Télécharger Imprimer la page

3M Protecta Web Sling AM450/60 Mode D'emploi page 102

Publicité

5.0
SKOÐUN
5.1
SKOÐUNARTÍÐNI: Festingartengið með skal skoða með því millibili sem tekið er fram í hlta 1. Skoðunaraðferðum er
lýst í „Eftirlits- og viðhaldsskrá" (tafla 2).
;
Erfiðar vinnuaðstæður (óblítt umhverfi, langvarandi notkun, o.s.frv.) geta haft í för með sér tíðari skoðun.
5.2
ÓÖRUGGAR AÐSTÆÐUR EÐA GALLAR: Ef gallar koma í ljós við skoðun, skal fjarlægja festingartengið umsvifalaust
úr umferð og farga því til að koma í veg fyrir að það sé notað fyrir slysni. Festingartengi eru ekki viðgerðarhæf.
5.3
LÍFTÍMI VÖRU: Endingartími 3M dragreipa ræðst af vinnuaðstæðum og viðhaldi. Hámarkslíftími getur verið frá 1 ári
við mikla notkun í öfgakenndum aðstæðum til 10 ára ef notkun er lítil og aðstæður eru vægar. Nota má vöruna áfram
svo lengi sem hún stenst skoðunarkröfur og það í allt að 10 ár.
6.0
VIÐHALD, ÞJÓNUSTA OG GEYMSLA
;
Ekki skal þrífa eða sótthreinsa Festingartengi á neinn annan máta en þann sem lýst er í eftirfarandi
„Leiðbeiningum um hreinsun". Aðrar hreinsunaraðferðir geta haft skaðleg áhrif á festingartengið eða notandann.
6.1
HREINSUN: Hreinsunaraðferðir festingartengis eru eftirfarandi:
Reglulega skal hreinsa ytra borð festingartengisins með vatni og mildri sápulausn. Hitastig vatnsins skal ekki fara
umfram 40°C. Komið festingartenginu fyrir þannig að umframvatn geti lekið af því. Þurrhreinsið ekki. Strauið
ekki. Hreinsið merkin eftir þörfum.
Hreinsið líflínuna með vatni og mildri sápulausn. Skolið og látið þorna til fulls. Þurrkið ekki með hita. Líflínan á að
vera þurr áður en hún er dregin aftur inn í blökkina.
;
Notið hreinsiefni án bleikingarefnis þegar festingartengi eru hreinsuð. EKKI skal nota mýkingarefni eða
þurrkarablöð við hreinsun og þurrkun dragreipa
6.2
ÞJÓNUSTA: Festingartengi eru ekki viðgerðarhæf. Ef festingartengið hefur orðið fyrir skemmdum eða álags vegna
falls, eða ef skoðun leiðir í ljós óörugg skilyrði eða galla, verður að taka festingartengið úr notkun og farga því.
6.3
GEYMSLA/FLUTNINGUR: Geymið og flytjið festingartengi á köldum, þurrum og hreinum stað, fjarri beinu sólarljósi.
Forðast skal svæði þar sem efnagufur geta verið til staðar. Skoðið festingartengið vandlega ef það hefur verið geymt í
langan tíma.
7.0
MERKINGAR
Á skýringarmynd 12 má sjá merki festingartengisins. Öll merkin eiga að vera til staðar á festingartenginu.
Upplýsingar á hverri merkingu eru eftirfarandi:
Mynd 12, tilvísun:
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
All manuals and user guides at all-guides.com
Lýsing:
Gerð númer
Raðnúmer
Lotunúmer
Heimilisfang framleiðanda
Sjá leiðbeiningar
Evrópskur staðall
CE-merki
Fjöldi tilkynntra stofa sem framkvæma samræmi við tegund
Lengd
Framleiðslumánuður
Framleiðsluár
Veffang framleiðanda
Geta
102

Publicité

loading