ÖRYGGI OG ÁBENDINGAR
Mikilvægar öryggisupplýsingar:
Eindregið er mælt með því að fagfólk framkvæmi alla vinnu við rafl agnir og tengivinnu sem þeim tengjast.
NOTKUNARSVIÐ / NOTKUN
FYRIR HLIÐ TIL EINKANOTA
– Framleiðandi áskilur sér rétt til tæknilegra breytinga, frávika frá myndum og prentvillna.
– Ýmsir þættir geta haft áhrif á afköst drifsins, eins og t.d. sérstök skilyrði á uppsetningarstað. Þar sem aðstæður geta verið
breytilegar í einstökum tilvikum er ekki hægt að gera kröfur til þess að tæknilegar upplýsingar standist alltaf.
ALMENNAR ÖRYGGISREGLUR / ÖRYGGISLEIÐBEININGAR FYRIR ÞANN SEM ANNAST UPPSETNINGU
– ATHUGIÐ! Til að tryggja öryggi fólks verður að lesa leiðbeiningarnar vandlega áður en vinna hefst við uppsetningu vörun-
nar. Röng uppsetning eða röng notkun vörunnar getur leitt til alvarlegra slysa á fólki.
– Umbúðirnar (plast, frauðplast, pappa) skal geyma þar sem börn ná ekki til, því hætta getur stafað af þeim.
– Geyma skal leiðbeiningarnar á vísum stað svo hægt sé að grípa til þeirra síðar.
– Varan er eingöngu hönnuð og framleidd fyrir þá notkun sem hér er lýst. Öll önnur notkun, sem ekki er tekin sérstaklega
fram, gæti haft neikvæð áhrif á heilleika vörunnar og/eða haft hættu í för með sér.
– Schellenberg tekur enga ábyrgð á skemmdum sem hljótast af óviðeigandi eða rangri notkun drifsins.
– Tækið má ekki setja upp í umhverfi þar sem hætta er á sprengingu. Nálægð við eldfi mar lofttegundir eða reyk hefur í för
með sér mikla hættu.
– Vélrænu íhlutirnir verða að uppfylla kröfur staðlanna EN 12604 og EN 12605.
– Í löndum utan Evrópusambandsins skal tryggja samsvarandi öryggisstig með því að fylgja ofangreindum stöðlum ásamt því
að fylgja lögum og reglum í viðkomandi landi.
– Schellenberg tekur enga ábyrgð á óviðeigandi útfærslum við framleiðslu á hreyfanlega lokunarbúnaðinum, sem og á afl ö-
gun sem kann að verða við notkun.
– Uppsetningin verður að taka mið af stöðlunum EN 12453 og EN 12445. Laga verður átaksstillingu sjálfstýringarinnar að
hliðinu hverju sinni. Drifi ð er með innbyggðan öryggisbúnað til að koma í veg fyrir að hægt sé að klemmast á milli, en
búnaðurinn byggist á mælingu á snúningsátaki. Laga verður átaksmælinguna að hliðinu hverju sinni.
– Þegar drifi ð lendir á fyrirstöðu fer það í bakkgír.
– Frá verksmiðju er búnaðurinn stilltur á 4. stigs átak.
– Öryggisbúnaðurinn (skv. staðli EN 12978) tryggir öryggi á mögulegum hættusvæðum gegn hættulegum vélrænum hrey-
fi ngum, til dæmis gegn því að klemmast á milli, dragast með eða skera sig. Á meðan verið er að breyta átaksstillingunni er
öryggisútsláttur ekki virkur.
– Áður en gerðar eru breytingar á kerfi nu skal taka búnaðinn úr sambandi við rafmagn.
– Fyrir hvert kerfi er mælt með að setja upp að minnsta kosti eitt gaumljós og eitt ljóshlið.
– Schellenberg tekur enga ábyrgð hvað varðar öryggi og hnökralausa notkun drifsins ef notaðir eru íhlutir í búnaðinn frá
öðrum en Schellenberg.
– Ekki má gera neinar breytingar á einstökum hlutum sem tilheyra drifbúnaðinum.
– Sá sem annast uppsetningu verður að láta í té allar upplýsingar um handvirka notkun búnaðarins í neyðartilvikum og afhen-
da notanda búnaðarins þessar leiðbeiningar um uppsetningu, sem fylgja með vörunni.
– Hvorki börn né fullorðnir mega vera í námunda við hliðbúnaðinn meðan á notkun stendur.
– Geyma verður fjarstýringar og allan annan merkjabúnað þar sem börn ná ekki til, til að koma í veg fyrir að búnaðurinn fari í
gang fyrir slysni.
– Einungis má ganga eða keyra í gegn þegar hliðið er alveg opið.
– Notandi ætti alls ekki að gera viðgerðir eða breytingar á sjálfvirka kerfi nu, heldur snúa sér undantekningarlaust til vottaðra
fagaðila.
– Fleygið rafhlöðum ekki með heimilissorpi! Hægt er að verða sér úti um viðeigandi sorpílát.
– Allar aðferðir sem ekki er sérstaklega greint frá í leiðbeiningunum eru ekki leyfi legar.
121