ResMed Remote Alarm II samanstendur af eftirfarandi hlutum:
• Remote Alarm • Veggfesting.
Aukabúnaður:
• 2 m, 5 m, 10 m og 20 m viðvörunarsnúra.
Valfrjáls aukabúnaður:
• 30 m kapall fyrir viðvörunarkerfi sjúkrahússins
Finna má lista yfir samhæf tæki fyrir Remote Alarm II,
sjá leiðbeiningar um aukabúnað á vefsíðu www.resmed.com,
undir Ventilation Devices (öndunarvörur). Hafðu samband
við fulltrúa ResMed ef þú getur ekki skoðað vefsíðuna.
Uppsetning
Uppsetning rafhlaðna fyrir notkun
Sjá mynd B
1. Opnaðu rafhlöðuhlífina aftan á Remote Alarm með því að ýta
á lásinn og ýta hlífinni í burtu.
2. Settu tvær AA 1,5V rafhlöður í (fylgja ekki með).
3. Settu rafhlöðuhlífina á og tryggðu að hún smelli á sinn stað.
Hljóðmerki heyrist einu sinni þegar rafhlöðurnar eru settar inn.
4. Ýttu á
til að athuga virkni viðvörunarinnar. Sjá leiðbeiningar
í Prófun á Remote Alarm.
Ath.: Við venjulegar notkunaraðstæður ættu nýjar hágæða LR6
(AA stærð) rafhlöður að keyra Remote Alarm í um það bil 12 vikur.
Tenging við öndunarvél
Sjá mynd C
1. Tengdu annan enda viðvörunarsnúrunnar við (3 pinna)
inntakstengið á Remote Alarm.
2. Tengdu hinn endann við (5 pinna) úttakstengið sem er aftan
á öndunarvélinni. Þegar búið er að tengja mun hljóðmerki
heyrast og LED-ljósið fyrir góða rafhlöðu blikkar einu sinni
á 10 sekúndna fresti.
3. Þegar uppsetningu er lokið, ýttu á
Remote Alarm. Sjá leiðbeiningar í Prófun á Remote Alarm.
VARÚÐ
Remote Alarm snúran er með læsitengi sem þarf að ýta
inn eða toga út. Til að fjarlægja snúruna úr öndunarvélinni
skaltu toga varlega í tengið. Ekki snúa upp á ytra byrði þess.
Þegar viðvörun er virkjuð
1. Athugaðu ástand sjúklings.
2. Skoðaðu viðvörunarskilaboðin á viðvörunarskjánum á öndunarvélinni.
3. Fylgdu hjálpinni á skjánum (ef hún er til staðar) eða skoðaðu
hlutann Villuleit í notendahandbókinni sem fylgir öndunarvélinni.
Tenging við annað Remote Alarm tæki
Sjá mynd D
Ef þörf krefur er hægt að tengja annað Remote Alarm við fyrsta
Remote Alarm tækið til að hægt sé að hafa Remote Alarm í tveimur
herbergjum eða stöðum.
1. Tengdu Remote Alarm í samræmi við leiðbeiningarnar
í Tenging við öndunarvél.
2. Tengdu annan enda viðvörunarsnúrunnar við úttakstengið
(5 pinna) í fyrsta Remote Alarm tækinu.
206
til að athuga virkni