24
Tengst með snjallsíma
Wi-Fi®-bílskúrshurðaopnarinn er samhæfur við allt að 16 gerðir af aukabúnaði með MyQ. Hægt er að para allt að 10 tæki við innbyggðu Wi-Fi-gátt
bílskúrshurðaopnarans. Þessum tækjum er stjórnað með MyQ-forritinu. Þessi tæki geta verið hvaða samsetning sem er af MyQ-bílskúrshurðaopnu-
rum, Wi-Fi-bílskúrshurðaopnurum, MyQ-ljósum, MyQ-hliðopnurum. Hægt er að bæta við netgátt frá LiftMaster (828EV)
ef stjórna þarf fleiri en 10 tækjum með MyQ-forritinu. Hægt er að para allt að sex tæki við bílskúrshurðaopnarann sjálfan (sem er stýrt af bílskúrs-
hurðaopnara). Slík tæki geta verið hvaða samsetning af MyQ-ljósum eða bílskúrshurðar- og hliðareftirlitskerfum.
Eftirfarandi er krafist:
•
Snjallsíma, spjaldtölvu eða fartölvu með Wi-Fi
•
Nettengingu um breiðband
•
Wi-Fi-merki í bílskúrnum (2,4 Ghz, 802.11b/g/n áskilið)
•
Aðgangsorð fyrir heimanetið (fyrir aðalreikning beinisins, ekki gestareikning)
•
MyQ-raðnúmerið sem er aftan á bílskúrshurðaopnaranum
•
Innrauða ljósnema (valfrjálst)
•
LED-ljós MyQ-fjarstýringarinnar (eins og fylgir með)
SAMSTILLIÐ HURÐARSTÝRINGUNA
Þegar samstilla á 78EV-hurðastýringuna við bílskúrshurðaopnarann skal ýta á stikuna þar til bílskúrshurðaopnarinn fer í gang (hugsanlega þarf að
ýta allt að þrisvar sinnum). Bílskúrshurðaopnarinn þarf að fara í gegnum heilt ferli áður en hann ræsir Wi-Fi-forritunina.
TENGIÐ BÍLSKÚRSHURÐAOPNARANN VIÐ WI-FI-HEIMANETIÐ
1.
Ýtið þrisvar sinnum á gula FORRITUNARHNAPPINN (L) á bílskúrshurðaopnaranum. Bílskúrshurðaopnarinn gefur frá sér eitt hljóðmerki. Að því
loknu þarf að nettengja hann innan 20 mínútna.
2. Takið fram fartækið og opnið „Stillingar > Wi-Fi" og veljið netið með „MyQ-" forskeytinu.
3. Opnið vafrann í snjallsímanum eða spjaldtölvunni. Sláið inn setup.myqdevice.com í veffangastiku vafrans. Fylgið leiðbeiningunum á skjánum til
að tengja bílskúrshurðaropnarann við Wi-Fi-netið. MyQ-raðnúmerið birtist á skjánum. Skráið raðnúmerið í bilið fyrir neðan.
4. Hlaðið niður MyQ-forritinu í App Store® eða Google Play™. Skráið ykkur fyrir MyQ-reikningi og setjið MyQ-raðnúmerið inn á reikninginn.
Endurtakið þrep 1-3 þegar öðrum bílskúrshurðaopnara er bætt við. Notið MyQ-forritið til að setja MyQ-raðnúmerið inn á reikninginn seinna meir.
ATHUGASEMDIR: MyQ-snjallsímastýringin VIRKAR EKKI ef bílskúrshurðaopnarinn keyrir á rafhlöðu. Upplýsingar um hvernig skal eyða stillingum
fyrir Wi-Fi-netið eru á blaðsíðu 15.
LED-ljós (A) á bílskúrshurðaopnaranum gefur til kynna stöðuna á Wi-Fi-netinu. Sjá neðangreinda töflu
LED-LJÓS
BLÁTT
BLÁTT OG GRÆNT
GRÆNT
SKILGREINING
Slökkt – ekki er kveikt á Wi-Fi-netinu.
Blikkandi – bílskúrshurðaropnarinn er í forritunarstillingu fyrir Wi-Fi-netið.
Logar – fartækið er tengt við bílskúrshurðaopnarann
Blikkar – reynir að tengjast beininum.
Blikkar – reynir að tengjast netþjóni.
Logar – Wi-Fi-netið er uppsett og bílskúrshurðaropnarinn er nú nettengdur.
12 / is