is
DEROS II
Þyngd
Verndarstig
Upplýsingar um hljóðstyrk og titring
Mæld gildi má nota til þess að bera eitt tæki saman við annað og við bráðabirgðamat á váhrifum.
DEROS II
Hljóðþrýstingsstig (L
Hljóðstyrksstig (L
Óvissuþáttur hljóðmælingar K
Útgeislunargildi titrings a
Óvissuþáttur titrings K
Tæknilýsingar geta breyst án fyrirvara. Gerðin getur verið breytileg eftir markaðssvæðum.
*
Gildi tilgreind í töflunni eru fengin úr tilraunum á tilraunastofu í samræmi við upplýsta kóða og staðla og eru ekki
fullnægjandi við mat á áhættu. Gildi mæld á ákveðnum vinnustað geta reynst hærri en tilgreind gildi. Raungildi váhrifa
og það umfang hættu eða tjóns sem einstaklingurinn getur orðið fyrir er bundið við hverjar aðstæður fyrir sig og háð
nánasta umhverfi, starfsfyrirkomulagi einstaklingsins, því efni sem unnið er með, skipulagi vinnustöðvar og líkamlegu
ásigkomulagi notandans og váhrifatíma. Mirka Ltd ber enga ábyrgð á afleiðingum þess að notfæra sér tilgreind gildi
í stað raungilda váhrifa við hvaða einstaklingsbundið áhættumat sem er.
Hægt er að afla frekari vinnuvistfræðilegra og öryggisupplýsinga á eftirfarandi vefsetrum:
https://osha.europa.eu/en (Evrópa) eða http://www.osha.gov (Bandaríkin)
Vinnustöðvar
Ætlast er til þess að verkfærið sé notað sem handverkfæri. Alltaf er mælt með því að nota verkfærið á meðan staðið er á
föstu undirlagi. Það má nota verkfærið í hvaða stöðu sem er en áður en vinnsla hefst verður notandinn að standa öruggum
fótum, hafa gott tak á verkfærinu og gera sér grein fyrir því að tækið getur tekið kipp vegna snúningsátaks. Sjá kaflann
Leiðbeiningar um notkun .
Hvernig á að hefjast handa
Þegar verkfærið er tekið úr umbúðum sínum skal þess gætt að það sé óskemmt, fullbúið og hafi ekki skemmst í flutningum.
Notaðu aldrei skaddað verkfæri.
Kannaðu fyrir notkun hvort bakpúðinn sé rétt settur á og hertur nægjanlega. Tengdu rafmagnsleiðsluna við tækið. Stingdu
rafmagnsleiðslunni í samband við rafmagn (220 240 VAC, 50 60Hz).
Mælt er með því að nota tækið með Mirka-ryksugu (eða öðrum viðeigandi ryksugubúnaði) og Mirka-netslípivörum til
þess að nýta sem best afl þess. Grundvöllur Mirka-slípilausna án ryks er sá að nota Mirka-slípivélar, netslípilausnir og
Mirka-ryksugu.
Rafmagnsleiðslan frá tækinu er tengd við raftengið framan á ryksugunni. Sé rafmagnsleiðsla tækisins tengd við raftengið
á ryksugunni er hægt að nýta sér sjálfvirka ræsingu hennar.
Leiðbeiningar um notkun
Ætlast er til þess að verkfærið sé notað sem handverkfæri. Hægt er að nota verkfærið í hvaða stöðu sem er. Athugasemd!
Slípivélin getur myndað snúningsátak þegar hún er sett í gang.
Gættu þess að slökkt sé á slípivélinni. Veldu viðeigandi svarfskífu og festu hana tryggilega við bakpúðann. Gættu þess
að svarfskífan sé miðjustillt á bakpúðanum. Við mælum með Mirka-bakpúða og Mirka netslípivörum til þess að ná sem
bestum árangri.
Ræsið juðarann með því að þrýsta á Á/Af-hnappinn, sjá mynd 1. Fjölnota LED-gátljós juðarans blikkar nú grænu ljósi,
sjá mynd 1.
Nú er hægt að setja slípivélina í gang með því að þrýsta á handfangið.
118
Mirka® DEROS II 325, 350, 550, 625, 650, 680 & 750
325
350
0,8 kg
0,8 kg
I
I
325
)
67 dB(A)
pA
)
78 dB(A)
WA
3,0 dB(A)
WA
*
2
3,1 m/s
h
*
2,0 m/s
2
PA
550
625
1 kg
1 kg
I
I
350
550
625
67 dB(A)
71 dB(A)
71 dB(A)
78 dB(A)
82 dB(A)
82 dB(A)
3,0 dB(A)
3,0 dB(A)
3,0 dB(A)
2
2
3,3 m/s
3,2 m/s
2,4 m/s
1,5 m/s
2
1,5 m/s
2
1,5 m/s
650
680
1,1 kg
1,1 kg
I
I
650
680
71 dB(A)
71 dB(A)
82 dB(A)
82 dB(A)
3,0 dB(A)
3,0 dB(A)
2
2
2
3,4 m/s
3,5 m/s
2
1,5 m/s
2
1,5 m/s
2
750
1,1 kg
I
750
71 dB(A)
82 dB(A)
2,5 dB(A)
2
2,8 m/s
1,5 m/s
2