Meðhöndlun á öndunarvegi með barkarauf
Neyðaraðstæður
Mikilvægt er að neyðarstarfsmenn viti að þú andir um barkarauf.
Það hjálpar þeim við að ákvarða að gefa þurfi súrefni eða veita
öndunarhjálp í barkaraufina og ekki um munn eða nef.
Við mælum með að þú og læknirinn hlaðið niður leiðbeiningum
um öndunarhjálp frá www.atosmedical.com/rescuebreathing
Valaðstæður
Ef þú þarft að gangast undir aðgerð sem krefst barkaþræðingar
(öndunarslanga sett í barkann) er mjög mikilvægt að svæfingalæknirinn
og læknirinn sem framkvæmir aðgerðina viti af því að þú andar um
barkarauf og notar talventil. Mikilvægt er að þeir skilji að halda eigi
talventlinum á sínum stað. Ef hann er fjarlægður getur vökvi frá
munni, vélinda eða maga borist inn í barkann.
Afar mikilvægt er að koma barkaslöngunni fyrir og fjarlægja hana
varlega, svo að talventillinn losni ekki eða detti úr.
1. Orðalisti
Heilbrigðisstarfsmaður Læknir eða talþjálfi/talmeinafræðingur með
HME
PE-hluti
Sílíkon
Barka- og vélindaop
Barkarauf
Talventill
2. Lýsandi upplýsingar
2.1 Ábendingar fyrir notkun
Provox Vega talventillinn er sæfður einnota inniliggjandi talventill
sem ætlaður er til raddendurhæfingar eftir að barkakýlið hefur verið
fjarlægt með skurðaðgerð (barkakýlisnám). Sjúklingurinn hreinsar
talventilinn meðan hann er á sínum stað.
2.2 Lýsing á tækinu
Provox Vega er einnota lækningatæki með einstefnuventli sem heldur
opinu á milli barka og vélinda (barka- og vélindaopinu) opnu fyrir
tal og dregur úr hættunni á að vökvi og fæða berist inn í barkann.
Það er búið til úr sílíkoni og flúorplasti sem hæfir lækningatækjum.
Sjá mynd 1.
a) Ventilhlíf
b) Ventilleggur
c) Barkakragi
d) Geislaþétt ventilsæti úr flúorplasti
e) Vélindakragi
f) Ventilflipi
Provox Vega pakkning
Provox Vega pakkningin inniheldur eftirfarandi fylgihluti:
• 1 Provox Brush (bursti) í stærð sem svarar til talventilsins, ósæfður
• 1 stk. notkunarleiðbeiningar fyrir Provox Brush
• 1 Provox Vega handbók fyrir sjúklinga
2.3 FRÁBENDINGAR
Engar frábendingar eru þekktar hvað varðar notkun eða skipti
á Provox Vega talventli hjá sjúklingum sem þegar nota ventil til
raddendurhæfingar.
2.4 VARNAÐARORÐ
Ásvelging á Provox Vega talventlinum eða öðrum íhlutum Provox
talendurhæfingarkerfisins getur átt sér stað fyrir slysni (þessir hlutir
geta borist ofan í barkann). Fyrstu einkenni geta verið þau að
sjúklingurinn kúgast eða hóstar, getur ekki náð andanum eða öndun
verður hvæsandi. Ef þetta gerist þarf tafarlaust að leita læknishjálpar.
Aðskotahlutur í öndunarvegi getur valdið alvarlegum fylgikvillum
eins og bráðum öndunarerfiðleikum og/eða öndunarstoppi, læknir
þarf að fjarlægja slíka aðskotahluti.
80
ÍSLENSKA
ÍSLENSKA
viðeigandi leyfi eða klínískur sérfræðingur
í hjúkrun sem er þjálfaður í aðferðum við
raddendurhæfingu.
Varma- og rakaskiptir (gervinef). Tæki sem
heldur hita og raka í útöndunarloftinu, sem
annars glatast þegar andað er í gegnum
barkarauf.
Kok-vélindahluti. Hluti vélindans þar sem
hljóð er búið til með titringi vefja þegar
talventill er notaður.
Efni sem oft er notað í lækningatæki.
Lítið gerviop sem búið er til á milli barka og
vélindan.
Öndunarop framan á hálsinum, þar sem
barkinn er tengdur við húðina (einnig kallað
„stóma").
Einstefnuventill með festikrögum sem settur
er inn í barka- og vélindaopið til að gera
viðkomandi kleift að tala með því að beina
loftinu niður í vélindað og dregur um leið úr
hættu á að fæða og vökvi berist ofan í barkann.