Tákn
Eftirfarandi tákn eru hugsanlega á vörunni eða umbúðunum:
Fylgdu notkunarleiðbeiningunum.
Framleiðandi.
Viðurkenndur umboðsaðili fyrir
Evrópumarkað.
Lotunúmer.
Vörulistanúmer.
Raðnúmer.
Jafnstraumur.
Rakatakmarkanir.
Takmörkun á hitastigi.
Lyfseðilsskylt (bandarísk alríkislög takmarka
sölu og pöntun á þessum búnaði við lækna).
Evrópska RoHS.
Vörn gegn innsetningu fingra og
gegn lóðréttu dreypi á vatni.
Haldið þurru.
Brothætt, meðhöndlið varlega.
RCM vottun.
Canadian Standards Association.
Ójónandi geislun.
USB-tengi.
Aflvísir.
Inntak
öndunarv. vísir (inntak öndunarvélar).
Merkjavísir.
CE-merkingar í samræmi við EB-tilskipun
93/42/EBE og R&TTE-tilskipun 1999/5/EB.
Skautun af DC-straumtengi.
Gefur til kynna
varnaðarorð eða varúðarreglur.
Lækningatæki.
Innflutningsaðili.
Hægt er að nálgast lista yfir tákn á ResMed.com/symbols.
Upplýsingar um umhverfismál
Farga skal þessu tæki sérstaklega og ekki má farga því með óflokkuðu heimilissorpi. Þegar tækinu er
fargað skal koma því í rétta sorphirðugáma á þeim endurvinnslustöðvum sem til staðar eru á svæðinu.
Með því er dregið úr ágangi á náttúruauðlindir og komið í veg fyrir að hættuleg efni skaði umhverfið.
Ef nánari upplýsinga um förgun er óskað skal hafa samband við umsjónaraðila með sorphirðu á
hverjum stað fyrir sig. Ruslafötutáknið með krossi yfir hvetur til notkunar þessa förgunarkerfis.
Ef óskað er nánari upplýsinga um förgun ResMed-tækisins skal hafa samband við skrifstofu ResMed,
dreifingaraðila á hverjum stað fyrir sig eða fara á ResMed.com/environment.
Takmörkuð ábyrgð
Frá kaupdegi ábyrgist ResMed Pty Ltd (hér eftir "ResMed") að ResMed-varan sé án efnis- og
smíðagalla í 12 mánuði frá þeim degi að upphaflegur viðskiptavinur kaupir vöruna. Þessi ábyrgð er
ekki framseljanleg.
Í tilvikum þar sem varan bilar við venjulega notkun, mun ResMed lagfæra eða skipta út vörunni sem
bilaði eða einhverjum af íhlutum hennar.
Þessi takmarkaða ábyrgð gildir ekki um eftirfarandi: a) skemmdir sem verða vegna rangrar notkunar,
misnotkunar eða breytinga sem eru gerðar á vörunni, b) viðgerðir sem eru unnar af þjónustuverkstæði
sem hefur ekki fengið yfirlýst leyfi frá ResMed til að inna af hendi slíkar viðgerðir, c) skemmdir eða
mengun af völdum sígarettureyks, pípureyks, vindlareyks eða reyks af öðrum toga, og d) hvers kyns
tjón af völdum vatns sem hellist á eða inn í raftækið.
Ábyrgðin er ógild ef varan er seld eða endurseld utan þess svæðis þar sem hún var upprunalega keypt.
Bótakröfur vegna gallaðrar vöru verður upprunalegur viðskiptavinur að leggja fram á sölustað.
Þessi ábyrgð kemur í stað allra beinna eða óbeinna ábyrgða, þar með talið óbeinnar ábyrgðar á
söluhæfi eða notagildi í ákveðnum tilgangi. Tiltekin svæði eða ríki leyfa ekki takmarkanir á tímalengd
óbeinnar ábyrgðar og því á ofangreind takmörkun ef til vill ekki við.
ResMed telst ekki ábyrgt fyrir tilfallandi eða afleiddu tjóni, sem leiðir af sölu, uppsetningu eða notkun
á vöru sem framleidd er af ResMed. Tiltekin svæði eða ríki leyfa ekki útilokun og takmörkun á beinu
eða óbeinu tjóni og því á útilokunin og takmörkunin hér á undan mögulega ekki við.
Ábyrgð þessi veitir notanda sérstakan lagalegan rétt og mögulega annan rétt sem er breytilegur milli
svæða. Hafið samband við söluaðila ResMed eða skrifstofu ResMed til að frá frekari upplýsingar um
ábyrgðarrétt notanda.
6