Télécharger Imprimer la page

Chamberlain COMFORT Notice De Montage Et De Commande page 136

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 30
27
Notkun hurðaopnarans
Sjálfvirk opnun / lokun hurðarinnar:
Nota má hurðaopnarann með eftirtöldum búnaði:
• Lófasenditæki: Þrýstu á hnappinn þar til hurðin byrjar að hreyfast.
• Veggrofi (ef þessi aukabúnaður er uppsettur): Þrýstu á hnappinn
þar til hurðin byrjar að hreyfast.
Handvirk opnun hurðarinnar (framkvæmd með höndum):
Ef það er mögulegt verður hurðin að vera lokuð að fullu.
Slitnar eða gallaðar fjaðrir geta valdið snögglegri lokun
opinnar hurðar, sem getur leitt af sér eignatjón eða
alvarlegt líkamstjón.
LOSUN: Snúðu rauða handfanginu stuttlega niður. Opnaðu síðan hurðina
handvirkt. Opnaðu/lokaðu hurðinni án þess að toga í kapalinn!
LÆST: Opnunarbúnaðurinn kemur í veg fyrir að sleðinn læsist aftur
sjálfkrafa. Ýtið á græna hnappinn á sleðanum og við næstu hurðarhreyfin-
gu mun kerfið læsast á ný.
Virkniröð:
Þegar hurðaopnarinn er notaður með fjarstýringu eða veggrofa:
- hurðin lokast þegar hún er að fullu opin,
- hurðin opnast þegar hún er að fullu lokuð,
- hurðin stöðvast ef hún er að opnast eða lokast,
- hurðin hreyfist í gagnstæða átt við síðustu fullkláruðu hreyfingu,
sé hún opin til hálfs,
- knýr hurðina aftur opna stöðu, ef hún rekst í hindrun á meðan hún er
að lokast.
- hurðin stöðvast ef hún kemst í snertingu við hindrun þegar hún er að
opnast.
- Létt hindrun (valkvæm): Þegar um létta hindrun er að ræða, er hurð
sem er að lokast lyft upp eða opin hurð stöðvuð þegar hún er að
lokast, ef manneskja sem er stödd á hurðarsvæðinu rýfur geisla
skynjarans.
- FJÖLVIRKA HURÐARSTJÓRNTÆKIÐ (valkvæmt)
Ýttu á þrýstistöngina (1) til að opna eða loka hurðinni. Ýttu aftur til að
stöðva hurðina.
Ljósavirkni
Þrýstu á ljóshnappinn (2) til að kveikja eða slökkva á ljósi opnarans. Hann
stjórnar ekki opnaraljósinu þegar hurðin er á hreyfingu. Ef þú kveikir á því
og virkjar svo opnarann, er áfram kveikt á ljósinu í 2-1/2 mínútu. Þrýstu
aftur á til að slökkva á því fyrr.
Það kviknar á opnaraljósinu í eftirtöldum tilvikum:
1. Þegar fyrst er kveikt á hurðaopnaranum (stutt)
2. Rafmagnsrof (stutt)
3. Í hvert skipti sem er kveikt á hurðaopnaranum.
Það slokknar sjálfkrafa á ljósinu eftir 2 1/2 mínútu.
28
Festu varúðarmerkingar
29
Þrif og viðhald
Fyrir allt viðhald, þrif og skylda viðhaldsvinnu, ætti að
kippa rafmagnssnúrunni úr sambandi.
Hætta vegna raflosts!
Viðhald hurðaopnarans
Rétt uppsetning tryggir bestu afköst hurðaopnarans með sem minnstu
viðhaldi. Ekki er þörf á viðbótarsmurningu. Mikil uppsöfnun óhreininda á
stýribrautinni getur komið niður á virkninni og þau verður að fjarlægja.
30
Þrif
Þrífðu drifhausinn, veggrofann og lófasenditækið með mjúkum og
þurrum klút. Notaðu ekki vökva.
30.1
Viðhald
Farðu oft yfir kerfið, sérstaklega kapla, fjaðrir og festingar, til að
finna merki um slit, skemmdir eða skort á jafnvægi.
Notaðu opnarann ekki ef hann þarfnast viðgerðar eða stillingar,
vegna þess að villa í búnaðinum eða ranglega jafnvægisstillt hurð getur
valdið meiðslum.
Mánaðarlega:
• Athugaðu sjálfvirkan öryggisbakkbúnað aftur og endurstilltu ef þörf
krefur.
• Notaðu hurðina handvirkt. Sé hurðin ekki jafnvægisstillt eða föst,
vinsamlegast hafðu samband við þjónustumiðstöð.
• Gangið úr skugga um að hurðin opnist og lokist að fullu. Þar sem það
á við, skal endurstilla endamarkaskiptingu og / eða afl.
Tvisvar á ári:
• Athugaðu tannreiminnispennu. Til að gera það skaltu fyrst aftengja
sleðann frá drifinu. Stilltu spennu ef þess þarf.
Árlega (við hurðina):
• Smurðu hurðavalsa, legur og liðamót. Ekki er krafist frekari smurningar á
hurðaopnaranum.
Stilling endamarkaskiptingar og átaksstjórnun:
Þessar stillingar þarf að athuga og þær framkvæmdar rétt á meðan á
uppsetningu opnarans stendur. Veðrun getur valdið því að minniháttar
breytingar eigi sér stað við notkun opnarans sem þarf að leiðrétta með nýrri
stillingu. Sérstaklega er hætta á þessu á fyrsta ári notkunar. Fylgdu
leiðbeiningunum fyrir stillingu endamarkaskiptinga og dráttarafls út í ystu
æsar og endurskoðaðu sjálfvirka öryggissleppibúnaðinn eftir hverja
endurstillingu.
(sjá mynd 28)
is 08/13

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

PremiumPremium ml1000evDeltadoors comfortDeltadoors premium