4.0
NOTKUN
4.1
FYRIR SÉRHVERJA NOTKUN: Staðfestu að vinnusvæðið og fallvarnarkerfið uppfylli öll skilyrði sem tekin eru fram í
þessum leiðbeiningum. Staðfestu að formleg björgunaráætlun sé til staðar. Skoðaðu vöruna samkvæmt atriðunum sem
tilgreind eru í „Eftirlits- og viðhaldsskránni". Þegar í ljós kemur við skoðun að búnaðurinn er ekki öruggur til notkunar,
er gallaður eða ástand búnaðarins er vafasamt skal umsvifalaust hætta notkun búnaðarins. Merkið kerfið greinilega með
„NOTIST EKKI". Nánari upplýsingar eru í kafla 5.
4.2
TENGINGUM KOMIÐ Á: Þegar krókur er tengdur við akkerisfestingu, eða þegar verið er að tengja saman einstaka
íhluti kerfisins, skal tryggja að engar tengingar geti losnað. Tengingar losna þegar núningur á milli króksins og tengisins
veldur því að krókfestingin opnast óvart og losnar. Nota skal sjálf-læsandi smellikróka og karabínur til að draga úr þessari
hættu. Ekki skal nota króka eða tengi sem lokast ekki algjörlega þegar þau eru tengd við festingar. Sjá leiðbeiningar frá
framleiðendum undirkerfa til að fá frekari upplýsingar um hvernig ganga skal frá tengingum.
5.0
EFTIRLIT
;
Þegar tæki hefur verið fjarlægt úr þjónustunni má ekki taka það aftur í þjónustu fyrr en hæfur aðili staðfestir skriflega að
það sé í lagi.
5.1
EFTIRLITSTÍÐNI: Notandinn skal skoða búnaðinn fyrir hverja notkun auk þess sem hæfur aðili annar en notandinn skal
skoða hann með mest eins árs millibili. Tíðari notkun á búnaðinum og erfiðari aðstæður kunna að krefjast tíðari skoðana
frá hæfum aðila. Tíðni þessara skoðana ætti að ákvarðast af hæfa aðilanum samkvæmt þeim aðstæðum sem eru til staðar
á vinnusvæðinu.
5.2
SKOÐUNARAÐFERÐIR: Skoðaðu þessa vöru samkvæmt aðferðunum sem taldar eru upp í „Eftirlits- og viðhaldsskrá".
Eigandi þessa búnaðar ætti að sjá um skráningu fyrir hverja skoðun. Eftirlits- og viðhaldsskrá ætti að vera nálægt vörunni
eða auðveldlega aðgengileg notendum. Mælt er með því að varan sé merkt með dagsetningu næstu eða síðustu skoðunar.
5.3
GALLAR: Þegar ekki er hægt að taka vöruna í notkun að nýju vegna galla eða ótrausts ástands hennar verður að farga
vörunni eða senda hana til 3M til að skipta henni út.
5.4
LÍFTÍMI VÖRU: Líftími vörunnar ræðst af vinnuaðstæðum og viðhaldi. Nota má vöruna áfram svo lengi sem hún stenst
skoðunarviðmið.
6.0
VIÐHALD, ÞJÓNUSTA og GEYMSLA
;
Búnaður sem þarfnast viðhalds eða sem viðhald hefur verið tímasett fyrir ætti að vera merktur „EKKI NOTA". Ekki ætti að
fjarlægja þessar merkingar fyrr en viðhald fer fram.
;
Ekki hreinsa eða sótthreinsa vöruna með neinni annarri aðferð en lýst er í eftirfarandi hreinsunarleiðbeiningum. Aðrar
aðferðir geta haft skaðleg áhrif á vöruna eða notandann.
6.1
HREINSUN: Hreinsa skal beisli fyrir allan líkamann frá 3M í samræmi við leiðbeiningarnar frá 3M. Hreinsið beltið með því
að þvo það með mildu þvottaefni án bleikiefnis og skola það síðan. Hengið svo beltið til þerris. Vatn til hreinsunar og loft
til þurrkunar skal ekki vera heitara en sem nemur 54,4 °C. Frekari upplýsingar má finna í tæknitilkynningunni á vefsvæði
okkar: http://www.3M.com/FallProtection/WebCleaning
;
Tækniþjónusta 3M svarar öllum spurningum um þrif.
6.2
ÞJÓNUSTA: Ekki er unnt að gera við þennan búnað. Þegar beislið er tekið varanlega úr notkun skal skera á beislisólarnar
eða að öðru leyti gera beislið ónothæft áður en því er fargað.
6.3
GEYMSLA OG FLUTNINGUR: Geymið og flytjið vöruna í svölum, þurrum og hreinum pakkningum án þess að útsetja
vöruna fyrir beinu sólarljósi. Forðast skal svæði þar sem efnagufur geta verið til staðar. Skoðaðu íhlutina vandlega eftir
langa geymslu.
;
Notanda er ráðlagt að takmarka útsetningu vörunnar fyrir útfjólubláu ljósi. Langvarandi útsetning fyrir útfjólubláu
ljósi getur flýtt fyrir niðurbroti efnis ólanna.
166