1. Kannaðu pakkann að utan
2. Hafðu samband við dreifingaraðila okkar innan
átta daga frá móttöku ef sýnilegar skemmdir
eru á vörunni.
3. Fjarlægðu hefti og opnaðu pappakassann.
4. Fjarlægðu skrúfur eða ólar sem notaðar eru til
að festa viðarrammann (ef við á).
5. Fjarlægðu umbúðirnar. Fargaðu öllum umbúð-
um í samræmi við reglugerðir á staðnum.
6. Kannaðu vöruna til að sjá hvort einhverjar ein-
ingar hafi skaddast eða vanti.
7. Hafðu samband við söluaðila ef eitthvað er í
ólagi.
2.2 Viðmiðunarreglur um flutninga
Varúðarráðstafanir
AÐVÖRUN:
• Fylgið slysavarnarreglum sem eru í
gildi.
• Hætta á að kremjast. Samstæðan og
íhlutir geta verið þungir. Notið réttar
lyftiaðferðir og klæðist ávallt skóm
með stáltá.
Athugið brúttóþyngd sem sýnd er utan á umbúð-
um til að geta valið réttan lyftibúnað.
Staðsetning og festingar
Eininguna má aðeins flytja í lóðréttri stöðu eins og
kemur fram á umbúðum. Gangið úr skugga um að
samstæðan sé tryggilega fest meðan hún er flutt og
geti hvorki skriðið né oltið. Flytja verður eininguna
við umhverfishita -40°C til 70°C (-40°F til 158°F) við
rakastig <95% og verja hana fyrir óhreinindum, hita
og skemmdum af áverkum.
2.3 Geymsluleiðbeiningar
2.3.1 Geymslustaður
ATHUGA:
• Verjið vöruna fyrir raka, óhreinindum hitagjöfum
og áverkum.
• Vöruna skal geyma við umhverfishitastig frá
-25°C til 55°C (-13°F til 131°F) og rakastig
<95%.
3 Vörulýsing
3.1 Gerð dælu
Dælan er hringrásardæla með votum snúð og orku-
sparandi rafeindastýrðri sísegultækni, ECM-tækni.
Ekki þarf útloftunarskrúfu á dæluna.
Notkunarsvið
Dælan er gerð fyrir:
• Heitt neysluvatn (eingöngu fyrir gerðir með
dæluhús úr bronsi)
• Vatnsupphitunarkerfi
• Kælivatns- og kaldavatnskerfi
Einnig má nota dæluna í:
• Sólarorkukerfi
• Jarðvarmakerfi
is - Þýðing af upprunalega eintakinu
Röng notkun
HÆTTA:
Notið ekki þessa dælu til að sjá um eld-
fima og sprengifima vökva.
AÐVÖRUN:
Röng notkun dælunnar getur skapað
hættulegar aðstæður og valdið líkam-
stjóni og eignaskemmdum.
ATHUGA:
Notið ekki þessa dælu til að dæla vökva með slíp-
andi, föstum eða trefjaríkum efnum, eitruðum eða
tærandi vökvum, drykkjarvörum öðrum en vatni
eða vökvum sem ekki hæfa smíðaefni dælunnar.
Röng notkun vörunnar leiðir til að ábyrgðin fellur úr
gildi.
3.2 Heiti vöru
Dæmi: ecocirc XLplus D 40-100 F
ecocirc XL
plus
D
40
-100
F
3.3 Tæknilegar upplýsingar
Eiginleikar
Lýsing
Vélargerð
Rafeindastýrð sísegulvél
Lína
ecocirc XL
ecocirc XLplus
Málspenna
1 x 230 V ±10%
Tíðni
50/60 Hz
Orkunotkun
40÷1700 W
IP vörn
IP 44
Einangrunar-
Flokkur 155 (F)
flokkur
Hámarks
Hámarksþrýstingur kemur fram á
vinnuþrýsting-
merkiplötu dælu
ur
0,60 MPa (6 bör)
1,0 MPa (10 bör)
dælulína með hárri nýtni
með samskiptamögu-
leikum
Gerð dælu:
"autt" = ein dæla
D = tvíburadæla
B = dæluhús úr bronsi
fyrir dælingu á heitu
neysluvatni
nafnmál flangsatengis
Hámarks dæluhæð -100
= 10m
Flangsagerð:
F=flangsatengi
"autt" = Skrúfutengi
153