Télécharger Imprimer la page

Búnaðurinn Tekinn Í Notkun; Stillingar; Led-Ljós Deyft; Búnaðurinn Tekinn Úr Notkun - Webasto Pure II Notice De Montage

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 129
D5 0= engin takmörkun á misvægisálagi við einfasa
hleðslu, 1= misvægisálag takmarkað við 20A og D1-
D3 > 25A (fyrir Þýskaland).
D6 1= TN/TT-kerfi, 0= IT-kerfi (aðeins einfasa
rafmagnstenging möguleg). Sjá Kafli 8.4.1,
"Rafmagnstenging í skiptu kerfi (split-phase)" á bls.
188
8.7
Búnaðurinn tekinn í notkun
8.7.1
Öryggisprófun
Skrásetja skal niðurstöður prófunar og mælinga þegar
búnaðurinn er tekinn í notkun samkvæmt gildandi
uppsetningarreglum og stöðlum.
Fylgja skal gildandi reglum um notkun, uppsetningu og
umhverfisvernd á hverjum stað.
8.7.2
Búnaðurinn gangsettur
u
Fjarlægið efnisleifar af tengisvæðinu.
u
Gangið úr skugga um að allar skrúfu- og
klemmutengingar séu vel festar áður en búnaðurinn er
gangsettur.
u
Setjið neðri hlífina á.
u
Festið neðri hlífina með uppsetningarskrúfunum og
herðið skrúfurnar varlega. Sjá Mynd 8.
u
Setjið strauminn á.
– Gangsetningarferlið hefst (tekur allt að 60 sekúndur).
– Hvíta hreyfiljósið fer upp/niður. Sjá Mynd 4,
vinnslustaða N2.
u
Ef þörf krefur skal taka hleðslustöðina úr lás með
lykilrofanum.
u
Framkvæmið skoðun við fyrstu gangsetningu og skráið
mælingarnar í prófunarskýrslu. Mæla skal á
hleðsluklónni og nota rafbílahermi sem hjálpartæki við
mælinguna.
u
Lítið eftir og prófið hvern notkunar- og
öryggiseiginleika fyrir sig með rafbílaherminum.
u
Tengið hleðslusnúruna við bíl.
– LED-ljósið skiptir úr grænum yfir í leiftrandi bláan lit.
OI II Webasto Pure
9

Stillingar

ÁBENDING
Í eftirfarandi lýsingum er tímasetning aðgerða mikilvæg.
Lesið þess vegna allar leiðbeiningarnar í gegn áður en
hafist er handa.
LED-ljós deyft
9.1
Mynd 12
Sjá einnig Lykilrofi.
ü Hleðslustöðin er í gangi.
ü LED-ljósið logar stöðugt í grænum lit.
ü Lykilrofinn er á ON.
ü Bíll er ekki tengdur.
u
Snúið lykilrofanum af ON yfir á OFF; grænt hreyfiljós
byrjar niðri; bíðið þar til hreyfiljósið er aftur komið
niður.
u
Snúið lykilrofanum af OFF yfir á ON (innan 3 sekúndna
á ON)
– Deyfistillingin opnast
LED-ljósið skiptir yfir í bláan lit og deyfir í þrepum með 3
sekúndna millibili frá hæstu niður í lægstu stillingu. Þegar
komið er niður á lægsta deyfingarþrep fer LED-ljósið aftur
á hæsta þrepið. Farið er í gegnum birtustigin fimm
sinnum.
Snúið lykilrofanum af ON yfir á OFF
u
Deyfingarstilling er valin.
ÁBENDING
Frá verksmiðju er LED-ljósið stillt á hæsta birtustigið.
ÁBENDING
Ekki er hægt að breyta birtustigi villulitanna.
10
Búnaðurinn tekinn úr notkun
Rafvirki verður að sjá um að taka búnaðinn úr notkun.
u
Takið strauminn af.
u
Takið hleðslustöðina úr sambandi við rafmagn.
u
Förgun: Sjá Kafli 13, "Förgun" á bls. 190.
11
Viðhald, þrif og viðgerðir
Viðhald
11.1
Rafvirkjar skulu annast allt viðhald samkvæmt gildandi
reglum á hverjum stað.
Þrif
11.2
HÆTTA
Háspenna.
Hætta er á banvænu raflosti. Ekki má hreinsa
hleðslustöðina með háþrýstidælu eða álíka tæki.
u
Þurrkið aðeins af búnaðinum með þurrum klúti. Ekki
má nota sterk hreinsiefni, bón eða leysiefni.
Viðgerðir
11.3
Ekki má gera við hleðslustöðina á eigin spýtur.
Webasto áskilur sér einkarétt á því að annast viðgerðir á
hleðslustöðinni. Einu viðgerðirnar sem eru leyfilegar skulu
vera á höndum rafvirkja með þeim upprunalegu
varahlutum sem Webasto býður upp á.
12
Skipt um hleðslusnúru
HÆTTA
Hætta er á banvænu raflosti.
Takið rafmagnið af hleðslustöðinni í rafkerfi
u
hússins og komið í veg fyrir að hægt sé að setja
það aftur á í ógáti.
ÁBENDING
Aðeins má nota upprunalega varahluti frá Webasto.
ÁBENDING
Á meðan Webasto Pure er í notkun má ekki skipta um
hleðslusnúruna oftar en fjórum sinnum.
ÁBENDING
Nálgast má númer varahluta í netverslun Webasto:
www.webasto-charging.com
Þegar skipt er um hleðslusnúru skal fylgja
uppsetningarleiðbeiningunum sem fylgja með í
viðgerðasettinu.
IS
189

Publicité

loading