ÍSLENSKA
Inngangur
Sjá mynd A.
Með RCM-einingunni er hægt að tengja saman samhæfa ResMed-öndunarvél og kerfið ResMed
AirView
™
.
RCM sendir gögn um meðferð og tæki sem skráð eru í öndunarvélina í skýjabyggða AirView-kerfið
heiman að, þráðlaust og sjálfvirkt, til að aðstoða við að fjarbirta gögn um sjúklinga.
RCM sendir einnig gögn til AirView eftir þörfum þegar þess er óskað í gegnum AirView (t.d. fyrir
fjarskjá og úrræðaleit).
Samhæf tæki
RCM er samhæft við eftirfarandi öndunarvélar:
™
•
Astral
100/150
•
Stellar
™
100/130/150.
Fyrirhuguð notkun
RCM er ætlað til notkunar á heimili, við söfnun og sendingu öndunarupplýsinga til AirView. RCM mun
hvorki stjórna neinum klínískum tækjum né veita túlkun á gögnum.
RCM er ekki ætlað til notkunar um borð í flugvélum.
Almennar viðvaranir og varnaðarorð
Eftirfarandi eru almennar viðvaranir og varnaðarorð. Sérstök varnaðarorð, varúðarráðstafanir og
athugasemdir koma fram með viðeigandi leiðbeiningum í leiðbeiningunum.
VIÐVÖRUN
• Notaðu aðeins aflgjafareininguna og millistykkin sem fylgja með RCM.
• Varist raflost. Dýfið ekki RCM eða neinum hlutum þess í vatn. Takið RCM alltaf úr sambandi
áður en það er þrifið og tryggið að allir hlutar séu þurrir áður en það er sett aftur í samband.
• Ekki má opna tækið eða gera breytingar á því. Í tækinu eru engir hlutir sem notandi getur gert
við. Einungis viðurkenndur þjónustufulltrúi frá ResMed má sinna viðgerðum og viðhaldi.
• Ekki má nota tækið nálægt eða staflað á öðrum búnaði. Ef nauðsynlegt er að nota tækið
meðan það liggur upp við eða er staflað upp á annan búnað skal fylgjast með hvort það starfi
eðlilega við þau notkunarskilyrði.
• Ekki er mælt með notkun kapla sem ekki eru tilgreindir til notkunar með tækinu. Notkun slíkra
getur valdið aukinni geislun eða dregið úr ónæmi tækisins.
• Færanlegur fjarskiptabúnaður (þar með talinn jaðarbúnaður á borð við loftnetssnúrur og
utanáliggjandi loftnet) má ekki nota nær tækinu og hlutum þess en 30 sm, þar á meðal snúrur
sem eru tilgreindar af framleiðanda. Að öðrum kosti kunna afköst búnaðarins að skerðast.
• Tækið hefur ekki verið prófað eða vottað til notkunar nálægt röntgen-, sneiðmynda- eða
segulómunarbúnaði. Farið ekki með tækið í innan við 4 m fjarlægð frá röntgen- eða
sneiðmyndabúnaði. Farið aldrei með RCM-tækið inn í segulómunarumhverfi (MR).
VARÚÐ
Notið ekki RCM utandyra.
Ath.: Tilkynna skal öll alvarleg atvik sem upp koma í tengslum við notkun þessa tækis til ResMed og
lögbærra yfirvalda í viðkomandi landi.
Íslenska
1