6
Skipt um hleðslusnúru
HÆTTA
Hætta er á banvænu raflosti.
Takið rafmagnið af hleðslustöðinni í rafkerfi
u
hússins og komið í veg fyrir að hægt sé að setja
það aftur á í ógáti.
ÁBENDING
Aðeins má nota upprunalega varahluti með sama
aflstigi frá Webasto.
ÁBENDING
Á meðan Webasto Next er í notkun má ekki skipta um
hleðslusnúruna oftar en fjórum sinnum.
ÁBENDING
Þegar þörf er á varahlut skal hafa samband við
uppsetningaraðila eða söluaðila.
Sjá Kafli 4.3.2, " Skipt um hleðslusnúru" á bls. 173.
Förgun
7
Táknið með yfirstrikuðu ruslatunnunni gefur
til kynna að ekki megi fleygja þessum raf-
eða rafeindabúnaði með venjulegu
heimilissorpi þegar hann er úr sér genginn.
Skila má búnaðinum til næstu
móttökustöðvar fyrir úr sér genginn raf- og
rafeindabúnað án endurgjalds. Upplýsingar
um staðsetningu móttökustöðva fást hjá
viðkomandi sveitarfélagi. Með því að safna
úr sér gengnum raf- og rafeindabúnaði
sérstaklega er gert kleift að endurnýta úr sér
genginn búnað, endurvinna efni úr honum
eða nýta hann með öðrum hætti auk þess
sem komið er í veg fyrir neikvæð áhrif sem
förgun hættulegra efna sem búnaðurinn
kann að innihalda hefur á umhverfið og
heilsu fólks.
– Fleygið umbúðum í viðeigandi endurvinnslugám
samkvæmt gildandi reglum á hverjum stað.
Austurríki:
Með reglugerð um úr sér genginn rafbúnað (EAG-VO) í
Austurríki var Evrópuréttur innleiddur í austurrísk lög.
Innleiðingin hefur meðal annars í för með sér að hægt er
5111233C_ISI_Next
að skila úr sér gengnum raf- og rafeindabúnaði frá
heimilum til opinberra söfnunarstöðva án endurgjalds.
Ekki má lengur fleygja úr sér gengnum raf- og
rafeindabúnaði með venjulegu heimilissorpi, heldur
verður að skila honum til þar til ætlaðra söfnunarstöðva.
Þannig er hægt að endurnýta nothæf tæki eða
endurvinna verðmæta hluta úr ónýtum tækjum. Þessu er
ætlað að stuðla að betri nýtingu auðlinda og þar með
aukinni sjálfbærni. Auk þess er flokkun nauðsynleg til
þess að hægt sé að skila hættulegum efnum úr
tækjunum (til dæmis klórflúorkolefnum eða kvikasilfri) til
fullnægjandi meðhöndlunar og forðast þannig neikvæð
áhrif á umhverfið og heilsu fólks. Hægt er að skila úr sér
gengnum tækjum til skila- og söfnunarstöðva á vegum
sveitarfélaga og framleiðenda án endurgjalds. Yfirlit yfir
söfnunarstaði er að finna á eftirfarandi vefsíðu: https://
secure.umweltbundesamt.at/eras/
registerabfrageEAGSammelstelleSearch.do. Allur raf-
og rafeindabúnaður fyrir heimili er auðkenndur með tákni
með ruslatunnu sem strikað er yfir. Skila má þessum
tækjum til allra söfnunarstöðva á vefsíðunni sem
tengillinn vísar á, en ekki má fleygja þeim með
heimilissorpi.
Samræmisyfirlýsing
8
Hönnun, framleiðsla, prófanir og afhending á Webasto
Next samræmast viðeigandi tilskipunum, reglugerðum og
stöðlum um öryggi, rafsegulsviðssamhæfi og
umhverfisvernd. Hér með lýsir Webasto Roof &
Components SE því yfir að þráðlausi fjarskiptabúnaðurinn
af gerðinni „Webasto Next-hleðslustöð" samræmist
tilskipun 2014/53/ESB. Nálgast má texta ESB-
samræmisyfirlýsingarinnar í heild sinni á eftirfarandi
vefslóð:
https://charging.webasto.com/int/products/
documentation
IS
175