Þjónustu- og viðhaldsupplýsingar
Þjónusta og viðhald lækningatækis er að öllu leyti á ábyrgð eiganda hvers tækis.
Ef ekki er hægt að sinna þjónustu og viðhaldi tækis í samræmi við leiðbeiningarnar kann ábyrgð tækisins
að falla úr gildi. Ennfremur getur það komið niður á klínísku ástandi eða öryggi notanda og/eða umönnun-
araðila ef tæki er ekki þjónustað og viðhaldið. Ekki má sinna þjónustu og viðhaldi meðan notandinn situr
í stólnum. Ef þörf krefur skal hafa samband við söluaðila til að fá aðstoð við uppsetningu og notkun eða
upplýsingar um hvernig skuli sinna þjónustu og viðhaldi tækisins.
Endingartími
Endingartími vörunnar við venjulega notkun er 8
ár ef öllu viðhaldi og þjónustu er sinnt samkvæmt
leiðbeiningum framleiðanda og skráð svo hægt sé
að sýna fram á það.
Endurnotkun
Þessi vara og aukahlutir/íhlutir hennar henta til
endurnotkunar.
Endurbætur fyrir endurnotkun
Áður en varan er notuð aftur eða skipt um
notanda skal fylgja viðhaldsgátlistanum og
hreinsunarleiðbeiningum, ásamt því að skoða
hana reglulega.
Tíðni þjónustu
Tíðni skoðana fer eftir notkun og sliti. Mælt er með
því að tækið sé skoðað árlega, í hvert sinn sem
því er úthlutað á annan notanda og eftir langtíma
geymslu (lengur en 4 mánuðir). Aðili sem hefur
skilning á notkun tækisins skal sjá um skoðunina.
Gátlisti þjónustuskoðunar:
Farið yfir og stillið eftirfarandi í samræmi við
fyrirhugaða notkun (ef við á):
• Stillingarvalkostir fyrir bak, mjaðmir og fætur
• Halla, hreyfingar og læsingar á stólbaki
• Herða skal rær, bolta og handföng á tækinu
• Leita skal eftir sliti á tengjum og sylgjum
• Leita skal eftir merkjum um sprungur eða slit
• Ganga skal úr skugga um að allar merkingar á
vörunni séu heilar.
Gera skal við eða skipta um skemmda eða slitna
hluti.
Viðhald
Fyrir hverja notkun er mælt með að:
þurrka öll óhreinindi af tækinu með klút sem
vættur hefur verið með volgu vatni og mildu
klórfríu hreinsiefni/sápu, og leyfa tækinu að
þorna fyrir notkun. Leita skal eftir merkjum um
skemmdir eða slit.
Þvottur
Aðalhluti tækis
Tækið má þvo við 60°C með mildu þvottaefni
í 10 mínútur í þvottavél sem er ætluð fyrir
lækningatæki. Notið þurrkunaraðgerð vélarinnar
til að þurrka tækið. Fjarlægið alla aukahluti og
þvoið þá sérstaklega.
Efni og áklæði
Sessuáklæðið má þvo við 60°C með mildu
þvottaefni í þvottavél.
etac.com
EN
IS
Takið áklæðið af svampinum fyrir þvott.
Svampur
Ekki er ráðlagt að þvo hluta sem eru úr svampi.
Handþvottur
Einnig er hægt að þvo tækið og alla aukahluti
í höndunum. Notið volgt vatn og milt klórfrítt
hreinsiefni/sápu og leyfið öllum hlutum að þorna
fyrir notkun.
Sótthreinsun
Tækið má sótthreinsa með 70% sótthreinsispritti.
Ráðlagt er að þurrka öll óhreinindi af tækinu með
klút sem vættur hefur verið með volgu vatni og
mildu klórfríu hreinsiefni/sápu, og leyfa tækinu að
þorna fyrir sótthreinsun.
Efni
• Ryðfrítt stál
• Ál
• Plast
• Gúmmí
• Pólýúretan
• Gervigúmmí
• Ipanema
• Stál
• Sinkblendi
• Messing.
Yfirborðsmeðhöndlun
Eftirfarandi aðferðir við meðhöndlun yfirborðs hafa
verið notaðar til að varna tæringu:
• Lakkað yfirborð = pólýesterdufthúðun eða
ED-húðun
• Ólakkaðir hlutar úr áli = rafhúðun
• Ólakkað yfirborð úr stáli = sinkhúðun.
159