Forritaðu opnarann þinn og fjarstýringu-
27
na / Þráðlausa hnappinn (valkvæmur)
og lyklalausa opnun (valkvæm)
Virkjaðu opnarann aðeins þegar þú sérð alla hurðina, hún er laus
við hindranir og rétt stillt. Enginn ætti að fara inn í eða yfirgefa bíl-
skúrinn þegar hurðin er á hreyfingu. Leyfið börnum ekki að nota
hnapp(a) eða fjarstýringu/fjarstýringar. Leyfið börnum ekki að leika
sér nálægt hurðinni.
Móttakari bílskúrshurðaopnarans og senditæki fjarstýringarinnar eru stillt
eftir samsvarandi kóða. Ef þú kaupir aukafjarstýringar, verður að
forrita bílskúrshurðaopnarann þannig að hann samþykki nýja
fjarkóðann.
Forritaðu móttakarann þannig að hann samsvari kóðum aukaf-
jarstýringa: Notaðu appelsínugula "LEARN" (Læra) hnappinn
1. Þrýstu á og slepptu appelsínugula "læra" hnappinum á opnaranum.
"Læra" gaumljósið logar stöðugt í 30 sekúndur (1).
2. Innan 30 sekúndna skaltu þrýsta á og halda niðri hnappinum á á
þeirri lófafjarstýringu sem þú vilt nota til að stýra bílskúrshurðinni
þinni (2).
3. Slepptu hnappinum þegar opnaraljósið blikkar. Opnarinn hefur lært
kóðann. Sé ljósaperan ekki uppsett, heyrast tveir smellir (3). Nú fer
opnarinn í gang þegar stutt er á hnappinn á fjarstýringunni. Ef þú
sleppir hnappinum á fjarstýringunni áður en opnaraljósið blikkar,
hefur opnarinn ekki lært kóðann.
Til að eyða öllum kóðum fjarstýringarinnar
Til að afvirkja óæskilega fjarstýringu, skal fyrst eyða öllum kóðum:
Þrýstu á og haltu niðri appelsínugula "læra" hnappinum á opnaranum
þar til slokknar á "læra" gaumljósinu (u.þ.b. 6 sekúndur). Öllum fyrri
kóðum hefur nú verið eytt. Endurforritaðu hverja fjarstýringu eða lyk-
lalausa opnun sem vilt nota.
3ja rása fjarstýring:
Ef hún fylgir bílskúrshurðaopnaranum þínum, er stóri hnappurinn
verksmiðjustilltur til að stjórna honum. Forrita má fleiri hnappa á hvaða
3ja rása fjarstýringu eða örfjarstýringu með breytilegum kóða sem er,
þannig að hún stjórni þessum eða öðrum bílskúrshurðaopnurum með
breytilegum kóða.
ATHUGIÐ: Aðeins ætti að nota upprunalegar fjarstýringar frá fram-
leiðanda. Fjarstýringar sem líta svipað út, en koma ekki frá framleiðan-
danum eru ekki samrýmanlegar. Þess háttar fjarstýringar frá þriðja
aðila leiða til bilana, eins og sjálfsprottinnar opnunar, og ábyrgð á
virkni og öryggi fellur úr gildi.
Forritaðu lyklalausa opnun þína
Virkjaðu opnarann aðeins þegar þú sérð alla hurðina, hún er laus
við hindranir og rétt stillt. Enginn ætti að fara inn í eða yfirgefa
bílskúrinn þegar hurðin er á hreyfingu. Leyfið börnum ekki að nota
hnapp(a) eða fjarstýringu/fjarstýringar. Leyfið börnum ekki að leika sér
nálægt hurðinni.
ATHUGIÐ: Forrita verður nýju lyklalausu opnunina þína til stýringar á
bílskúrshurðaopnaranum þínum.
Forritaðu móttakarann þannig að hann samsvari kóða aukafjarstýringar
Notaðu appelsínugula "LEARN" (Læra) hnappinn:
1. Þrýstu á og slepptu appelsínugula "læra" hnappinum (1) á
opnaranum. "Læra" gaumljósið logar stöðugt í 30 sekúndur.
2. Innan 30 sekúndna, færðu inn fjögurra tölustafa persónulegt
kenninúmer (PIN) að eigin vali á lyklaborðinu (2), þrýstu svo á haltu
niðri ENTER (Færa inn) hnappinum.
3. Slepptu hnappinum þegar opnaraljósið blikkar (3). Hann hefur nú
lært kóðann. Sé ljósaperan ekki uppsett, heyrast tveir smellir.
ATHUGIÐ: Þessi aðferð krefst þess að tveir einstaklingar séu til staðar
ef lyklalausa opnunin er þegar uppsett fyrir utan bílskúrinn.
Notaðu fjölvirka hurðarstjórntækið:
1. Færðu inn fjögurra tölustafa persónulega auðkennisnúmerið (PIN) að
eigin vali á lyklaborðinu, þrýstu svo á ENTER og haltu honum niðri.
2. Á meðan þú heldur niðri ENTER hnappinum, þrýstu á og haltu niðri
LIGHT (Ljós) hnappinum. á fjölvirka hurðarstjórntækinu.
3. Haltu ENTER og LIGHT hnöppunum áfram inni á meðan þú styður á
þrýstistöngina á fjölvirka hurðarstjórntækinu (öllum þremur hnöp-
punum er haldið niðri).
4. Slepptu hnöppunum þegar opnaraljósið blikkar. Opnarinn hefur lært
kóðann. Sé ljósaperan ekki uppsett, heyrast tveir smellir.
7
28
Sérstakir eiginleikar
A. Tenging hurðar inni í hurð
Opnaðu ljóslinsuna. Finndu skaut aukaskynditengis. Settu
rafmagnsvírinn inn í skynditengiskaut 8 og 7.
B. Tenging blikkljósa
Blikkljósin má setja upp hvar sem er. Tengdu ljósaleiðslurnar
við skynditengiskaut 6 og 5. Skaut 5 er jörð.
C. 24 V, hámark 200mA
D. Hálf opnun
Lýsing eiginleika:
Opnunarstaða fyrir vegfaranda, loftræstingu eða gæludýr er stillan-
leg staða annarrar stöðvunar á milli fullrar opnunarstöðu og fullrar
lokunarstöðu bílskúrshurðarinnar. Hálfa opnun má framkvæma með
með stjórnborði (78EML) eða 3ja rása fjarstýringu. Til að virkja og
stilla er tengt 78EML stjórnborð nauðsynlegt.Bílskúrshurðaopnarinn
verður að vera að fullu starfhæfur og uppsettur. Það gæti þurft auk-
abúnað, sem ekki fylgir, til notkunar og forritunar.
Raflagnir 78EML (valkvæmt):
Tengda stjórnborðið verður að vera uppsett á hefðbundinn hátt.
Vinsamlegast skoðaðu notendahandbók fyrir bílskúrshurðaop-
narann þinn. Díóðan á stjórnborðinu verður að vera upplýst.
Virkjun:
1. Veggstýringin er tengd við opnarann og díóðan er upplýst.
2. Bílskúrshurðaopnarinn opnar hurðina að fullu ef hvíti hnappurinn
á stjórnborðinu er notaður.
3. Láttu bílskúrshurðina fara í tilætlaða hæð.
4. Þrýstu á og haltu niðri ljósahnappnum á hurðarstjórnborðinu.
5. Þrýstu á og haltu niðri "Lock" (Læsa) (PED) hnappnum á
hurðarstjórnborðinu.
6. Haltu báðum hnöppum niðri (~10 sekúndur) og bíddu þar til
ljósið á bílskúrshurðaopnaranum blikkar einu sinni, eða þar til þú
heyrir smell (ef engin ljósapera er uppsett).
7. Lokið
8. Prófaðu virknina með því að nota "Lock" (Læsa) (PED) hnappinn
á stjórnborðinu.
Eyða/afvirkja:
1. Veggstýringin er tengd og díóðan á stjórnborðinu er upplýst.
2. Lokaðu bílskúrshurðinni að fullu.
3. Þrýstu á og haltu niðri ljósahnappnum á hurðarstjórnborðinu.
4. Þrýstu á og haltu niðri "Lock" (Læsa) (PED) hnappnum á
hurðarstjórnborðinu.
5. Haltu báðum hnöppum niðri (~10 sekúndur..) og bíddu þar til
ljósið á bílskúrshurðaopnaranum blikkar einu sinni, eða þar til þú
heyrir smell (ef engin ljósapera er uppsett).
6. Lokið
Að forrita fjarstýringuna:
1. Full opnun hurðarinnar er forrituð eins og vanalega, þ.e. með því
að nota ferkantaða SMART (Snjall) hnappinn á opnaranum
þínum. Ef þessar upplýsingar nægja ekki, vinsamlegast lestu þá
leiðbeiningarnar fyrir opnarann.
2. Veldu annan hnapp á stýringunni þinni sem á að opna
bílskúrshurðina þína til hálfs.
1. Þrýstu á og haltu niðri þeim hnappi á fjarstýringunni þinni sem
þú valdir.
2. Þrýstu og haltu niðri ljóshnappnum
3. Þrýstu og haltu niðri stóra hvíta hnappnum á
hurðarstjórntækinu.
• Haltu öllum hnöppum niðri og bíddu þar til ljósið á bílskúr-
shurðaopnaranum blikkar einu sinni, eða þar til þú heyrir smell
(ef engin ljósapera er uppsett).
• Lokið.
3. Haltu áfram með aðra fjarstýringu ef þess gerist þörf.
ATHUGIÐ: Hvaða forritaði fjarhnappur sem er dregur úr fjölda
minnisgista.