Notandi ber ábyrgð á öllum slíkum skemmdum eða
meiðslum af hvaða tagi en ekki framleiðandinn.
Vinsamlegast athugið að vélar okkar eru ekki gerðar
samkvæmt reglugerðum til notkunar í atvinnuskyni, af
fagmönnum eða í iðnaði.
Við tökum ekki á okkur neins konar ábyrgð ef vélin
er notuð í atvinnuskyni, af fagmönnum eða í iðaði né
neinni sambærilegri notkun við það
5. Öryggisupplýsingar
m Viðvörun! Við notkun á raftækjum þarf að gera
eftirfarandi skyldubundnar öryggisráðstafanir til að
tryggja vörn gegn raflosti, slysum og bruna. Lesið
allar leiðbeiningarnar áður en þið hefjið notkun
á tækinu og geymið þessar öryggisleiðbeiningar
vandlega.
Vinnið með öryggi í fyrirrúmi
1. Hafið vinnusvæði ykkar í góðu lagi
- Óreiða á vinnusvæði getur valdið slysum.
2. Takið tillit til áhrifa frá umhverfinu
- Látið raftæki ekki vera úti í rigningu.
- Notið ekki raftækin við rakar eða votar
aðstæður. Hætta vegna raflosts!
- Gætið þess að lýsing sé góð á vinnusvæðinu.
- Notið ekki raftækin þar sem brunahætta eða
sprengihætta er til staðar.
3. Verjist raflosti
- Forðist að snerta jarðtengda hluti (t.d. rör, ofna,
rafmagnshitara, kælitæki) með líkamanum.
4. Látið börn ekki koma nálægt!
- Leyfið ekki öðrum aðilum að snerta tækið og
rafleiðslur þess haldið þeim frá vinnusvæðinu.
5. Geymið ónotuð rafmagnsverkfæri á öruggum stað
- Tæki sem ekki eru í notkun á að geyma á
þurrum og læstum stað sem liggur hátt og þar
sem börn ná ekki til.
6. Forðist að setja yfirálag á rafmagnsverkfærið
- Vinnan gengur betur og öruggar fyrir sig innan
uppgefinna afkastamarka.
7. Notið viðeigandi fatnað
- Gætið þess að klæðast ekki neinum fatnaði
eða nota skartgripi sem gætu orðið fastir í
hreyfanlegum hlutum.
- Ef unnið er úti við er mælt með að nota
gúmmíhanska og staman skófatnað.
- Notið hárnet ef þið eruð með langt hár.
8. Notið rafmagnssnúruna ekki í öðrum tilgangi en
tilætluðum
- Kippið ekki í rafmagnssnúruna til þess að taka
hana úr sambandi við innstunguna.
Hlífið rafmagnssnúrunni fyrir hita, olíu og
skörpum brúnum.
9. Hirðið vel um verkfærin
- Haldið loftþjöppunni hreinni til að tryggja góða
og örugga vinnu.
www.scheppach.com / service@scheppach.com / +(49)-08223-4002-99 / +(49)-08223-4002-58
All manuals and user guides at all-guides.com
- Fylgið viðhaldsreglum.
- Aðgætið rafmagnssnúru rafmagnsverkfærisins
reglulega tog látið löggildan fagmann sjá um að
lagfæra skemmdir.
- Farið reglulega yfir framlengingarsnúrur og
skiptið um þær ef þær eru skemmdar.
10. Takið rafmagnsklóna alltaf úr sambandi
- Þegar raftækið er ekki í notkun, áður en viðhald
hefst og við útskipti á verkfærum.
11. Forðist að gangsetja vélina að nauðsynjalausu
- Gangið úr skugga um að þegar rafmagnsklóin er
sett í samband sé slökkt á rofa vélarinnar.
12. Við vinnu utanhúss skal nota framlengingarkapal
- Utanhúss skal aðeins nota leyfilega og
vottmerkta framlengingarkapla.
- Aðeins skal nota snúrukefli þannig að snúran sé
undin ofan af keflinu.
13. Haldið ávallt vöku
- Fylgist með því sem gert er. Sýnið skynsemi víð
störf. Notið rafmagnsverkfærið ekki ef þið getið
ekki einbeitt ykkur.
14. Farið yfir rafmagnsverkfærið með tilliti til
hugsanlegra skemmda
- Við frekri notkun tækisins þarf að fara vandlega
yfir öryggisbúnað eða lítið skemmda hluti og
aðgæta hvort þeir starfi hnökralaust.
- Gangið úr skugga um að hreyfanlegir hlutir virki
hnökralaust og séu ekki klemmdir fastir og hvort
hlutir séu skemmdir. Allir hlutir verða að vera
rétt ásettir og uppfylla öll skilyrði til að tryggja
hnökralausa notkun rafmagnsverkfærisins.
- Gera þarf við skemmdan öryggisbúnað og
einstaka hluti eða skipta þeim út á réttan hátt á
viðurkenndu fagverkstæði.
- Láta þarf þjónustuverkstæði skipta um skemmda
rofa.
- Notið aldrei bilaðar eða skemmdar
rafmagnsleiðslur.
- Notið ekki nein rafmagnsverkfæri sem eru með
bilaðan rofa þannig að ekki sé hægt að kveikja
eða slökkva á því.
15. Látið viðurkenndan rafvirkja gera við
rafmagnsverkfærið
- Þetta rafmagnsverkfæri er í samræmi við
viðkomandi öryggisreglugerðir. Aðeins skal láta
löggildan rafvirkja framkvæma viðgerðir og nota
við það upprunalega varahluti; annars getur
skapast slysahætta fyrir notandann.
16. Viðvörun!
- Af öryggisástæðum skal aðeins nota
aukabúnað og aukatæki sem getið er um í
notkunarleiðbeiningunum eða framleiðandi
mælir með eða gefur upp.
Notkun annarra verkfæra og aukabúnaðar
en getið er um í notkunarhandbókinni eða
vörulistanum getur valdið þér slysahættu.
17. Hávaði
- Notið heyrnahlífar við notkun loftþjöppunnar.
IS | 137