ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Vinsamlegast lestu, meðtaktu og fylgdu öllum öryggisupplýsingum sem eru í þessum leiðbeiningum áður en
þetta dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu/færslufestingu er notað. EF LEIÐBEININGUM ÞESSUM ER EKKI
FYLGT EFTIR, GETUR ÞAÐ VALDIÐ ALVARLEGUM MEÐSLUM, LÍKAMSTJÓNI EÐA DAUÐA.
Leiðbeiningar þessar verður að afhenda notanda þessa búnaðar. Geymdu þessar leiðbeiningar til að styðjast við
í framtíðinni.
Tilætluð notkun:
Þetta dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu/færslufestingu er ætlað til notkunar sem hluti af fullkomnu fallvarnarkerfi.
Dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu/færslufestingu er notað til að koma í veg fyrir að notandinn komist í fallhættu.
Öll önnur notkun, þ.m.t., en takmarkast ekki við, meðhöndlun efna, notkun í afþreyingar- eða íþróttaskyni eða önnur notkun
sem ekki er lýst í notendaleiðbeiningunum, er ekki samþykkt af 3M og gæti valdið alvarlegum meiðslum eða dauða.
Einungis þjálfaðir notendur á vinnustað skulu nota þennan búnað.
!
VIÐVÖRUN
Þetta dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu/færslufestingu er hluti af verndarkerfi sem verndar manneskjuna gegn falli. Ætlast er til
að allir notendur séu fullþjálfaðir í öruggri uppsetningu og notkun þeirra eigin fallvarnarkerfis. Röng notkun þessa búnaðar getur
valdið alvarlegum meiðslum eða dauða. Fyrir rétt val, notkun, viðhald og þjónustu skaltu lesa þessar notendaleiðbeiningar og
allar ráðleggingar framleiðanda, ræða við yfirmann þinn eða hafa samband við tæknilega þjónustu hjá 3M (3M Technical Services).
Til að lágmarka þá áhættu sem tengist því að starfa með dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu/færslufestingu sem
•
getur, í versta falli, valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða, skal gera eftirfarandi:
-
Aðeins skal nota þennan búnað fyrir staðsetningu við vinnu eða færslufestingu. Dragreipi fyrir staðsetningu við vinnu
verða að vera uppsett til að takmarka fjarlægð á frjálsu falli við tvö fet eða minna og lágmarka sveiflufall. Dragreipi fyrir
færslufestingu verður að koma í veg fyrir að notandinn komist í eða verði útsettur fyrir fallhættu.
-
Aldrei skal nota þetta dragreipi (t.d. dragreipi sem dregur ekki úr orku) sem aðalfallstöðvunarbúnað.
-
Skoðaðu búnaðinn fyrir hverja notkun, a.m.k. árlega og ef fall hefur átt sér stað. Skoðaðu það í samræmi við
notendaleiðbeiningarnar.
-
Ef skoðunin leiðir í ljós óöruggt ástand eða galla skal taka búnaðinn úr umferð og farga honum.
-
Allan búnað sem hefur verið notaður í falli eða orðið fyrir miklu höggi þarf umsvifalaust að taka úr umferð. Kynntu þér
notendaleiðbeiningar eða hafðu samband við fallvarnarþjónsutu hjá 3M (3M Fall Protection).
-
Tryggja skal að öll undirkerfi (t.d. dragreipi) séu hættulaus, þar á meðal, en ekki takmarkað við, flækjur við aðra
starfsmenn, þig sjálfa/n, vélbúnað á ferð eða aðra hluti í kring.
-
Tryggja skal að viðeigandi vörn fyrir brúnir sé notuð þegar líflínan kemst í snertingu við skarpar brúnir eða horn.
-
Tryggðu að búnaðurinn sé uppsettur á viðeigandi hátt fyrir fyrirhugaða notkun.
-
Festa skal ónotaðan fót eða fætur dragreipisins við tengibúnað á beltinu ef slíkt fylgir.
-
Ekki binda hnút á dragreipið.
-
Ekki má fara fram yfir fjölda leyfilegra notenda.
-
Tryggja skal að öll fallvarnarkerfi/undirkerfi sem eru samsett úr íhlutum mismunandi framleiðenda séu samhæfð og mæti
kröfum viðeigandi staðla, þ.m.t. staðlinum ANSI Z359 eða öðrum viðeigandi fallvarnarkóðum, stöðlum eða kröfum. Alltaf
skal ráðfæra sig við hæfan eða vottaðan aðila, áður en þessi kerfi eru notuð.
•
Til að minnka áhættuna sem fylgir því að starfa hátt uppi sem gæti, ef ekki er komið í veg fyrir það, valdið
alvarlegu líkamstjóni eða dauða:
-
Tryggðu að heilsa þín og líkamlegt ástand geri þér örugglega kleift að þola allt það álag sem fylgir því að starfa hátt uppi.
Ráðfærðu þig við lækni ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi hæfni þína til að nota þennan búnað.
-
Aldrei skal fara yfir leyfilega getu fallvarnarbúnaðarins.
-
Aldrei skal fara umfram hámarkslengd frjáls falls sem fallvarnarbúnaðurinn leyfir.
-
Ekki nota neinn fallvarnarbúnað sem bilar við prófun eða við eftirlit, eða ef þú hefur áhyggjur af notkun búnaðarins eða telur
að hann henti ekki í það verk sem er fyrir höndum. Hafðu samband við tæknilega þjónustu 3M ef þú ert með einhverjar
spurningar.
-
Sum undirkerfi og samsetningar íhluta geta truflað notkun þessa búnaðar. Einungis skal nota tengingar sem eru samhæfðar
við þennan búnað. Ráðfærðu þig við 3M fyrir notkun þessa búnaðar með íhlutum eða undirkerfum sem eru frábrugðin þeim
kerfum sem er lýst í notendaleiðbeiningunum.
-
Nota skal auka varúðarráðstafanir þegar verið er að vinna nálægt tækjabúnaði sem er á hreyfingu (dæmi: á olíuborpöllum),
nálægt rafmagnshættu, við mjög hátt eða lágt hitastig, við efnahættu, þar sem sprengihætta er eða hættulegar gastegundir,
skarpar brúnir, eða undir hlutum sem gætu fallið á þig eða á fallvarnarbúnaðinn sjálfan.
-
Notaðu Arc Flash- eða Hot Works-búnað þegar þú vinnur í mjög heitu umhverfi.
-
Forðastu yfirborðsfleti og hluti sem geta skaðað notanda eða búnaðinn.
-
Tryggðu að það sé viðeigandi pláss til að falla þegar þú vinnur hátt uppi.
-
Aldrei breyta eða umbreyta fallvarnarbúnaðinum. Einungis 3M eða aðilar sem hafa skriflegt umboð frá 3M mega gera við
þennan búnað.
-
Áður en fallvarnarbúnaðar er notaður skal tryggja að neyðaráætlun sé til um það hvernig bregðast skuli samstundis við ef
fall eða slys á sér stað.
-
Ef fall á sér stað skal leita læknishjálpar strax fyrir þann starfsmann sem fallið hefur.
-
Ekki skal nota líkamsbelti til að stöðva fall. Einungis skal nota fullt líkamsbeisli til að stöðva fall.
-
Lágmarka skal sveiflur með því að vinna eins beint fyrir neðan festipunktinn og mögulegt er.
-
Ef þjálfun fer fram með þessum búnaði verður að nota annað fallvarnarkerfi, þannig að sá sem er í þjálfun sé ekki í hættu
við að falla óvart til jarðar.
-
Alltaf skal nota viðeigandi persónuhlífar þegar verið er að setja upp, nota eða hafa eftirlit með búnaðinum/kerfinu.
97
IS