Umhirða, viðhald og geymsla
•
Þrífðu grillið reglulega milli þess sem það er
notað og sérstaklega eftir að það hefur staðið
óhreyft lengi.
•
Gættu þess að grillið og allir hlutar þess séu
orðnir kaldir áður en grillið er þrifið.
•
Aldrei hella vatni yfir grillið á meðan það er enn
heitt.
•
Snertu aldrei heitt grill með berum höndum.
•
Breiddu alltaf yfir grillið þegar það er ekki í
notkun. Geymdu grillið í skýli eða skúr til að
vernda það gegn veðrun.
•
Sólarljós, vatn og saltvatn getur allt valdið
skemmdum á grillinu. (Í sumum tilfellum er
yfirbreiðsla ekki nóg).
•
Til að lengja líftíma grillsins og halda því við,
mælum við sterklega með að breitt sé yfir það
ef það stendur úti í lengri tíma, sérstaklega yfir
vetrartímann.
•
Áður en grillið er sett í geymslu til lengri tíma,
skaltu ganga úr skugga um að aska og kol séu
fjarlægð úr grillinu.
21