C - Stilla hnappalýsingu
Þrjár mismunandi stillingar eru í boði.
1. Alltaf er slökkt á hnappalýsingunni og það kviknar
ekki á henni þótt gengið sé að salerninu.
2. Alltaf er kveikt á hnappalýsingunni, líka þegar gengið
er frá salerninu og farið er út úr rýminu.
3. Þegar gengið er í átt að salerninu kviknar á
hnappalýsingunni og slokknar þegar gengið er í átt
frá því.
Skilyrði
Salernisstýringin er tilbúin til notkunar.
Ef ekki er haldið fyrir hnappana samtímis verður
sturtað niður. Takið hendurnar frá og endurtakið
ferlið.
1
Haldið fyrir báða hnappa samtímis í u.þ.b. 5 sm
fjarlægð. Að nokkrum sekúndum liðnum fara báðir
hnappar að blikka. Að nokkrum sekúndum liðnum
til viðbótar blikka báðir hnappar 3 sinnum rautt og
loga síðan bláir. Takið nú hendurnar frá.
2
Haldið fyrir vinstri hnappinn með höndinni þar til
appelsínugula ljósið logar. Hægri hnappurinn
blikkar og sýnir þá stillingu sem í gildi er
(stilling 1 = blikkar einu sinni,
stilling 2 = blikkar tvisvar,
stilling 3 = blikkar þrisvar).
Niðurstaða
Stillihamur fyrir hnappalýsingu.
3
Hyljið hægri hnappinn nógu oft þangað til rétta
stillingin er fundin. Í hvert sinn sem hnappurinn er
hulinn fer salernisstýringin yfir á næstu stillingu
(1-2-3-1-2-3- ...).
4
Haldið fyrir báða hnappa samtímis í u.þ.b. 5 sm
fjarlægð þar til báðir hnappar blikka einu sinni.
Niðurstaða
Umbeðin stilling er nú vistuð í minni.
Salernisstýringin er aftur tilbúin til notkunar.
Stillingar
DE
EN
FR
IT
NL
ES
PT
DK
NO
SE
FI
IS
PL
HU
SK
CZ
SL
HR
SR
EE
LV
LT
BG
RO
GR
TR
RU
AE
CN
JP
85