Télécharger Imprimer la page

IKEA TILLREDA Serie Mode D'emploi page 35

Masquer les pouces Voir aussi pour TILLREDA Serie:

Publicité

ÍSLENSKA
Við og eftir notkun:
Vinsamlegast gefið gaum að eftirfarandi
leiðbeiningum til að koma í veg fyrir íkveikju og slys.
Látið helluborðið ÁVALLT sitja á sléttu og traustu
yfirborði.
Eftirlit á að vera með börnum til að tryggja að þau
leiki sér ekki með tækið.
Ekki láta eftirfarandi hluti á helluborðið þegar það
er í gangi.
a) Ryðfrítt stál
b) Járn
c) Steypujárn
d) Ál
e) Lok og glerungur
f) Hnífur, gaffall eða skeið
g) Plötu sem er úr járni, ryðfríu stáli, steypujárni
eða áli
h) Tómir pottar
Ekki færa eða hreyfa helluborðið úr stað með
pottum eða pönnum ofan á því á meðan hitun á
sér stað.
Vinsamlegast hafið góða loftræstingu þegar verið
er að elda.
Ekki stinga neinum vírum eða málmhlutum í
loftinntak eða loftúttak tækisins.
Umhirða plötunnar
a) Ekki láta þunga hluti falla á plötuna.
b) Ekki hella vatni, sýru eða vökvi á plötuna.
c) Ekki kveikja eld á plötunni.
d) Ekki láta neina potta eða pönnur á helluborðið
þegar ekki er verið að nota það.
e) Ef yfirborðið (helluborðið) er sprungið skal
slökkva strax á helluborðinu til að forðast
raflost og skila því í næstu IKEA-verslun.
f) Sumir pottar hafa hátt þegar þeir eru notaðir.
Færið pottana aðeins og hljóðið hverfur eða
minnkar. Ef ekki, skiptið þá um potta.
Umhirða og þrif
VIÐVÖRUN!
Slökkvið á tækinu og láta það
kólna áður en það er tekið úr sambandi.
VIÐVÖRUN!
Slökkvið á tækinu og láta það
kólna áður en það er þrifið.
VIÐVÖRUN!
Af öryggisástæðum er mælst til
að tækið sé ekki hreinsað með gufuþrýstibúnaði
eða háþrýstihreinsiefnum.
VIÐVÖRUN!
Oddhvassir hlutir og fægilögur
mun skemma tækið.
Hreinsið tækið og fjarlægja leifar með vatni og
uppþvottaefni eftir hverja notkun.
Fjarlægið einnig leifar af hreinsiefnum!
Rispur eða dökkir blettir á keramikinu sem ekki
er hægt að fjarlægja hafa ekki áhrif á starfsemi
tækisins.
Ekki láta helluborðið á teppi, dúk eða pappír þegar
það er í gangi.
Ekki snerta plötuna á meðan hún er heit. Platan er
enn heit þar til hitavísirinn hverfur, jafnvel þegar
búið er að slökkva á henni.
Ekki taka helluborðið úr sambandi með því að toga
í rafsnúruna.
Slökkva skal á helluborðinu og láta kólna áður
en tekið er úr sambandi. Vinsamlegast takið
rafsnúruna úr sambandi ef helluborðið verður ekki
í notkun í lengri tíma.
Haldið pottum og pönnum frá helluborði eftir
notkun.
Hvernig á að forðast skemmdir á tækinu
Keramikið getur skemmst ef hlutir detta á það eða
pottarnir rekast í það.
Pottar úr steypujárni, steypuáli eða með
skemmdan botn getur rispað keramikið ef þeim er
rennt yfir yfirborðið.
Keramikið getur skemmst ef það dettur á gólfið.
Ekki láta potta eða steikarpönnur að sjóða þurrum
til þess að koma í veg fyrir skemmdir á pottum og
keramik.
Ekki setja tóma potta á plötuna eða hafa hana án
potta.
Setjið aldrei álpappír á hluti á tækið. Setjið aldrei
plast eða önnur efni sem geta bráðnað í eða á
tækið.
VIÐVÖRUN!
Hafið tækið í sambandi þar til
slokknar á viftunni og hitavísinum.
Upplýsingar um akrýlamíð
Mikilvægt! Samkvæmt nýjustu vísindalegri
þekkingu, að steikja matinn mikið, sérstaklega mat
sem inniheldur mikla sterkju, getur talist hættulegt
heilsunni vegna akrýlamíðs. Þess vegna mælum við
með að elda á lægsta mögulega hitanum og ekki
steikja matinn of mikið.
Blettir og erfiðir blettir fjarlægðir:
Fjarlægja ætti strax matvæli sem innihalda
sykur, plast, leifar af álpappír, besta tækið til að
hreinsa gleryfirborð er skafa (fylgir ekki tækinu).
Setjið sköfuna á yfirborð keramiksins í halla og
fjarlægja leifar með því að renna blaðinu yfir
yfirborði. Þurrkið tæki með rökum klút með smá
uppþvottalegi. Nuddið tækið með hreinum þurrum
klút í lokin.
Fjarlægja ætti kalk-, vatns-, fitubletti, glansandi
málmupplitun eftir að tækið hefur kólnað niður
með hreinsiefni fyrir keramik eða ryðfríu stáli.
35
AA-2505273-1

Publicité

loading