingarnar sem birtar eru hér innihalda mikilvægar upplýsingar um áreiðanlegar
og skilvirkar endurvinnsluaðferðir fyrir FUJIFILM medwork vörur og gilda í tengslum
við viðkomandi leiðbeiningar um notkun vörunnar.
Tegund og umfang endurvinnslu fer eftir því hvernig verið er að nota lækningatækið.
Þess vegna ber rekstraraðili ábyrgð á réttri flokkun lækningatækja og þar af leiðandi
ber hann einnig ábyrgð á að tilgreina gerð og umfang endurvinnsluferlisins (sjá tilmæli
frá KRINKO/BfArM, í kafla 1.2.1 Áhættumat og flokkun lækningatækja fyrir endur-
vinnslu). Sérstaklega verður að tryggja að stuðst sé við staðlað og vottað ferli. Ef
FUJIFILM medwork vörur eru notaðar hjá sjúklingum sem þjást af afbrigði af Creutz-
feld-Jakob sjúkdómi, má ekki endurvinna þær vörur eftir notkun. Sértækar tillögur RKI
eiga við í slíkum tilvikum.
Óheimilt er að útbúa eða endursæfa FUJIFILM medwork vörur sem eru merktar
einnota (
-tákn) til endurnotkunar. Endurnotkun, endurvinnsla og endursæfing geta
haft áhrif á eiginleika vörunnar og leitt til þess að hún virki ekki sem skyldi, sem getur
stefnt heilsu sjúklingsins í hættu eða leitt til veikinda, meiðsla eða dauða. Endurnot-
kun, endurvinnsla og endursæfing felur einnig í sér hættu á að tækið eða sjúklingurinn
mengist, auk þess sem það veldur hættu á krossmengun, þar með taldri hættu á
smitsjúkdómum. Mengun tækisins getur leitt til veikinda, meiðsla eða dauða sjúklings.
Það þarf að þrífa, sótthreinsa og sæfa tækin fyrir hverja notkun. Þetta er sérstaklega
mikilvægt þegar tæki er notað í fyrsta sinn eftir afhendingu, því öll tæki eru afhent í
ósæfðu ástandi (hreinsun og sótthreinsun eftir að búið er að fjarlægja sendingarum-
búðir; sæfing eftir að þeim er pakkað inn). Vanda skal sérstaklega hreinsun tækja með
holrými. Þörf er á sérstökum rekka sem er ætlaður til þess að skola holrými svo hægt
sé að hreinsa og sótthreinsa slík tæki, t.d. rekkar fyrir ífarandi smátæki (MIC-vagn).
Búnaður þessara rekka er breytilegur á milli framleiðanda. Hreinsunarafköstin ráðast
af búnaðinum og hversu vel aðlöguð tækin eru að viðkomandi rekka og slíkt þarf að
staðfesta með því að fá ferlið vottað. Fylgja skal upplýsingum framleiðanda um hversu
vel smíðaefni henta til hreinsunar, sótthreinsunar og sæfingar. Fyrir örhljóðshreinsun
má aðeins nota hreinsiefni sem eru viðurkennd fyrir það ferli og viðhalda því hitastigi
sem framleiðandi mælir með.
Staður
Endurvinnslan má aðeins fara fram í viðeigandi rýmum sem eru sérstaklega löguð að
þessum tilgangi og uppfylla kröfur RKI nefndarinnar um hollustuhætti og sýkingavarnir.
Starfsmenn
Athugið að eingöngu starfsmenn með nauðsynlega þjálfun, þekkingu og reynslu fyrir
slík störf mega meðhöndla og vinna aukabúnað fyrir holsjár (flokkur IV). Það skal nota
andlitsgrímu, öryggisgleraugu, hlífðarslopp sem hleypir ekki í gegnum sig vökva,
ásamt fyrir vökva og skurðstofu hanska til að verjast hugsanlegri mengun af völdum
sýkla og hreinsiefna sem geta reynst hættuleg.
Búnaður fyrir forhreinsun:
Einnota klútur eða svampur: einnota kusklaus klútur eða svampur
1. þrep: Forhreinsun:
Hreinsið notuð tæki eins fljótt og auðið er eftir speglun (ekki láta líða meira en 2
klukkustundir) með einnota kusklausum klút eða svampi til að draga að fremsta megni
úr hættunni á að lífræn efni þorni á vörunni, fjarlægja efnaleifar og halda umhverfis-
mengun í lágmarki. Til verndar starfsfólki og umhverfinu skal eingöngu flytja menguð
tæki og áhöld í lokuðum ílátum frá rýminu þar sem aðgerðin fór fram og yfir í
vinnslurýmið. Við mælum með að tækin séu endurunnin eins fljótt og auðið er, en í
öllum tilvikum eigi síðar en 2 tímum eftir notkun. Tímabundin geymsla á notuðum
tækjum með óhreinindum eins og blóðleifum geta valdið tæringu.
Ausstattung für die manuelle Reinigung:
Hreinsiefni:
VAH-skráð sótthreinsiefni sem festir ekki prótein (non-
protein-fixing) með hreinsandi virkni, vottað: gigasept AF
forte® (Schülke & Mayr GmbH, 125603 gr.)
Plastburstar fyrir
1. bursti: lengd burstahaussins 30 mm,
LIT2-D-HAN:
þvermál burstahaussins 2,5 mm
2. bursti: lengd burstahaussins 13 mm,
þvermál burstahaussins 1,6 mm
Einnota sprauta:
20 ml sprauta, vottuð: B. Braun, gr. nr.: 4606205V
Örhljóðabað:
vottað: Bandelin, Sonorex RK1028
Kranavatn:
rennandi vatn, hitastig 20 +/- 2 °C, lágmarksgæði fyrir
drykkjarvatn
Vaskur:
vaskur fyrir kranavatn
Flutningsílát:
læsanlegt flutningsílát
2. þrep: Handvirk þrif
ATHUGIÐ! Sérstakar leiðbeiningar
Það getur þurft að taka tækin í sundur til að þrífa þau og dauðhreinsa. Fylgja skal
leiðbeiningunum um hvernig á að taka í sundur tækin í notkunarleiðbeiningunum. Ekki
má nota lausnir sem innihalda aldehýð þar sem þær geta fest prótein og þannig haft
neikvæð áhrif á hreinsunarferlið.
Undirbúið hreinsilausnina (t.d.: gigasept AF forte®2%) samkvæmt leiðbeiningum
framleiðanda og látið í örhljóðabað. Ef hægt er, skal strax eftir notkun láta tækin í
hreinsunarlausnina sem unnin er í samræmi við tilgreindan styrk, milliverkanir og
útsetningartíma framleiðanda. Öll þrep hreinsunarferlisins sem koma í kjölfarið skulu
framkvæmd ofan í vökvanum til að koma í veg fyrir að mengaður vökvi sprautist.
Aðeins má nota hreinsunarlausnir þar sem hæfni og skilvirkni hefur verið skjalfest og
lýst í samræmi við það í sérfræðiskýrslum framleiðenda á endurvinnsluvörum og
búnaði. Skipta þarf um hreinsiefni að minnsta kosti daglega og samstundis þegar um
sýnilega mengun er að ræða.
Á meðan tækið er í bleyti skal bursta skrúfgang og þær einingar tækisins sem erfitt er
að komast að með mjúkum bursta. (vottaður bursti 1: lengd burstahauss: 30 mm,
þvermál burstahauss: 2,5 mm og bursti 2: lengd burstahauss 100 mm, þvermál
burstahauss 7,0 mm)).
Gæta skal sérstaklega að þrifum á mikilvægum íhlutum sem erfitt er að komast að og
þar sem ekki er hægt að framkvæma sjónskoðun. Síðan skal nota 20 ml sprautu til að
skola holrúmið einu sinni með hreinsilausninni.
Það skal fylla holrýmið með hreinsilausn án loftbóla.
Það skal halda tækjunum í örhljóðabaðinu í að minnsta kosti 5 mínútur (5 mínútur hafa
verið vottaðar). Síðan skal nota 20 ml sprautu til að skola holrýmið að minnsta kosti
einu sinni með hreinsilausn til að fjarlægja uppleyst óhreinindi. Heildartími tækisins í
hreinsunarlausninni verður að vera að lágmarki 15 mínútur. Eftir það skal taka tækið
úr hreinsunarlausninni og setja það í vask með vatni (drykkjarvatn að alla vega
lágmarksgæðum) í að minnsta kosti 1 mínútu. Nota skal 20 ml sprautu til að skola
holrýmið að minnsta kosti einu sinni með hreinsilausn til að fjarlægja allar leifar
hreinsilausnarinnar.
ATHUGIÐ! Sérstakar leiðbeiningar
Skoðið tækið eftir handvirk þrif til að ganga úr skugga um að það sé hreint. Ef enn má
greina sýnileg óhreinindi skal endurtaka ferlið að ofan.
3. þrep:
ATHUGIÐ! Sérstakar leiðbeiningar
Ferlinu fyrir handvirka sótthreinsun og endurvinnslu tækisins með FUJIFILM medwork
WD og WD-E aðferðum er lýst hér að neðan sem mögulegum endurvinnsluferlum.
Rekstraraðili verður að tilgreina hverja af þessum þrem endurvinnsluferlunum hann
hyggst nota byggt á notendaháðri flokkun.
íslenska