Ábendingar:
- Ef ljóshliðið var rofið verður biðtíminn færður aftur til baka
(hefst frá byrjun).
- Sjálfvirk lokun virkar ekki í stöðunni fyrir aukastöðvun.
- Til þess að hægt sé að gera sjálfvirka lokun virka þarf bílskúrshurð-
aopnarinn að vera kominn í opnu endastöðuna.
Úrræðaleit:
Vandamál: Hurðaopnarinn virkar ekki án ljóshliðs.
Lausn: Engin bilun. Rétt. Hjá þessu verður ekki komist um leið og
ljóshliðið hefur verið tengt.
E.
Hnappar á fjarstýringu tengdir við OPNA, STÖÐVA eða LOKA
Lýsing á virkni:
Hægt er að nota hvaða hnapp sem er á fjarstýringunni fyrir aðger-
ðirnar OPNA, STÖÐVA eða LOKA.
OPNA:
Ýtið samtímis á gula samstillingarhnappinn og OPNA-hnappinn þar til
LED-ljósið kviknar. Ýtið því næst á hnappinn sem óskað er eftir að
stýri aðgerðinni OPNA og bíðið eftir að ljósið á opnaranum blikki.
STÖÐVA:
Ýtið samtímis á gula samstillingarhnappinn og rétthyrnda stillingar-
hnappinn þar til LED-ljósið kviknar. Ýtið því næst á hnappinn á
fjarstýringunni sem óskað er eftir að stýri aðgerðinni STÖÐVA og bíðið
eftir að ljósið á opnaranum blikki.
LOKA:
Ýtið samtímis á gula samstillingarhnappinn og NIÐUR-hnappinn þar til
LED-ljósið kviknar. Ýtið því næst á hnappinn á fjarstýringunni sem
óskað er eftir að stýri aðgerðinni LOKA og bíðið eftir að ljósið á
opnaranum blikki.
F.
Þráðlaust, lyklalaust aðgangskerfi
(aðeins með 747REV þráðlausri kóðalæsingu):
Veljið persónulegan 4 stafa talnakóða fyrir notkun hurðarinnar.
G.
Tímabundinn aðgangur
(aðeins með 747REV þráðlausri kóðalæsingu):
Hægt er að stilla inn tímabundinn kóða fyrir takmarkaðan aðgang að
bílskúrnum (annaðhvort með tímatakmörkun eða takmörkuðum fjölda
opnunaraðgerða).
H.
Lokun með einum hnappi
(aðeins með 747REV þráðlausri kóðalæsingu):
Hægt er að loka hurðinni án aðgangskóða í hvaða stöðu sem er (ekki
hægt að opna).
I.
myQ ( aðeins með 830REV netgáttinni (Gateway):
Gerir kleift að stjórna bílskúrshurðinni í gegnum internetið eða
samhæfða farsíma.
J.
Bílskúrshurðaskynjari
(aðeins með 829REV bílskúrshurðaskynjara):
Getur gefið frá sér sýnileg merki (með LED-ljósum) og hljóðmerki
þegar fylgst er með stöðu hurðar. Einnig er hægt að nota tækið til að
loka hurðinni.
K.
Hreyfiskynjari með geisla sem aðstoðar við að leggja í bílskúr
(Ljóshlið og skynjari með geisla nauðsynleg)
Hraðtengiklemmur 2 og 3
(fáanlegt u.þ.b. frá og með júlí 2013)
is 07/13