7.0
MERKIMIÐAR og MERKINGAR
7.1
MERKIMIÐAR: Mynd 16 sýnir vörumiða og staðsetningu þeirra á beislinu. Allar merkingar þurfa að vera til staðar og að
fullu læsilegar. Upplýsingar á hverri merkingu eru eftirfarandi:
1) Viðvörun – Lestu allar notendaleiðbeiningarnar. 2) Tæknilýsing beislisins
A
3) Viðvörun – gættu þess að fara ekki yfir afkastagetu kerfisins eða beislisins.
1) Burðargeta beislis: 130 pund. – 310 pund. 2) Tegundarnúmer 3) Framleiðsludagsetning (ár/mánuður)
B
4) Lotunúmer 5) Stærð beislisins 6) Viðeigandi staðlar 7) Auðkenni bókstafskóða fyrir viðeigandi staðla
8) Auðkenning notanda
1) Viðhengi með teikningum og lýsingum íhluta
C
2) Raðnúmer 3) Skoðunardagbók
D
1) Framleitt í Bandaríkjunum úr smíðaefnum fengnum víðsvegar að úr heiminum.
8.0
RFID-merki
8.1
STAÐSETNING: 3M-varan sem fjallað er um í þessum notkunarleiðbeiningum er með rafmerki (RFID). RFID-merki má
nota með RFID-merkjaskanna til að skrá niðurstöður vöruskoðunar. Á mynd 15 má sjá hvar RFID-merkið er staðsett.
8.2
FÖRGUN: Fyrir förgun skal fjarlægja RFID-merkið af vörunni og farga því / endurvinna í samræmi við staðbundnar reglur.
Frekari upplýsingar má nálgast á vefsvæði okkar: http://www.3M.com/FallProtection/RFID
9.0
HUGTAKALISTI
9.1
SKILGREININGAR: Eftirfarandi hugtök og skilgreiningar eru notaðar í þessum leiðbeiningum.
;
Tæmandi listi yfir hugtök og skilgreiningar er að finna á vefsvæði okkar: www.3m.com/FallProtection/ifu-glossary
• VIÐURKENNDUR AÐILI: Aðili sem er skipaður af vinnuveitanda til að fullnægja skyldum á vinnustað þar sem aðili getur verið í
fallhættu.
• HÆFUR AÐILI: Aðili sem hefur getu til að bera kennsl á núverandi eða fyrirsjáanlega hættu í umhverfinu, eða bera kennsl á
vinnuskilyrði sem eru óheilbrigð, hættuleg eða ógna öryggi starfsmanna, og sem hefur heimild til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að
sneiða hjá hættunni.
• FALLSTÖÐVUNARKERFI: Fallvarnarbúnaður í nokkrum hlutum, sérstilltur til að vernda notandann ef hann fellur.
• VOTTAÐUR AÐILI: Aðili með skilgreinda menntun, vottorð eða faglega þekkingu, eða aðili sem hefur, með þekkingu sinni, þjálfun og
reynslu, sýnt fram á fullnægjandi getu til að leysa úr vandamálum tengdum fallvörnum og björgunarkerfum að því marki sem viðeigandi
lands- og svæðisbundnar reglugerðir krefjast.
• BJÖRGUNARKERFI: Fallvarnarbúnaður í nokkrum hlutum, sérstilltur til að forða manneskju frá hættum og koma henni á öruggan stað.
Ekkert fall er heimilað.
• BJÖRGUNARAÐILI: Sá sem notar björgunarkerfið til að framkvæma björgun.
• VARNARKERFI: Fallvarnarbúnaður í nokkrum hlutum, sérstilltur til að koma í veg fyrir að notandinn komist í fallhættu. Ekkert fall er
heimilað.
• NOTANDI: Sá sem notar fallvarnarkerfið við vinnu.
• VINNUSTÖÐUKERFI: Fallvarnarbúnaður, sérstilltur til að styðja notanda í vinnustöðu. Hámarksfall er 61 cm (2 fet).
167