LÝSING TÆKIS
Barkakýlisnámsslangan (slangan) er
sveigjanleg sílíkonslanga sem er fáanleg
í mörgum stærðum. Hún er fáanleg bæði
götuð og ógötuð.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Slangan er hönnuð til notkunar fyrir einn
sjúkling til að viðhalda barkaopi opnu
eftir barkakýlisnám og getur tengst stóma
aukabúnaði.
FRÁBENDINGAR
Eingöngu einstaklingar sem hafa fengið þjálfun í notkun slöngunnar skulu nota hana. Hún er ekki ætluð til
notkunar við geislameðferð. Ekki ætti að nota slönguna ef vart verður við bólgur, sýkingar, blæðingar, útferð
eða hósta. Slangan er ekki ætluð til notkunar með öndunarvélum.
VARÚÐ
VARÚ : Alríkislög (Bandaríkin) takmarka sölu þessa tækis við eða samkvæmt skipun læknis.
VARÚÐARREGLUR
Þvoið hendur með sápu og vatni áður en slangan er meðhöndluð.
Notið aðeins línskafslausan klút eða þurrku til að þurrka af slöngunni til að forðast að línskaf fari í
öndunarveginn.
Notið ekki leysiefni eða jarðolíuvörur til að hreinsa eða smyrja slönguna. Þessi efni gætu skemmt
slönguna.
Aðeins er hægt að nota Blom-Singer® stóma aukahluti með slöngunni. Notkun annarra aukahluta
gæti leitt til aukaverkana.
VIÐVARANIR
Setjið aldrei neitt hreinsitæki inn í barkakýlisnámsslönguna á meðan slangan er staðsett í hálsinum.
Hreinsið alltaf tækið eftir að það hefur verið fjarlægt.
Slangan er aðeins til notkunar fyrir einn sjúkling og má ekki deila milli sjúklinga. Sýking getur komið
fyrir ef henni er deilt, sem gæti leitt til veikinda eða alvarlegra meiðsla.
Skoðið slönguna fyrir hverja notkun með tilliti til merkja um skemmdir eins og sprungur eða rifur,
og notið hana ekki ef hún er skemmd. Ef skemmdir finnast, hafið samband við vörukvartanir
InHealth Technologies.
Ekki má reyna að gera breytingar á slöngunni.
MÖGULEGAR AUKAVERKANIR
Aukaverkanir sem hugsanlega krefjast fjarlægingar slöngunnar, hreinsunar og/eða læknisfræðilegrar
meðhöndlunar innifela en eru ekki takmarkaðar við: Mengun/sýking stóma, innöndun af slysni á slöngu af
óviðeigandi stærð inn í öndunarveginn, bilun í byggingu vegna óhóflegrar notkunar og/eða hreinsunar og
stíflur í slöngu vegna slíms.
Notkunarleiðbeiningar fyrir barkakýlisnámsslöngu
ÍSLENSKA
Götun
Innsetningarendi
Slanga
Trekt
37889-01A I 49
Fyrir festingu
aukabúnaðar