Notkunarleiðbeiningar fyrir barkakýlisnámsslöngu
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
Vinsamlegast skoðið skýringarmyndir á bakhlið þessarar leiðbeiningahandbókar.
Hvernig á að koma barkakýlisnámsslöngu fyrir
1. Skoðið slönguna fyrir hverja notkun með tilliti til merkja um skemmdir eins og sprungur eða rifur. Notið
ekki ef hún er skemmd.
2. Þvoið hendur með sápu og vatni.
3. Standið fyrir framan spegil og látið skært ljós skína beint á stómað. Sjá skýringarmynd 1.
4. Setjið lítið magn af læknisfræðilega prófuðu, vatnsuppleysanlegu smurefni á brún stómans til að hjálpa
við innsetningu. Sjá skýringarmynd 2.
5. Í sumum tilfellum gæti verið nauðsynlegt að brjóta eða þjappa enda slöngunnar örlítið saman til að laga
að útlínum barkans. Sjá skýringarmynd 3.
6. Stingið innsetningarenda slöngunnar í neðri brún stómans og stingið henni síðan að fullu inn í stómað þar
til stærri trektarlagaði endi hennar liggur upp við stómað. Sjá skýringarmynd 4.
Hvernig á að fjarlægja barkakýlisnámsslöngu
1. Þvoið hendur með sápu og vatni.
2. Standið fyrir framan spegil og látið skært ljós skína beint á slönguna í stómanu. Sjá skýringarmynd 5.
3. Er notaður er slönguhaldari, leysið eða skerið festingarböndin. Sjá skýringarmynd 6.
4. Fjarlægið slönguna úr stómanu. Sjá skýringarmynd 7.
Hvernig á að festa valkvæðan barkakýlisnámsslönguhaldara (seldur sér)
1. Festið slönguna um hálsinn með því að setja böndin í götin á hlið slöngunnar þannig að fliparnir á
böndunum beinist frá slöngunni.
2. Leiðið böndin í kringum hálsinn aftanverðan og bindið til að festa. Böndin ættu að vera nægilega laus til
að leyfa eina fingurbreidd á milli bakhliðar bandanna og yfirborðs hálsins. Eftir stillingu bandanna með
þægilegri spennu, þá má fjarlægja umframbandið. Sjá skýringarmynd 8.
Hvernig á að festa eða fjarlægja aukabúnað
1. Til að setja inn aukabúnað, grípið efst í aukabúnaðinn og þrýstið ofan á efsta hluta slöngunnar þar til hann
situr fastur. Sjá skýringarmynd 9.
2. Til að fjarlægja aukabúnað, haldið í efsta hluta slöngunnar og grípið í sýnilega endann á aukabúnaðinum.
Togið þar til hann er laus úr slöngunni með því að byrja á öðrum endanum. Sjá skýringarmynd 10.
Hvernig á að þrífa og sótthreinsa barkakýlisnámsslönguna
1. Skolið slönguna undir heitu rennandi kranavatni. Sjá skýringarmynd 11.
2. Dýfið slöngunni í heitt vatn (50–60 °C / 122–140 °F) sem inniheldur að minnsta kosti tvo dropa af uppþvottalegi
á hverja 235 ml (8 oz.) af vatni í að minnsta kosti 15 mínútur. Sjá skýringarmynd 12.
3. Fjarlægið slönguna úr sápuvatninu og skolið undir heitu rennandi kranavatni. Hreinsið varlega innri og ytri
hlið slöngunnar með svamppinna sem er fáanlegur frá InHealth Technologies. Notið ekki bómullarpinna til
að hreinsa slönguna þar sem þræðir gætu orðið eftir. Sjá skýringarmynd 13.
4. Ef slangan er götuð, hreinsið götin á sama hátt með Blom-Singer hreinsibursta. Sjá skýringarmynd 14.
5. Sótthreinsið slönguna með því að dýfa henni í 3% vetnisperoxíðlausn yfir nótt. Sjá skýringarmynd 15.
6. Skolið vandlega undir rennandi kranavatni og loftþurrkið. Sjá skýringarmynd 16.
LEIÐBEININGAR FYRIR FÖRGUN
Slangan er ekki lífrænt niðurbrjótanleg og getur mengast við notkun. Fargið slöngunni gætilega samkvæmt
staðbundnum leiðbeiningum.
50 I 37889-01A