Télécharger Imprimer la page

Cochlear Baha Manuel De L'utilisateur page 29

Bandeau souple
Masquer les pouces Voir aussi pour Baha:

Publicité

Það er ekki búið til úr náttúrulegu gúmmílatexi. Það er búið einum
eða tveimur tengidiskum og öryggislosunarbúnaði sem á að
opnast ef Baha Softband skyldi festast í einhverju (mynd 1).
Baha Softband er fáanlegt í útgáfu öðrum megin (mynd 1) og
báðum megin (mynd 2).
Undirbúningur: Ef mjúkir púðar eru afhentir með Baha Softband
eru þeir festir á diskinn/diskana (mynd 3) og lengd bandsins stillt
með því að nota sleðann/sleðana (mynd 4). Útgáfan báðum megin
er með tveimur sleðum: Annar er til að stilla heildarlengdina og
hinn til að stilla bilið á milli diskanna (mynd 4).
Baha Softband ætti að vera þétt en þægilegt (það ætti að vera
hægt að setja einn fingur undir bandið).
1. Stilltu lengd Baha Softband
2. Festu Baha-hljóðörgjörvann/-örgjörvana á diskinn/diskana
3. Settu Baha Softband á höfuð notandans og stilltu það þannig
að það sitji þægilega. Koma ætti diskinum/diskunum fyrir
flötum á bak við eyrað eða á öðrum beinhluta höfuðkúpunnar,
t.d. á enni (mynd 5), til að hámarka afköst.
4. Kveiktu á hljóðörgjörvanum.
Hægt er að nota Baha Softband í styttri tíma í senn fyrstu vikurnar
eða þar til notandinn hefur vanist búnaðinum. Til að forðast
eymsli skal nota mjúku púðana og færa diskinn til á höfðinu á
hverjum degi.
Þvottaleiðbeiningar: Hægt er að þvo Baha Softband í höndunum
við 40 °C (104 °F) eða lægri hita. Notaðu milda sápu en forðastu
mýkingarefni. Má ekki setja í þurrkara eða strauja. Hreinsa
má diskinn/diskana með litlum bursta. Aldrei má nota sterkar
efnalausnir.
56
Varúð :
• Fjarlægið hljóðörgjörvann/-örgjörvana og mjúka púðann/púðana
fyrir hreinsun.
• Ekki má skilja börn eftir án eftirlits fullorðinna þegar þau nota
Baha Softband .
• Ef notandinn er með ígræði má ekki setja Baha Softband beint
yfir ígræðið/millistykkið á meðan skurðsárið er að gróa því að
það getur hindrað beinfestuna.
• Ef vart verður við ertingu í húð ætti að fjarlægja Baha Softband
til að láta húðina hvíla sig. Ef erting er viðvarandi skal hafa
samband við heyrnarsérfræðinginn.
Alvarleg tilvik: Mjög sjaldgæft er að alvarleg tilvik eigi sér stað
en tilkynna skal öll alvarleg tilvik sem upp koma í tengslum
við búnaðinn til fulltrúa Cochlear og eftirlitsyfirvalda með
lækningatækjum í viðkomandi landi, ef þau eru til staðar.
Athugasemd:
• Hægt er að nota mjúku púðana til að auka þægindin.
• Skiptið um púðana þegar þeir eru orðnir slitnir eða skemmdir.
• Aldrei skal nota öryggislosunarbúnaðinn til að opna eða loka
Baha Softband .
• Ávallt skal ganga úr skugga um að Baha Softband starfi á
réttan hátt. Aldrei má reyna að breyta eða skipta sjálf(ur) um
teygjuefnið.
Ábyrgð: Ábyrgðin nær ekki til galla eða skemmda sem rekja má til
eða tengjast notkun þessarar vöru með örgjörva sem ekki er frá
Cochlear. Sjá frekari upplýsingar á „Alþjóðlegu ábyrgðarskírteini
Cochlear Baha fyrir takmarkaða ábyrgð".
57

Publicité

loading