Télécharger Imprimer la page

3M PELTOR WS LiteCom Plus MT73H7A4310WS6EU Mode D'emploi page 120

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 77
2:12 Language (Tungumál)
Stillir skilaboðaröddina á öll þau tungumál sem í boði eru.
(„English" (enska) - „Spanish" (spænska) - „French" (franska ) -
„German" (þýska)
Sjálfgildi: Enska
Heyrnartólin fara út úr valmyndinni eftir 7 sekúndur án virkni.
2:13 Set-up menu (Uppsetningarvalmynd) (10. mynd)
Farið er inn í uppsetningarvalmynd með því að hafa
heyrnartólin stillt á af og þrýstu svo (~2 sekúndur) á bæði PTT
og on/off/mode-hnappinn samtímis. Notaðu on/off/mode
hnappinn til að fara um valmyndina og [+] og [–] hnappana til
að breyta stillingum.
Slökktu á eyrnartólunum til að fara í uppsetningarvalmynd.
Eftirfarandi möguleikar eru í boði í uppsetningarvalmynd:
2:14 BCLO (Busy channel lock out - upptekin rás læst)
Þessi valmyndarstilling leyfir þér að stilla viðbrögð
heyrnartólanna þegar reynt er að senda á upptekinni rás. Um
er að ræða tvo kosti: „carrier" (beri) og „subchannel" (undirrás
- kóði) með eða án viðvörunartóns. Ef þú vilt að heyrnartólin
bregðist við bera, velurðu kostinn „carrier". Ef þú vilt að
heyrnartólin bregðist við undirrás, velurðu kostinn
„subchannel". („BCLO off" (BCLO af) - „BCLO carrier" (BCLO
beri) - „BCLO carrier tone" (BCLO burðartónn) - „BCLO
subchannel" (BCLO undirrás) - „BCLO subchannel tone"
(BCLO undirrásartónn)
Sjálfgildi: BCLO burðartónn
2:15 Max transmission time (Hámarks sendingartími)
Þessi aðgerð leyfir þér að stilla hámarks sendingartíma. Þú
getur valið tímalengd á bilinu 30 sekúndur til 5 mínútna og að
slökkva. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
(„OFF" (AF), „30 s", „1 min", „2 min", „3 min", „4 min", „5 min")
Sjálfgildi: 3 mínútur
2:16 Automatic power off (Sjálfvirkt slökkt á tækinu)
Sjálfvirkt slökkt á tækinu er sá tími sem líður áður en tækið
slekkur á sér sjálft ef engin virkni er til staðar (þrýst á hnappa
eða VOX-virkjun).
Áður en heyrnartólin slökkva á sér heyrast raddskilaboð og
viðvörunartíst. Varað er við í 10 sekúndur og svo slekkur tækið á
sér. Þrýstu á hvaða hnapp sem er til að stöðva að sjálfkrafa sé
slökkt á tækinu.
(„OFF" (AF), „30 min", „60 min", „2 h", „4 h", „8 h")
Sjálfgildi: 4 klst.
2:17 Microphone input (Innstunga hljóðnema)
Tækið er afhent og kvarðað til notkunar með dýnamískum
hljóðnema (MT73) sem staðalbúnaði. Það er hins vegar hægt
að stilla mögnunina hér. Það er líka hægt að slökkva á
hljóðnemanum og nota heyrnartólin eingöngu til hlustunar.
Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
(„OFF" (AF), „Low" (Lágt), „Medium" (Miðlungs), „High" (Hátt))
Sjálfgildi: Miðlungs
2:18 External jack input sensitivity level control (Stilling
fyrir næmi ytri innstungu)
Stilling fyrir hljóðmerki inn frá búnaði sem tengdur er við ytri
innstungu. Raddskilaboð staðfesta allar breytingar.
(„OFF" (AF), „Low" (Lágt), „Medium" (Miðlungs), „High" (Hátt))
Sjálfgildi: AF
*2:19 Bluetooth
Virkja eða afvirkja streymi.
Sjálfgildi: Virkja
*2:20 Bluetooth
Virkja eða afvirkja Multipoint (fjölpunktsvirknina).
Sjálfgildi: Virkja
2:21 Reset to factory default (Endursetja
verksmiðjustillingu) (11. mynd)
Haltu plúshnappnum niðri í tvær sekúndur til þess að
staðfesta endursetningu verksmiðjustillingar. Raddskilaboðin
„power off" (slökkt á tækinu) staðfesta það.
3. HREINSUN OG VIÐHALD
Notaðu klút vættan í sápu og heitu vatni til þess að hreinsa
ytri skálar, höfuðspöng og eyrnapúða.
ATHUGASEMD: EKKI setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn.
Ef heyrnarhlífarnar blotna í rigningu eða af svita, skaltu snúa
eyrnahlífunum út, fjarlægja eyrnapúða og frauðfóður og láta
allt þorna áður en þær eru settar saman á ný. Eyrnapúðar og
frauðfóður getur skemmst við notkun og leita ætti reglubundið
að sprungum í þeim og öðrum skemmdum. 3M mælir með því
að skipt sé um frauðfóður og eyrnapúða að minnsta kosti
tvisvar á ári við reglubundna notkun til þess að tryggja
áreiðanlega hljóðdeyfingu, hreinlæti og þægindi. Skemmist
eyrnapúði, ber að skipta um hann. Sjá kafla um varahluti hér
að neðan.
3:1 Að fjarlægja eyrnapúða og skipta um þá
D:1 Settu fingur undir innri brún eyrnapúðans og kipptu
honum ákveðið beint út til þess að fjarlægja hann.
D:2 Fjarlægðu frauðfóður sem fyrir er og settu nýtt í staðinn.
D:3 Komdu annarri hlið eyrnapúðans fyrir í grópinni á
eyrnaskálinni og þrýstu svo hinum megin á þar til eyrnapúðinn
smellur á sinn stað.
3:2 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu.
Geymdu heyrnarhlífarnar ekki við meiri hita en 55°C (131°F),
(t.d. ofan á mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en
-20°C (-4°F). Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en 55°C
(131°F) eða undir -20°C (-4°F).
* Bara WS™ (Bluetooth
) gerðir
®
streaming (Bluetooth
streymi)
®
®
Multipoint
®
IS
112

Publicité

loading