1. Kynning
Framleiðandi:
scheppach
Fabrikation von Holzbearbeitungsmaschinen GmbH
Günzburger Straße 69
D-89335 Ichenhausen
Kæri viðskiptavinur,
Við vonum að nýja tækið þitt færi þér mikla gleði og
velgengni.
Athugasemd:
Samkvæmt viðeigandi lögum um skaðabætur er
framleiðandinn ekki skaðabótaskyldur ef tækið
skemmist vegna:
• Óvarlegrar meðhöndlunar,
• Ekki farið eftir leiðbeiningum við notkun,
• Ef þriðji aðili gerir við tækið, en ekki viðurkenndir tæknimenn,
• Samsetning og ísetning varahluta sem ekki eru upprunalegir,
• Tækið notað á annan hátt en tilgreindur er,
• Bilun í rafkerfinu sem verður vegna þess að ekki var farið
eftir reglum um rafmagn og VDE reglum 0100, DIN 57113/
VDE0113.
Við mælum með:
Lestu í gegnum allan textann í notkunarleiðbeiningunum
áður en þú setur tækið saman og byrjar að nota
það. Notkunarleiðbeiningarnar eru ætlaðar til að
hjálpa notandanum að verða kunnugur vélinni og
notfæra sér notkunarmöguleika þess í samræmi við
það sem mælt er með. Notkunarleiðbeiningarnar
innihalda mikilvægar upplýsingar um það hvernig
eigi að nota vélina örugglega, faglega og sparlega,
hvernig á að komast hjá hættu, dýrum viðgerðum,
stytta bilunartíma og hvernig a að auka áreiðaleika
og þjónustulíf vélarinnar. Í viðbót við öryggisreglur í
notkunarleiðbeiningunum, verður þú að fylgja þeim
notkunarreglum sem eiga við notkun á svona vél í þínu
landi. Hafðu pakkann með notkunarleiðbeiningunum
alltaf við vélina og geymdu hann í plasthlíf til að
vernda hann fyrir óhreinindum og bleytu. Lestu
notkunarleiðbeiningarnar í hvert skipti áður en þú
notar vélina og fylgdu upplýsingunum þar vandlega.
Vélina mega aðeins þeir nota sem hafa lært á vélina
og sem eru upplýstir um hætturnar við að nota hana.
Skilyrðum um lágmarksaldur verður að fylgja.
Til viðbótar við öryggisupplýsingar sem fylgja
notkunarleiðbeiningunum og sérstökum reglugerðum
lands þíns, verður að skoða almennt viðurkenndar
tæknireglur fyrir notkun á svipaðar vélar.
Engin ábyrgð ert ekin á óhöppum eða meiðslum
sem kunna að verða með þv íað hunsa þessar
leiðbeiningar og öryggisráð.
136 | IS
www.scheppach.com / service@scheppach.com / +(49)-08223-4002-99 / +(49)-08223-4002-58
All manuals and user guides at all-guides.com
2. Yfirlit (Mynd 1 - 4)
Flutningshandfang
1.
Þrýstirofi
2.
Þrýstikútur
3.
Standfótur
4.
5.
Húshlíf
Mótor
6.
Loftsía
7.
Yfirálags-/ útsláttarrofi
8.
Olíutappi
9.
9.1 olíu filler
Olíustöðumælir / olíuafrennsli
10.
11.
Afrennslisskrúfa fyrir þéttivatn
Öryggisloki
12.
Þrýstimælir (sjá má ketilþrýsting)
13.
Þrýstimælir (sjá má stilltan þrýsting)
14.
Hraðtengi (stýrður loftþrýstingur)
15.
Þrýstistillir
16.
Rofi til að kveikja/slökkva
17.
A
Skrúfa
B
Skífa
C
Hlíf loftsíu
D
Loftsíuhylki
E
Síukjarni
F
Olíuflaska
3. Umbúðir fjarlægðar
• Opnið pakkninguna og takið tækið varlega út.
• Fjarlægið allt sem er í pakkningunni sem og
pakkninguna og hlífarnar sem voru í sendingunni
(ef þess þarf).
• Athugið hvort ekki hafi allt komið með sendingunni.
• Athugið hvort tækið og fylgihlutirnir hafi skemmst í
flutningunum.
• Geymið pakkninguna þangað til ábyrgðin hefur
runnið út ef mögulegt er.
ATHUGIÐ
m
Tækið og annað innihald pakkningarinnar eru
ekki leikföng! Börn mega ekki leika sér með
plastpoka, filmur og smáhluti! Það er hætta á að
þau kyngi þeim og að þau kafni!
4. Rétt notkun
oftþjappan er til þess að mynda þrýstiloft fyrir
L
þrýstiloftknúin verkfæri sem nota má með allt að um
130 l/mín. loftmagni (t.d. hjólbarðapumpur, loftbyssur
og lakkbyssur). Vegna takmarkaðs loftmagns er ekki
mögulegt að nota verkfæri sem þurfa mjög mikið loft
(t.d. juðara, kvarnir og höggskrúfjárn).
Aðeins má nota vélina í samræmi við tilætlaða notkun.
Öll önnur notkun er ekki í samræmi við tilætlaða
notkun.