Télécharger Imprimer la page

LiftMaster LM3800W-2 Mode D'emploi page 386

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 42
25
Forritun opnara og fjarstýringar / þráðlauss þrýstihnapps/ / þráðlauss lyklaborðs
(aukabúnaður)
Eingöngu skal ræsa opnarann þegar öll hurðin er í sjónlínu, engar hindranir eru til staðar og þegar hún er rétt stillt. Enginn skal fara inn í
né út úr bílskúrnum á meðan hurðin er á hreyfingu. Leyfið ekki börnum að ýta á hnappana né handfjatla fjarstýringuna. Leyfið ekki börnum
að leika sér við hurðina. Móttakari bílskúrshurðaopnarans og einn af hnöppunum á fjarstýringunni eru þegar forritaðir. Ef keyptar eru fleiri fjarstýrin-
gar verður að forrita bílskúrshurðaopnarann til að hann samþykki kóða nýju fjarstýringanna.
FORRITIÐ MÓTTAKARANN TIL AÐ HANN TAKI VIÐ NÝJUM FJARSTÝRINGUM:
NOTIÐ GULA, HRINGLAGA HNAPPINN
1. Ýtið á og sleppið gula, hringlaga hnappinum (L) á opnaranum. Gaumljós forritunar logar stöðugt í 30 sekúndur.
2. Áður en 30 sekúndurnar líða hjá skal halda inni hnappinum á þráðlausu fjarstýringunni sem á að nota til að opna bílskúrshurðina.
3. Sleppið hnappinum þegar ljósið á opnaranum blikkar einu sinni. Nú er búið að forrita kóðann inn í opnarann. Nú fer opnarinn í gang þegar ýtt er
á hnappinn á fjarstýringunni. Ef þrýstihnappinum á fjarstýringunni er sleppt áður en ljósið á opnaranum blikkar hefur kóðinn ekki verið forritaður
í opnarann.
LYKLALAUS AÐGANGUR
1. Ýtið á og sleppið gula, hringlaga hnappinum (L) á opnaranum. Gaumljós forritunar logar stöðugt í 30 sekúndur.
2. Sláið inn fjögurra stafa auðkennisnúmer (PIN) að eigin vali á þráðlausa lyklaborðið.
3. Ýtið síðan á ENTER-hnappinn.
4. Ljósin á bílskúrshurðaopnaranum blikka (eða tveir smellir heyrast) þegar kóðinn hefur verið forritaður. Endurtakið þrepin hér á undan til að forrita
fleiri fjarstýringar eða tæki fyrir lyklalausan aðgang. Forritið fjarstýringuna með forritunarhnappinum ef forritunin tekst ekki.
ÖLLUM KÓÐUM FJARSTÝRINGAR EYTT
Þegar gera á fjarstýringu óvirka skal fyrst eyða öllum kóðum: Ýtið á gula, hringlaga hnappinn á opnaranum og haldið inni þar til slokknar á gaumljósi
forritunar (eftir u.þ.b. 10 sekúndur). Nú hefur öllum fyrri kóðum verið eytt. Forritið upp á nýtt allar fjarstýringar eða lyklalausan aðgang sem óskað er eftir.
26
LED-ljós MyQ-fjarstýringar forritað
Fjarstýrða ljósið á bílskúrshurðaopnaranum er forritað í verksmiðju til notkunar með hurðaopnaranum. Forrita verður fjarstýrð ljós á ný ef
ljósum er bætt við eða þegar skipt er um ljós.
BÍLSKÚRSHURÐAOPNARI FORRITAÐUR FYRIR LED-LJÓS MYQ-FJARSTÝRINGAR:
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á hurðaropnaranum.
3. Kóðinn hefur verið forritaður þegar fjarstýringarljósið blikkar einu sinni.
FJARSTÝRING FORRITUÐ FYRIR LED-LJÓS MYQ-FJARSTÝRINGAR
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Ýtið á hnappinn á þráðlausu fjarstýringunni sem á að nota til að kveikja ljósið.
3. Kóðinn hefur verið forritaður þegar fjarstýringarljósið blikkar einu sinni.
Frekari upplýsingar um hvernig ljósið er forritað með öðrum aukabúnaði er að finna í handbókinni fyrir viðkomandi aukabúnað.
LED-LJÓS MYQ-FJARSTÝRINGAR BÆTT VIÐ MYQ-REIKNINGINN
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) á ljósinu þar til græna LED-ljósið KVIKNAR.
2. Skráið ykkur inn á MyQ-forritið og bætið LED-ljósi MyQ-fjarstýringarinnar við.
ÖLLUM FORRITUÐUM STILLINGUM FYRIR LED-LJÓS MYQ-FJARSTÝRINGAR EYTT
1. Ýtið á FORRITUNARHNAPPINN (L) og haldið honum inni þar til slokknar á LED-ljósinu (eftir 6-10 sekúndur). Nú er öllum forrituðum stillingum eytt.
27
Minninu eytt
ÖLLUM FJARSTÝRINGUM OG LYKLALAUSUM AÐGANGI EYTT
1.
Haldið inni FORRITUNARHNAPPINUM (L) á bílskúrshurðaopnaranum þar til slokknar á LED-ljósinu fyrir forritun (eftir u.þ.b. 6 sekúndur). Nú
hefur öllum aðgangskóðum fjarstýringa og lyklalauss aðgangs verið eytt. Forritið aftur þann aukabúnað sem á að nota.
ÖLLUM TÆKJUM EYTT (Þ.M.T. AUKABÚNAÐI MEÐ MYQ)
2. Haldið inni FORRITUNARHNAPPINUM (L) á bílskúrshurðaopnaranum þar til slokknar á LED-ljósinu fyrir forritun (eftir u.þ.b. 6 sekúndur).
3. Ýtið strax aftur á FORRITUNARHNAPPINN og haldið honum inni þar til slokknar á LED-ljósinu. Nú hefur öllum kóðum verið eytt. Forritið aftur
þann aukabúnað sem á að nota.
WI-FI-NETINU EYTT ÚR BÍLSKÚRSHURÐAOPNARANUM
1. Haldið inni svarta stillihnappinum (A) á bílskúrshurðaopnaranum þar til þrjú hljóðmerki heyrast (eftir u.þ.b. 6 sekúndur).
MYQ-REIKNINGNUM EYTT
Farið á myliftmaster.eu til að eyða MyQ-reikningnum.
13 / is

Publicité

loading