3.6
SJÁLFINNDRAGANLEGUR BÚNAÐUR FESTUR Á BEISLI: Sjálfinndraganlegur búnaður er festur beint á beislin með
sérstökum beislistengjum. Beislistengi eru sérstök gerð tengja sem eru sérhönnuð fyrir slíka notkun. Almennt séð eru tvær
gerðir af tengjum fyrir beisli: beinir pinnar og karabínur. Leiðbeiningar fyrir báðar þessar gerðir koma fram hér á eftir.
;
Leiðbeiningar kunna að vera breytilegar eftir gerð tengisins á beislinu. Frekari upplýsingar um notkun
beislistengisins er að finna í leiðbeiningum framleiðanda þess eða vörunnar sem tengið fylgdi með.
;
Ekki fjarlægja bakplötu beislisins þegar sjálfinndraganlegum búnaði er komið fyrir.
A. TENGI MEÐ BEINUM PINNUM: Tengi við beisli með beinum pinnum eru búin læsipinna til að festa við beislið. Hægt
er að nota tengi með beinum pinnum með stökum, sjálfinndraganlegum búnaði eða tvöföldum, sjálfinndraganlegum
búnaði, allt eftir því hvaða beislistengi er notað. Sjá mynd 10 til hliðsjónar.
1.
Ýttu á báða láshnappana (A) framan á beislistengingu til að opna. Haltu láshnöppunum inni og taktu láspinnann
(B) úr beltinu.
2.
Þræddu láspinnann (B) fyrir aftan báðar beislisólarnar (C) og láttu pinnann grípa í ólarnar þegar honum er stungið
aftur í beislistengið. Smellur ætti að heyrast þegar læsipinnarnir festast á ný.
3.
Gakktu úr skugga um að beislistengið sé kyrfilega fest og báðar beislisólarnar séu festar við beislistengið.
A. KARABÍNUTENGI: Karabínutengi eru karabínur notaðar sem beislistengi. Hægt er að nota karabínutengi með
stökum, sjálfinndraganlegum búnaði eða tvöföldum, sjálfinndraganlegum búnaði og eru notaðar mismunandi aðferðir
fyrir hvort um sig. Notaðu mynd 11 til hliðsjónar en þar sést hvernig á að tengja karabínutengið með tvöföldum,
sjálfinndraganlegum búnaði.
1.
Opnaðu sylgju (A) karabínutengisins. Renndu sjálfinndraganlega búnaðinum (C) yfir opna arminn (B) á
karabínunni. Renndu síðan sjálfinndraganlega búnaðinum yfir á gagnstæðan enda karabínunnar.
2.
Haltu sylgju (A) karabínutengisins opnu og renndu síðan opna arminum (B) bak við og umhverfis báðar
beislissólarnar (D) til að karabínutengið grípi í ólarnar.
3.
Þræddu hinn hluta sjálfinndraganlega búnaðarins (E) upp á opna arm (B) karabínutengisins. Slepptu síðan
sylgjunni til að loka og festu karabínutengið á sinn stað.
4.
Gakktu úr skugga um að karabínutengið sé kyrfilega fest á sínum stað og tengið grípi í báðar beislisólarnar (D).
;
Þegar stakur, sjálfinndraganlegur búnaður er notaður skal aðeins tengja einn sjálfinndraganlegan búnað við
karabínutengið. Við slíka notkun er hægt að festa karabínutengið eins og lýst er hér á undan eða beint á D-hringinn
fyrir bakið í staðinn. Gættu þess að festast ekki í beislisólunum þegar þú kemur D-hringnum fyrir bakið á sinn stað.
Tilteknar tegundir beisla sem fjallað er um í þessum leiðbeiningum fela í sér viðbótareiginleika til að festa
sjálfinndraganlega búnaðinn við beisli. Hér á eftir eru frekari upplýsingar um hvernig skal nota þessa eiginleika:
•
LYKKJA Á TENGI: Lykkja á tengi (X) er hluti af bakplötu tiltekinna tegunda beisla. Lykkjan á tenginu er notuð sem
öruggur tengipunktur fyrir beislistengi bak við beislisólarnar. Sjá mynd 12 til hliðsjónar. Þegar tengja á við lykkjuna
á tenginu skal notandinn þræða beislisviðmótið eða láspinna þess í gegnum lykkjuna um leið og beislisólarnar eru
þræddar í gegnum lykkjuna.
•
MILLISTYKKI FYRIR SJÁLFINNDRAGANLEGAN BÚNAÐ: Tilteknum tegundum beisla fylgir utanáliggjandi
millistykki fyrir sjálfinndraganlegan búnað (Y) til að festa sjálfinndraganlegan búnað við beislið. Frekari upplýsingar
um tegundir beisla með millistykki fyrir sjálfinndraganlegan búnað er að finna á mynd 1. Notandinn þarf ekki að grípa
í beislisólarnar til að tengja þessa tegund millistykkja fyrir sjálfinndraganlegan búnað. Notandinn þræðir þess í stað
beislistengið beint í gegnum millistykkið fyrir sjálfinndraganlegan búnað. Sjá mynd 13 til hliðsjónar.
;
Aðeins má nota tengi með beinum pinnum á beislinu með millistykkinu fyrir sjálfinndraganlegan búnað. Notandi
þræðir láspinna beislistengisins í gegnum lykkjuna á millistykkinu fyrir sjálfinndraganlegan búnað.
3.7
NOTKUN ÁLAGSVARNARÓLA: Mynd 14 sýnir notkun álagsvarnaróla. Við fall beitir notandinn álagsvarnarólunumtil að
draga úr áverkum vegna fallsins. Álagsvarnarólarnar á beislinu teknar í notkun:
1.
Finnið álagsvarnarólarnar (A) á beislinu. Álagsvarnarólarnar ættu að vera staðsettar í renndum vasa framan á
notandanum, nálægt staðnum þar sem endar fótaólanna mætast.
2.
Takið álagsvarnarólarnar út með því að opna renndu hólfin á hliðum vasanna. Dragið ólarnar (B) úr hvorum vasa fyrir sig
þar til þær eru nógu langar til að hægt sé að standa á þeim. Takið báðar ólarnar og festið þær saman með króknum (C).
3.
Framlengið tengdu ólarnar eins og þörf er á svo þær séu nógu langar til að hægt sé að standa á þeim. Ýtið hælunum
niður sitthvorumegin við tengipunktinn og standið bein. Slíkt ætti að flytja töluverða þyngd yfir á fætur notandans og
dregur úr líkum á áverkum vegna falls.
3.8
FESTING DRAGREIPA MEÐ LYKKJUM: Ákveðin dragreipi eru hönnuð til að þrengjast yfir veflykkju og skapa samhæfa
tengingu. Dragreipi má sauma beint á veflykkjuna til að mynda varanlega tengingu. Ekki gera margar tengingar á eina
veflykkju nema tvö dragreipi séu þrengd á veflykkju af réttri stærð. Sjá mynd 9 til viðmiðunar. Gerið eftirfarandi til að
herða dragreipi á veflykkju:
1.
A) Setjið veflykkju dragreipis í gegnum veflykkjuna eða D-hringinn á fallvarnar- eða öryggisbeltinu.
2.
B) Setjið viðeigandi enda dragreipisins í gegnum veflykkju dragreipisins.
3.
Dragið dragreipið í gegnum veflykkjuna til að festa.
3.9
TENGING ANNARRA KERFISÍHLUTA: Notandi getur tengst fallvarnarkerfinu eftir að viðkomandi setur á sig beislið.
Uppfylla verður öll skilyrði sem koma fram í þessum leiðbeiningum og öllum leiðbeiningum frá framleiðanda sem fylgja
kerfisíhlutunum. Frekari upplýsingar um notkun búnaðarins er að finna í vörulýsingunni.
163