Outdoorchef GENEVA 570 G Mode D'emploi page 103

Masquer les pouces Voir aussi pour GENEVA 570 G:
Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 25
VIÐHALD
Reglubundið viðhald grillsins tryggir rétta virkni.
Athugið alla hluta sem leiða gas að minnsta kosti tvisvar á ári og í hvert sinn eftir langan tíma í geymslu. Kóngulær og önnur skordýr geta
valdið stíflum sem verður að lagfæra fyrir notkun.
Ef grillið er oft dregið yfir ójöfnur skal kanna af og til hvort allar skrúfur eru fastar.
Ef grillið er ekki notað í lengri tíma skal framkvæma LEKAPRÓFUN áður en það er tekið í notkun á ný. Ef spurningar vakna skal snúa sér til
umboðsaðila gassins eða sölustaðar.
Til að forðast skemmdir vegna tæringar skal smyrja alla málmhluta með olíu áður en grillið er sett í geymslu í lengri tíma.
Eftir langan geymslutíma og a.m.k. einu sinni á grilltímabilinu skal athuga gasslönguna með tilliti til sprungna, brota og annarra skemmda.
Skiptið strax um skemmda gasslöngu eins og lýst er í kaflanum ÖRYGGISUPPLÝSINGAR.
Berið viðarolíu á alla viðarhluta einu sinni á ári – það vinnur gegn sprungumyndun.
Hlífið grillinu fyrir umhverfisáhrifum með hentugri yfirbreiðslu frá OUTDOORCHEF sem sett er á eftir að grillið hefur kólnað að fullu.
Til að koma í veg fyrir raka skal fjarlægja yfirbreiðsluna eftir rigningu. Yfirbreiðslur fást hjá söluaðilum.
GERT VIÐ BILUN
Það kviknar ekki á brennaranum:
Athugið hvort opið er fyrir gasstreymið á kútnum.
Gangið úr skugga um að nóg gas sé á kútnum.
Athugið hvort neistar frá rafskautinu hlaupa yfir í brennarann.
Enginn neisti:
Gangið úr skugga um að rafhlaðan hafi verið sett rétt í (á grillum með rafkveikingu).
Fjarlægðin milli brennara og rafskauts má ekki vera meiri en 5–8 mm.
Athugið hvort snúrur í rafkveikingu og rafskauti eru vel festar.
Setjið nýja rafhlöðu (gerð AAA, LR03, 1,5 volt) í rafkveikinguna (á grillum með rafkveikingu).
Ef ekki tekst að koma grillinu í gang með framangreindum úrræðum skal hafa samband við sölustað.
NOTENDAÁBYRGÐ / ÁBYRGÐ
Fyrir nánari upplýsingar um neytendaábyrgðina / ábyrgðina, vinsamlegast vísaðu til almennra skilmála og skilyrða undir
https://www.outdoorchef.com/agb
Eftirfarandi fyrirtæki er fulltrúi fyrir skráða vörumerkið OUTDOORCHEF
Outdoorchef AG | Eggbühlstrasse 28 | Postfach | 8050 Zürich-Schweiz | www.outdoorchef.com
*
Listi yfir söluaðila er á vefsíðunni okkar á OUTDOORCHEF.COM
**
Raðnúmer og vörunúmer eru á upplýsingalímmiðanum á grillinu
(sjá fyrsta kafla í þessum NOTKUNARLEIÐBEININGUM).
103
OUTDOORCHEF.COM

Publicité

Table des Matières
loading

Table des Matières