BYRJIÐ Á AÐ LESA ÞESSAR MIKILVÆGU ÖRYGGISUPPLÝSINGAR!
1
Almennar öryggisleiðbeiningar
Áður en þú hefst handa við uppsetningu:
Vinsamlegast lestu notkunarleiðbeiningarnar og sérstaklega varúðarráðstafanirnar. Geymdu handbókina svo hægt sé að fletta upp í henni síðar og til
að koma henni áfram til seinni eiganda. Eftirfarandi tákn er að finna fyrir framan leiðbeiningarnar til að forða líkamstjóni eða eignatjóni. Lesið þessar
leiðbeiningar gaumgæfilega.
VIÐVÖRUN
Líkamstjón eða eignatjón
Mikilvægar öryggisupplýsingar
Sjálfvirka hurðaopnunarkerfið hefur verið prófað og hannað fyrir örugga notkun, en öryggi er aðeins tryggt ef farið er nákvæmlega eftir öryggisleiðbei-
nin-gunum við uppsetningu og notkun.
•
Sá sem annast uppsetningu (fagmaður) verður að hafa lesið leiðbeiningarnar
vandlega og skilið þær áður en vinna hefst. Áður en byrjað er að nota aflknúna
glugga, hurðir og hlið og að minnsta kosti árlega eftir það skal fagmaður kanna
hvort búnaðurinn er öruggur. Til fagmanna teljast þeir sem á grundvelli fagnáms
og reynslu búa yfir nægilegri þekkingu á sviði aflknúinna glugga, hurða og hliða
og eru það vel kunnugir gildandi reglum um vinnuvernd og almennt viðurkenndum
tæknireglum að þeir geta metið hvort ástand aflknúinna glugga, hurða og hliða er
öruggt.
•
Sá eða sú sem annast uppsetninguna þarf að hafa þekkingu á eftirfarandi stöðlum:
EN 13241, EN 12604, EN 12453.
Þjálfaður sérfræðingur verður að þjálfa stjórnanda vélarinnar í eftirfarandi atriðum:
- Notkun drifsins og þeim hættum sem því fylgja
- Stjórnun handvirks búnaðar fyrir aflæsingu í neyðartilvikum
- Reglulegu viðhaldi, skoðun og umhirðu, og verkefnum stjórnanda
- Stjórnandi þarf að leiðbeina öðrum notendum við notkun drifsins.
Eftir að drifið hefur verið sett upp skal sá sem ber ábyrgð á uppsetningu drifsins,
í samræmi við vélatilskipunina 2006/42/EB, gefa út EB-samræmisyfirlýsingu fyrir
hliðkerfið. CE-merkið og gerðarplatan verða að vera fest við hliðkerfið. Þetta er
einnig áskilið þegar endurbótabúnaður er settur upp á hliði sem er stjórnað hand-
virkt. Einnig þarf að fylla út starfsreglur vegna afhendingar og skoðunarbók.
•
Dyrnar skulu vera jafnvægisstilltar. Það verður að gera við hurðir sem ekki hreyfast
eða eru fastar. Án jafnvægisstillingar eru bílskúrshurðir, hurðafjaðrir, strengir,
diskar, festingar og brautir undir miklu álagi, sem getur orsakað alvarleg meiðsli.
Reynið ekki að losa, hreyfa eða lagfæra hurðina, heldur hafið samband við þjónus-
tumiðstöð eða hurðasérfræðing.
•
Gætið þess að vera ekki með skartgripi, úr eða klæðast víðum fötum við uppset-
ningu eða viðhald á hurðaopnara.
•
Fjarlægið alla strengi og keðjur sem tengjast hurðinni áður en hurðaopnarinn er
settur upp, til að flækjast ekki í þeim því það getur orsakað alvarlegt líkamstjón.
•
Við uppsetningu og rafmagnstengingar skulu bygginga- og rafmagnsreglugerðir
virtar. Þessi búnaður uppfyllir verndarflokk 2 og krefst ekki jarðtengingar.
•
Viðeigandi styrkingar skulu notaðar til að forðast skemmdir á mjög léttum hurðum
(eins og úr trefjagleri, áli eða stáli). Til að gera það skal haft samband við fram-
leiðanda hurðarinnar.
•
Sjálfvirka öryggisbakkkerfið ætti að undirgangast prófun. Bílskúrshurðin VERÐUR
að fara til baka við snertingu við 50mm háa hindrun á jörðu. Sé hurðaopnarinn
VARÚÐ!
VIÐVÖRUN
Hætta vegna rafstraums eða spennu
ekki rétt stilltur getur það leitt af sér alvarlegt líkamstjón þegar bílskúrshurð lokast.
Endurtakið prófið mánaðarlega og gerið allar nauðsynlegar breytingar.
•
Eftirlit skal haft með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki að búnaðinum.
•
Ekki má setja þetta kerfi upp á rökum eða blautum svæðum.
•
Til áminningar fyrir alla notendur um örugga notkun, ætti að festa upp varúðarm-
erkingu til verndar börnum, auk upplýsta veggrofans. Varúðarmer-kingarnar sem
vara við hættunni á að festast skulu staðsettar á vel sýnilegum stöðum.
•
Ekki er ætlast til að búnaðurinn sé notaður af einstaklingum (þar á meðal börnum)
með skerta líkamsgetu, skynfæragetu eða andlega getu eða sem hafa ekki til þess
reynslu og/eða þekkingu, nema að þeir séu undir eftirliti einstaklinga sem bera
ábyrgð á öryggi þeirra eða hafa hlotið leiðbeiningar um hvernig búnaðurinn skuli
notaður.
•
Allar hindranir / læsingar eru afvirkjaðar til að forðast skemmdir á hurðinni.
•
Ef nauðsyn krefur, SKAL stjórnbúnaður settur upp þannig að hann sjáist frá hurðin-
ni og þar sem börn ná ekki til. Börnum ætti ekki að leyfast að nota hnappana eða
fjarstýringar. Misnotkun á hurðaopnaranum getur leitt til alvarlegra meiðsla.
•
Hurðaopnarinn skal AÐEINS notaður ef notandinn getur séð allt svæðið umhverfis
hurðina og sé þess fullviss að engar hindranir séu til staðar og hurðaopnarinn sé
rétt stilltur. Enginn má fara um hurðina á meðan hún hreyfist. Börnum skal ekki
leyft að leika sér nálægt hurðinni.
•
Notið handvirkan sleppibúnað aðeins til að skilja sleðann frá drifinu og – sé það
mögulegt – AÐEINS á meðan dyrnar eru lokaðar. Notið rauða handfangið ekki til
að ýta hurðinni upp eða draga hana niður.
•
Áður en nokkrar viðgerðir eru framkvæmdar eða hlífar fjarlægðar, skal taka
hurðaopnarann úr sambandi við rafmagnsaflgjafa. Viðgerðir og uppsetning rafbú-
naðar mega aðeins vera í höndum vottaðs rafvirkja.
•
Þessari vöru fylgir straumbreytir með sérstakri snúru. Komi til skemmda VERÐUR
að endurnýja hann með upphaflegum straumbreyti og það verður þar til bær
tæknimaður að gera.
•
Notkun neyðarsleppibúnaðar getur leitt til stjórnlausra hreyfinga hurðarinnar, ef
fjaðrirnar eru lélegar eða brotnar eða ef hurðin er ekki í jafnvægi.
•
Festið sleppihandfang neyðarsleppibúnaðarins ekki hærri en 1,80m.
•
Skortur á viðhaldi getur leitt til óöruggs rekstrar.
Geymið þessar leiðbeiningar án undantekninga.
is 2