Lowara GS Serie Instructions Pour L'installation Et L'emploi page 89

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 22
Fyllið dælurnar með vökva áður en þær eru ræstar. Sjá notkunarhandbók fyrir dælurnar.
AÐVÖRUN
Farið að í samræmi við ræsingarferlið sem lýst er í 6. kafla.
Einfasa gerð
Mótorinn er verndaður gegn yfirálagi með innbyggðri mótorvernd. Ef nauðsynlegt er samkvæmt
staðbundnum reglum skal koma fyrir verndarbúnaði til viðbótar. Tengið hentuga rafleiðslu með rétt þvermál
við rafmagnstöfluna:
- L1 og N í tengi á aðalrofa
- PE í jörð sem er merkt
Þriggja fasa gerð
Mótorinn er verndaður gegn yfirálagi með sjálfvirkum endurstillingarrofa. Tengið hentuga rafleiðslu með rétt
þvermál við rafmagnstöfluna:
- L1, L2, L3 í tengi á aðalrofa
- N í núllleiðara,ef til staðar.
- PE í jörð sem er merkt
5. Stillingar
Varðandi uppsetningu á rafræna spjaldinu sjá viðkomandi handbók.
Aftengja skal alla aflgjafa áður en þjónustuverk eru hafin.
Notkun
Ræsingu og stöðvun á dælunum er stjórnað af stillingunum á þrýstingsrofunum. Hver þrýstingsrofi er
tengdur við eina dælu en dælan breytist lotubundið. Ekki er þörf á að stilla skynjarann þar sem
viðmiðunarmörk fyrir ræsingu og stöðvun á dælunum eru forrituð í rafeindastýringunni.
Mismunaþrýstingur er mismunurinn á milli þrýstings fyrir ræsingu og stöðvun. Stillið þrýstingsmuninn fyrir
báðar dælurnar.
Almennt gildi fyrir P1s er um Pmax-0,5 bör. (Pmax = tilgreint hámarksafl). Almennt gildi fyrir mismuninn
(P1s-P1) er 0,6-1,0 bar. Almennt gildi fyrir P2s er um Pmax-1,0 bar
Mynd 3 sýnir rekstrarhátt fyrir kerfi með 2 dælum:
- Tankurinn veitir vatni eftir þörfum notandans.
- Þegar þrýstingurinn lækkar niður í P1 gildið fer fyrsta dælan
í gang.
- Ef eftirspurn eykst og þrýstingurinn lækkar niður í P2 gildið
fer önnur dælan í gang.
- Ef eftirspurn minnkar og þrýstingurinn hækkar upp i í P2s
gildið verður önnur dælan óvirk.
- EF eftirspurnin minnkar enn meira fyllir dælan tankinn og
stöðvast siðan þegar P1s gildinu er náð
Þrýstingsrofi
Þrýstingsrofarnir eru stilltir frá framleiðanda í samræmi við gildi sem eru
háð gerð dælunnar.
Stillingarnar eru sýndar á merkispjaldi sem er fest á stöðina eða
rafmagnstöfluna.
Hægt er að breyta stillingunum í samræmi við vökvafræðilegar aðstæður
kerfisins og sogkraftinn.
Framkvæmið nauðsynlegar stillingar á þrýstingsrofanum til að aðlaga
þær:
- Stöðvunarþrýstingur Ps
- Þrýstingsmunur Ps-P
Stillingin á þrýstingsmun ákveður ræsingarþrýstinginn P.
89

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Gm serie

Table des Matières