Til að stilla af stjórnbúnaðinn Purion 200 skal losa lítillega
um festiskrúfu (8) festingarinnar (7) þar til hægt er að snúa
henni á stýrinu. Stilltu stjórnbúnaðinn af og hertu
festiskrúfuna (8) síðan aftur varlega.
Rafmagnstenging stjórntölvunnar
Ef rafhlaða með nægilegri hleðslu er í rafhjólinu og kveikt er á
því er innbyggðu rafhlöðunni í stjórntölvunni séð fyrir orku og
hún hlaðin.
Þegar mjög lítil hleðsla er á innbyggðu rafhlöðunni í
stjórntölvunni er hægt að nota greiningartengið (9) og USB
Type-C®-snúru til að hlaða með ferðarafhlöðu eða öðrum
aflgjafa (hleðsluspenna 5 V; hleðslustraumur hám. 600 mA).
Alltaf skal setja lokið yfir greiningartengið (9) til að koma í
veg fyrir að ryk og raki berist inn í það.
Kveikt og slökkt á rafhjólinu
Kveikt er á rafhjólinu með því að ýta á hnappinn til að
kveikja/slökkva (1). Þegar hreyfimyndin fyrir ræsingu er búin
að birtast er rafhjólið tilbúið til notkunar.
Birtustiginu á skjánum er stjórnað með birtuskynjaranum
(3). Verður því að gæta þess að ekkert sé fyrir
birtuskynjaranum (3).
Kveikt er á drifinu um leið og stigið er á fótstigið (nema þegar
stillt er á akstursstillinguna OFF). Afl drifsins fer eftir því
hvaða akstursstillingu er stillt á.
Við venjulega notkun er slökkt á stuðningi frá drifinu um leið
og hætt er að stíga á fótstigið eða um leið og hraðinn nær
25/45 km/h. Kveikt er sjálfkrafa aftur á drifinu um leið og
stigið er á fótstigið og hraðinn fer niður fyrir 25/45 km/h.
Slökkt er á rafhjólinu með því að ýta stuttlega (< 3 sek.) á
hnappinn til að kveikja/slökkva (1).
Ef ekki er óskað eftir afli frá drifinu í 10 mínútur (t.d. vegna
þess að rafhjólið er kyrrstætt) og ekki er ýtt á hnapp slekkur
rafhjólið sjálfkrafa á sér.
Notkun
Upplýsingar um virkni hnappanna á stjórnbúnaðinum
Purion 200 koma fram í eftirfarandi yfirliti.
Valhnappurinn gegnir tvenns konar hlutverki eftir því hversu
lengi honum er haldið inni.
Flett til vinstri
Flett til hægri
Stuðningur aukinn/flett upp
Stuðningur minnkaður/flett niður
Bosch eBike Systems
Valhnappur/stillingavalmynd opnuð á stöðuskjá (ýtt)
Flýtivalmynd opnuð (úr hvað skjámynd sem er nema
stöðuskjá) (haldið inni > 1 sek.)
Athugaðu: Með hnappinum
er hægt að staðfesta
villukóða.
Athugaðu: Allar myndir af notendaviðmótinu og vísanir í
texta í notendaviðmótinu miðast við núverandi útgáfu
hugbúnaðarins. Þegar hugbúnaðurinn er uppfærður getur
verið að breytingar verði á myndrænni framsetningu, texta í
notendaviðmótinu og/eða eiginleikum.
Stöðuskjár
Af upphafsskjánum er farið yfir í stöðuskjáinn með því að ýta
á hnappinn
.
80%
eMTB
10:45
Settings
(a)
Hleðslustaða á rafhlöðu (stillanleg)
(b)
Akstursstilling
(c)
Ljós á hjóli
(d)
Tenging við farsíma
(e)
Staða tengingar
(f)
Stillingavalmynd
(g)
Klukkan
Stillingavalmyndin opnuð
Úr þessari skjámynd er hægt að fara í stillingavalmyndina.
Ýttu á hnappinn
til að opna stillingavalmyndina.
Athugaðu: Ekki er hægt að opna stillingavalmyndina á ferð.
Í stillingavalmyndinni <Settings> er að finna eftirfarandi
valmyndaratriði:
– <My eBike>
Hér er eftirfarandi valmyndaratriði að finna.
▪ <Range reset>
Hér er hægt að endurstilla gildið fyrir drægi.
▪ <Auto trip reset>
Hér er hægt að stilla tímabil fyrir núllstillingu á
dagskílómetrum.
▪ <Wheel circumf.>
Hér er hægt að breyta gildinu fyrir ummál afturhjóls eða
endurstilla það á sjálfgefna stillingu.
▪ <Service>
Hér er sýnt hvenær næsta þjónustuskoðun á að fara
fram, ef söluaðilinn hefur stillt það inn.
▪ <Components>
Hér eru sýndir uppsettir íhlutir ásamt útgáfunúmerum.
Íslenska – 3
(a)
(b)
(c)
(d)
(e)
(f)
(g)
0 275 007 3RP | (02.05.2024)