Spectranetics Quick-Cross Select 518-085 Mode D'emploi page 27

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 19
1.
LÝSING
2.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
3.
FRÁBENDINGAR
4.
VIÐVARANIR
5.
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
6.
AUKAVERKANIR
7.
AFHENDINGARFORM
8.
SAMHÆFI
9.
UPPSETNINGARFERLI OG NOTKUNARLEIÐBEININGAR
10. TAKMÖRKUÐ ÁBYRGÐ FRAMLEIÐANDA
11. ÓSTÖÐLUÐ TÁKN
1.
LÝSING
Spectranetics Quick-Cross Select stuðningsholleggir eru æðaleggir. Þessir holleggir fást í ýmsum lengdum og með mismunandi endastykkjum. Allar gerðirnar eru með
3  geislaþéttar merkingar með jöfnu millibili eftir fjærenda leggsins til að auðvelda mat á staðsetningu þeirra í æðakerfinu. Geislaþétta merkingin fjærst er staðsett 3  mm frá
endastykkinu á fjærenda holleggsins. Staðlaður luer-lás með ístungu er á nærenda hverrar gerðar. Holleggurinn er húðaður með sleipri, vatnssækinni húð.
2.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Quick-Cross Select stuðningsholleggir eru ætlaðir til að styðja við stýrivír á leið sinni inn í kransæða- eða útslagæðakerfið, gera kleift að skipta um stýrivír og sem leiðsla fyrir
inndælingu á saltlausnum eða skuggaefnum til sjúkdómsgreiningar.
3.
FRÁBENDINGAR
Engar þekktar.
4.
VIÐVARANIR
Hámarks innrennslisþrýstingur: 300 psi fyrir 0,014 tommu og 0,018 tommu holleggi og 500 psi fyrir 0,035 tommu hollegg.
Holleggurinn er einungis hannaður og ætlaður til að vera einnota. Ekki má dauðhreinsa aftur og/eða endurnota.
Einungis læknar sem eru til þess hæfir að framkvæma æðainngrip í gegnum húð ættu að nota hollegginn.
5.
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR
Dauðhreinsið þennan búnað EKKI aftur eða notið aftur þar sem það getur dregið úr afkastagetu búnaðarins eða aukið hættuna á krosssmitun vegna óviðeigandi endurvinnslu.
Endurnotkun þessa einnota búnaðar gæti leitt til alvarlegra meiðsla eða dauða sjúklings og ógildir ábyrgðir framleiðanda.
Geymist á köldum og þurrum stað. Verjið gegn beinu sólarljósi og háum hita (hærri en 55° C eða 131° F).
Notið ekki ef búnaður eða umbúðir eru skemmdar.
Notið hollegginn fyrir dagsetninguna sem gefin er upp á eftir „Notist fyrir" (fyrningardagsetningunni) á umbúðunum.
6.
AUKAVERKANIR
Æðaþræðing og/eða æðainngrip geta m.a. valdið aukaverkunum eins og þeim sem taldar eru upp hér að neðan, en listinn er ekki tæmandi:
Sundurskurður, götun, rof eða alger stíflun á æð
Sýking
Margúll
Óstöðug hjartaöng
Blóðrek
Of lágur/hár blóðþrýstingur
Brátt hjartafleygdrep
Hjartsláttaróregla, þar á meðal sleglatif
Dauði
7.
AFHENDINGARFORM
Spectranetics Quick-Cross Select stuðningsholleggir eru afgreiddir DAUÐHREINSAÐIR. Búnaðurinn er einungis ætlaður og hannaður til að vera EINNOTA og ekki má dauðhreinsa
hann aftur og/eða endurnota.
7.1 Dauðhreinsun
Aðeins er hægt að ábyrgjast dauðhreinsun vörunnar ef pakkningin er óopnuð og óskemmd. Skoðið dauðhreinsaða pakkninguna til að tryggja að innsigli hafi ekki verið rofin.
Notið ekki hollegginn ef öryggi pakkningarinnar hefur verið stofnað í hættu. Notið ekki holleggjarbúnað ef „Notkunardagsetning" á pakkningunni er liðin.
7.2 Skoðun fyrir notkun
Rannsakið vandlega öll tæki fyrir notkun vegna hugsanlegra galla. Notið ekki tæki sem eru skemmd.
P010263-03
03MAR20
(2020-03-03)
Stuðningsholleggur
Efnisyfirlit
Leiðbeiningar
um notkun
Icelandic / Íslenska
27
27
27
27
27
27
27
28
28
28
28
27

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières