Geymsla
Endurnotanleg tæki sem á að geyma milli hreinsunar og sæfingar skal þurrka með klút sem
ekki kemur ló úr og rispar ekki, til að koma í veg fyrir örverumengun vegna blautra tækja.
Geymið sæft tæki þannig að það sé varið gegn hverju því sem gæti valdið tæringu eða öðrum
skemmdum á yfirborði, í samræmi við viðurkenndar verklagsreglur fyrir geymslu sæfðra
tækja í ykkar stofnun.
Frekari
Ráðleggingar
upplýsingar
Hreinsiefni: nota skal hreinsiefni með sýrustig milli 6,0 og 8,0. Hreinsiefni með ensímum veita
aðstoð við að fjarlægja lífræn óhreinindi eins og blóð.
Vatn: notkun afjónaðs vatns dregur úr steinefnaútfellingum á tækjunum.
Úthljóðshreinsitæki: aðeins skal nota úthljóðhreinsun eftir að olía hefur verið fjarlægð af
tækjunum. Úthljóðshreinsitæki eru notuð til að fjarlægja vefi sem loða við innan á hólfi og
aðra staði sem er erfitt að ná til.
Sjálfvirkt þvotta-/sótthreinsunartæki: Þvotta-/sótthreinsunartæki eru notuð til að hreinsa tæki
og líka til miðlungsmikillar og mikillar sótthreinsunar með skolun með heitu vatni.
Áhöld til handvirkrar hreinsunar: nota skal bursta með mjúkum hárum sem rispa ekki,
pípuhreinsara og klút sem rispar ekki og ekki kemur ló úr.
Upplýsingar um
framleiðanda
Notandi ber ábyrgð á að ganga úr skugga um að sæfingarferlið sem fer fram skili tilætluðum árangri. Ráðlögð
ferli eru ætluð sem almennur leiðarvísir fyrir hreinsun, afmengun og sæfingu endurnotanlegu lækningatækjanna.
Notandi ber ábyrgð á því að staðfesta dauðhreinsunarbúnað sinn til að tryggja að ráðlögðum lágmarksbreytum
sé fullnægt.
Thoratec Corporation
6035 Stoneridge Drive
Pleasanton, CA 94588
Bandaríkjunum
Sími: 925-847-8600
HeartLine™: 800-456-1477
Fax: 925-847-8574
Vefslóð: www.thoratec.com
Viðurkenndur umboðsaðili fyrir Evrópumarkað:
Thoratec Europe Limited
Burnett House
3 Lakeview Court, Ermine Business Park
Huntingdon, Cambridgeshire PE29 6UA
Bretlandi
Sími: +44 (0) 1480 455200
Fax: +44 (0) 1480 454126
Neyðarsími/sólarhringsvakt Sími: +44 (0) 7659 877901
3
®
HeartMate II
Surgical Sizer fyrir HeartMate II LVAS