Dentsply Sirona SureSmile Mode D'emploi page 21

Masquer les pouces Voir aussi pour SureSmile:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 17
Leiðbeiningar
SureSmile® tannréttingarskinnur eru tannréttingarskinnur sem eru
framleiddar úr glæru, þunnu, hitaformuðu plasti og rétta stöðu
tannanna smám saman.
SureSmile® tanngómar eru búnir til úr glæru, þunnu, hitaformuðu
plasti og eru hannaðir til að viðhalda stöðu tannanna.
Athugið
SureSmile® Tannréttingarskinnur eru ætlaðar til meðferðar á
bitskekkju hjá sjúklingum sem eru komnir með fullorðinstennur.
Notkunarleiðbeiningar
SureSmile® tannréttingarskinnur eru ætlaðar til að færa tennur í
rétta stöðu og lagfæra bitskekkju, samkvæmt ávísun tannlæknis,
hjá sjúklingum sem eru komnir með fullorðinstennur.
SureSmile® tanngómar eru ætlaðir til að viðhalda
tannréttingameðferð og koma í veg fyrir bakslag þegar henni
lýkur.
Klínískur ávinningur
Klínískur ávinningur af tannréttingameðferð er meðal annars
almennt betri tannheilsa og lagfæring á bitskekkju.
Mikilvægt
SureSmile® tannréttingarskinnur og tanngómar eru ekki ætlaðir til
notkunar hjá sjúklingum með virkan tannholdssjúkdóm.
Varnaðarorð
• Í sjaldgæfum tilvikum geta sumir sjúklingar verið með
ofnæmi fyrir plasti. Ef þú hefur áður fengið ofnæmisviðbrögð
við plastefnum áttu ekki að nota þessa vöru. Ef þú færð
ofnæmisviðbrögð á meðan þú ert með tannréttingarskinnurnar
eða tanngómana áttu að hætta notkun þeirra og hafa samband
við tannlækninn tafarlaust.
• Notaðu ekki skemmdar eða brotnar tannréttingarskinnur eða
tanngóma vegna þess að mögulega er hægt að gleypa eða
svelgjast á hlutum þeirra fyrir slysni og það gæti valdið skaða.
• Ef tannréttingarskinnurnar, tanngómarnir eða festing týnast eða
skemmast skaltu hafa samband við tannlækninn tafarlaust.
• Hringdu tafarlaust í tannlækninn ef þú týnir eða skemmir
tanngómana. Líði of langur tími án tanngóma geta tennurnar
færst til.
• Tilkynna skal alvarleg atvik sem hafa átt sér stað í tengslum
við búnaðinn til framleiðanda búnaðarins og lögbærra
yfirvalda í aðildarríki m.t.t. búsetu, eða annarrar viðeigandi
eftirlitsstofnunar.
Varúðarreglur
• Ekki tyggja tyggigúmí eða sælgæti eða bryðja klaka á meðan þú
ert með búnaðinn í munninum.
• Þú gætir fundið fyrir eymslum eða tímabundnum óþægindum
þegar fyrstu tannréttingarskinnu eða tanngómi er komið fyrir
og í hvert sinn sem byrjað er að nota nýja skinnu.
IS-2
• Tannréttingarskinnan og tanngómurinn geta haft tímabundin
áhrif á tal og geta leitt til smámælis, en það hverfur venjulega
innan tveggja vikna.
• Þú gætir fundið fyrir tímabundinni aukningu á
munnvatnsmyndun eða auknum munnþurrki.
• Tannréttingarskinnurnar og tanngómurinn geta skrámað eða
ert varirnar, kinnarnar eða tannholdið. Hafðu samband við
tannlækninn ef það gerist.
• Ef tannréttingarskinnurnar og tanngómarnir eru ekki notaðir í
þann fjölda klukkustunda á dag eða á þann hátt sem sagt er til
um, getur það lengt meðferðartímann og dregið úr tilætluðum
árangri.
• Tennurnar geta færst til eftir tannréttingarskinnumeðferð. Til að
koma í veg fyrir það ættirðu að nota tanngóma.
• Ef tanngómurinn passar ekki vel í munninn á þér gæti þurft að
aðlaga hann aftur. Hafðu samband við tannlækninn.
Aukaverkanir
Ofnæmisviðbrögð við plastefnum.
Leiðbeiningar um notkun:
Hreinsun á tannréttingarskinnum/tanngómum
Hreinsaðu tannréttingarskinnurnar og tanngómana áður en þú
setur þær/þá upp í þig.
• Notaðu hreinsiefnið fyrir tannlækningabúnaðinn sem
tannlæknirinn mælir með. Fylgdu leiðbeiningunum sem fylgja
hreinsiefninu fyrir tannlækningabúnaðinn. Mælt er með Retainer
Brite® vörum til að hreinsa SureSmile® tannréttingarskinnurnar
og tanngómana.
• Þú getur notað tannbursta með mjúkum hárum og vatn. EKKI
nota tannkrem eða leggja tannréttingarskinnur eða tanngóma
í bleyti í munnskol, vegna þess að það getur rispað plastið og
gert það matt og þá verður það ekki eins glært. EKKI nota
hreinsiefni fyrir gervitennur.
• Skolaðu hverja tannréttingarskinnu og tanngóm vandlega með
vatni eftir hverja hreinsun. Hristu vatnið af og geymdu síðan
skinnurnar og tanngómana í hlífðarhulstri.
Uppsetning tannréttingarskinna og tanngóma
• Notaðu tannréttingarskinnurnar samkvæmt fyrirmælum
tannlæknisins, venjulega 20-22 klukkustundir á sólarhring
(þ.m.t. á meðan þú sefur).
• Notaðu tanngómana eins og tannlæknirinn hefur sagt til um.
Ef tanngómarnir eru ekki notaðir eins og ætlast er til, geta
tennurnar færst aftur til baka í fyrra horf.
• Meðhöndlaðu tannréttingarskinnurnar og tanngómana
varlega. Meðhöndlaðu EINA tannréttingaskinnu, eða EINN
tanngóm í einu þegar þú setur upp, fjarlægir eða hreinsar
tannréttingarskinnurnar/tanngómana.
• Þvoðu hendurnar vandlega með vatni og sápu áður en þú
meðhöndlar tannréttingarskinnur og tanngóma.
• Hreinsaðu tannréttingarskinnurnar og tanngómana áður en þú
setur þær/þá upp í þig.
IS-3

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières