Öryggisleiðbeiningar
Lesa skal allar öryggisupplýsingar og
leiðbeiningar. Ef ekki er farið að í samræmi við
öryggisupplýsingar og leiðbeiningar getur það
haft í för með sér raflost, eldsvoða og/eða
alvarlegt líkamstjón.
Geyma skal allar öryggisupplýsingar og leiðbeiningar til
síðari nota.
Þegar talað er um rafhlöðu rafhjóls í þessari
notendahandbók er átt við allar upprunalegar Bosch-
rafhlöður fyrir rafhjól sem tilheyra kynslóðinni the smart
system.
Þegar talað er um drif og drifeiningu í þessari
notendahandbók er átt við allar upprunalegar Bosch-
drifeiningar sem tilheyra kynslóðinni the smart system.
Lesa og fylgja skal öryggisupplýsingum og
u
leiðbeiningum í öllum notendahandbókum fyrir búnað
rafhjólsins sem og í notendahandbók rafhjólsins.
Ekki reyna að festa skjáinn eða stjórnbúnaðinn á ferð!
u
Ekki skal láta skjá stjórnbúnaðarins beina athyglinni
u
frá umferðinni, sérstaklega það sem birtist á skjánum
við tilteknar aðstæður. Birting akstursupplýsinga má
ekki verða til þess að ekki sé sýnd nægileg aðgát þegar
hjólað er. Ef þú ert ekki með hugann við umferðina í
kringum þig er hætta á að þú lendir í slysi. Ef þú vilt gera
meira í stjórnbúnaðinum en að breyta um akstursstillingu
skaltu stöðva hjólið fyrst.
Stilla skal birtustigið á skjánum þannig að mikilvægar
u
upplýsingar á borð við hraða eða viðvörunartákn sjáist
greinilega. Ef birtustigið á skjánum er ekki rétt stillt getur
það skapað hættu.
Ekki má nota stjórnbúnaðinn sem handfang. Ef
u
rafhjólinu er lyft upp með stjórnbúnaðinum getur hann
orðið fyrir óafturkræfum skemmdum.
Aðeins má nota teymingarhjálpina þegar rafhjólið er
u
teymt. Ef hjól rafhjólsins snerta ekki jörðu þegar
teymingarhjálpin er notuð skapast slysahætta.
Þegar kveikt er á teymingarhjálpinni snúast fótstigin
u
hugsanlega líka. Þegar kveikt er á teymingarhjálpinni
þarf að gæta þess að fæturnir séu nægilega langt frá
fótstigunum sem snúast. Hætta er á meiðslum.
Þegar teymingarhjálpin er notuð skal gæta þess að
u
hafa alltaf góða stjórn á rafhjólinu og gott tak á því. Við
tiltekin skilyrði getur teymingarhjálpin hætt að virka (t.d.
vegna hindrunar á fótstiginu eða ef fingurinn fer óvart af
hnappinum á stjórntölvunni). Rafhjólið getur skyndilega
farið aftur á bak í átt að notanda eða oltið á hliðina. Af
þessu getur stafað hætta fyrir notandann, sérstaklega ef
farmur er á hjólinu. Þegar teymingarhjálpin er notuð
verður að gæta þess að lenda ekki í þannig aðstæðum
með rafhjólið að notandinn ráði ekki við það!
Ekki setja rafhjólið á hvolf á stýrið og hnakkinn þegar
u
stjórntölvan eða festing hennar standa út fyrir stýrið.
Stjórntölvan eða festingin geta orðið fyrir varanlegu tjóni.
Bosch eBike Systems
Ekki má tengja hleðslutæki við rafhlöðu rafhjólsins ef
u
skjárinn á stjórntölvunni eða hjólatölvunni sýnir
alvarlega villu. Annars er hætta á að rafhlaða rafhjólsins
eyðileggist, kviknað getur í rafhlöðu rafhjólsins og alvarleg
brunameiðsl og aðrir áverkar geta hlotist af.
Stjórntölvan býður upp á þráðlausa tengingu. Virða
u
skal staðbundnar takmarkanir á notkun, t.d. í
flugvélum og á sjúkrahúsum.
Varúð! Þegar stjórntölvan er notuð með Bluetooth® geta
u
komið upp truflanir í öðrum tækjum og kerfum, flugvélum
og lækningatækjum (t.d. hjartagangráðum og
heyrnartækjum). Einnig er ekki hægt að útiloka skaðleg
áhrif á fólk og dýr í nánasta umhverfi. Ekki má nota
stjórntölvuna með Bluetooth® nálægt lækningatækjum,
bensínstöðvum, efnageymslum, svæðum þar sem er
sprengihætta og á svæðum þar sem er sprengt. Ekki má
nota stjórntölvuna með Bluetooth® í flugvélum. Forðast
skal að nota búnaðinn í lengri tíma í senn nálægt
líkamanum.
Orðmerkið Bluetooth® og myndmerkin (nafnmerkin) eru
u
skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. Öll notkun
þessa orðmerkis/þessara myndmerkja af hálfu Robert
Bosch GmbH, Bosch eBike Systems er samkvæmt leyfi.
Fylgja skal gildandi reglum um skráningu og notkun
u
rafhjóla á hverjum stað.
Upplýsingar um persónuvernd
Þegar rafhjólið er tengt við Bosch DiagnosticTool 3 eða
þegar skipt er um hluta rafhjólsins er tæknilegum
upplýsingum um rafhjólið þitt (t.d. um framleiðanda, gerð,
auðkenni hjólsins, stillingagögn) og notkun þess (t.d. um
heildartíma á ferð, orkunotkun, hitastig) miðlað til Bosch
eBike Systems (Robert Bosch GmbH) í því skyni að vinna úr
fyrirspurn frá þér, veita þjónustu eða stuðla að vöruþróun.
Frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að
finna á www.bosch-ebike.com/privacy-full.
Athugaðu: Til að gera textann læsilegri eru sum gildi sýnd án
tugabrota. Þau eru þá námunduð upp eða niður.
Íslenska – 1
0 275 007 3RP | (02.05.2024)