Bein tæming
Tengið vatnsslöngu (10 mm) við rörið
aftan á tækinu. Setjið hinn endann
í niðurfall. Gangið úr skugga um að
vatnið geti runnið niður.
5. Loftsían
Loftsían kemur í veg fyrir að ryk og
óhreinindi fari inn í tækið og eykur
þannig endingartíma þess. Mikilvægt
er að sían sé hreinsuð reglulega.
Hreinsun á síu:
1. Fjarlægið síuna.
2. Skolið hana með heitu vatni og
mildu hreinsiefni. Einnig er hægt að
ryksuga síuna.
3. Látið síuna þorna og setjið hana
aftur á sinn stað
Það er mjög mikilvægt að skipt
sé um síu reglulega; annars
getur dregið úr afkastagetu
tækisins og það jafnvel
skemmst alvarlega.
6. Viðhald
- Hreinsið tækið með mjúkum rökum
klút. Forðist að nota leysiefni eða
sterk hreinsiefni þar sem það getur
skemmt yfirborð tækisins.
- Best er að hreinsa kælispíralinn
með klút og heitu vatni.
7. Þjónusta
Ef rakaeyðirinn krefst viðhalds þarftu
fyrst að hafa samband við söluaðila.
Sönnunar fyrir kaupum er krafist fyrir
allar ábyrgðarkröfur.
8. Ábyrgðir
2 ára neytendaábyrgð á
framleiðslugöllum. Vinsamlegast
athugið að ábyrgðin gildir aðeins
gegn framvísun kvittunar. Ábyrgðin
gildir aðeins ef varan er notuð í
samræmi við þær leiðbeiningar og
öryggisviðvaranir sem eru að finna í
þessari handbók. Ábyrgðin nær ekki
Íslenska
til tjóns sem stafar af óviðeigandi
meðhöndlun vörunnar.
ATHUGIÐ: 2 ára ábyrgðin á aðeins við
um neytendur og er ekki fyrir notkun tæki-
sins í atvinnuskyni.
Þetta tæki uppfyllir EBE tilskipanir
76/889 + 82/499
Tækið er stillt til að vinna við
hitastig á milli + 5ºC og + 35ºC.
Ef hitastigið fer utan þessa
sviðs er hugsanlegt að tækið
starfi ekki sem skyldi.
9. Ábendingar
Stundum getur verið gagnlegt að
nota frostvörn til að ganga úr skugga
um að hitastigið fari ekki undir +10°C.
Jafnvel þótt M10G vinni niður að
hitastigi allt að +5°C er afkastageta
þess meiri við hærra hitastig þar sem
heitt loft flytur meira vatn.
Fyrir hámarks rakaeyðingu er
mælt með að loftflæði að utan og
frá aðliggjandi herbergjum sé sem
minnst. Lokið hurðum og loftopum.
Gera má ráð fyrir aukinni afkastagetu
við rakaeyðingu á haustin/sumrin
þegar hiti utanhúss er hærri og
rakastig meira.
Til að ná öruggri og áreiðanlegri vörn
gegn myglu og rakaskemmdum skal
halda rakastigi á milli 50% og 60%.
HLUTIR
Hlutir tækisins
1. Framhluti
2. Úttak
3. Handfang
4. Stjórnborð
5. Síukassi
6. Afturhluti
7. Geymir
8. Gúmmífætur
9. Rafmagnssnúra
97
4
3
TIMER
DEFROST
TIMER
UP
D
C
NOTKUNARLEIÐBEININGAR
DÍÓÐUGAUMLJÓS
1. DÍÓÐA FYRIR
VATNSTÆMINGU
2. PRESSUDÍÓÐA
3. AFÍSING
4. TÍMASTILLIDÍÓÐA
2
1
COMP
WATER FULL
DOWN
POWER
B
A
Rautt
Blátt
Blátt
Grænt