Íslenska
Ætluð not
ResMed Power Station II (RPS II) aflgjafinn er ytri lithíumjónarafhlaða sem veitir afl
þegar rafveitukerfið er ekki tiltækt.
Lesið alla handbókina áður en RPS II er notað. Sjá notendahandbók tækisins varðandi
ætlaða sjúklinga, not, umhverfi þar sem notað, og frábendingar í tengslum við CPAP og
tvístiga svefnöndunartæki og öndunarmeðferð.
RPS II í fljótu bragði
Sjá mynd A.
RPS II kerfið samanstendur af eftirfarandi íhlutum:
1.
Rafhlaða
2. Millistykki aflgjafaeiningar
3. Burðartaska
Fáanlegt sér:
4. 90 W riðstraumsaflgjafaeining eða jafnstraumsbreytir
5. Rafmagnssnúra fyrir riðstraum eða jafnstraum
6. Úttakskapall fyrir jafnstraum
7 .
Millistykki fyrir Air 10 aflgjafaeiningu
Athugið: Til að endurhlaða RPS II með Air 10 aflgjafaeiningu (fylgir Air 10 og Lumis
tækjum) eða Air 10 jafnstraumsbreyti þarf millistykki fyrir Air 10 aflgjafaeiningu
(hlutanr. 37342).
Valfrjálsir aukahlutir:
8. Rafhlöðutengi (pakkað með frönskum rennilás)
Samhæf tæki og aukahlutir
Fyrir tæmandi lista yfir tæki sem ganga með RPS II, sjá listann yfir samhæfi rafhlaða/
tækja á www.resmed.com á síðunni Products (vörur) undir Service & Support
(þjónusta og aðstoð). Fyrir tæmandi lista yfir aukahluti, sjá aukahlutir öndunarbúnaðar
á www.resmed.com á síðunni Products (vörur) undir Ventilation Devices
(öndunarbúnaður). Fyrir lista yfir úttaksspennu og jafnstraumskapla fyrir tækið, sjá
meðfylgjandi upplýsingabækling, notendahandbókina, eða listann yfir samhæfi rahlaða/
tækja á www.resmed.com. Ef netsamband er ekki til staðar, skal hafa samband við
fulltrúa ResMed.
Sjá notendahandbókina varðandi meiri upplýsingar um uppsetningu tækisins.
Íslenska 1