Lowara GS Serie Instructions Pour L'installation Et L'emploi page 88

Table des Matières

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 22
UPPLÝSINGAR FYRIR UPPSETNINGARMENN
4. Uppsetning
Notið viðeigandi búnað til að meðhöndla stöðina, forðist að hún rekist í, notið ekki augaboltann á mótornum
til að lyfta. Áður en stöðin er sett upp þarf að ganga úr skugga um að hún hafi ekki skemmst í flutningi.
Setjið upp þrýstingsaukadælustöðina í vel loftræstu rými, gerið ráð fyrir nægilegu aðgengi (0,5 m) á allar
hliðar og framhlið vegna viðhalds. Hægt er að koma tönkunum fyrir á stöðinni eða á gólfi. Setjið stöðina á
slétt og stöðugt undirlag.
Röralagnir
Röralagnir sem tengdar eru við stöðina þurfa að vera af fullnægjandi stærð (ef hægt er í samræmi við
þvermál soggreinarinnar). Til að koma í veg fyrir of mikið álag þarf að setja þenslusamskeyti og hentugar
undirstöður undir rör. Hægt er að nota hvorn enda soggreinarinar sem er an gleymið ekki að loka endanum
sem ekki er notaður.
Þyngd röra og tanka eykst þegar þau fyllast af vatni.
AÐVÖRUN
Áður en stöðin er ræst þarf að tryggja að búið sé að loka og herða öll ónotuð tengi.
Vörn gegn því að dælan gangi tóm
Rafmagnstöflurnar eru tilbúnar undir tengingu við flotrofa eða sett af þremur rafskautsskynjurum (sem
henta fyrir opna tanka) eða lágmarksþrýstingsrofa á soggreinarhlutanum (mælt með gildinu 0,2 - 0,4 bör).
Sjá lagnateikningu fyrir rafmagnstöfluna varðandi tengingar. Hægt er að tefja virkjun verndarbúnaðarins
með viðeigandi stillingum á stjórnborðinu. Þegar lágmarksþrýstingi hefur verið náð að nýju fara dælurnar í
gang sjálfkrafa. Verndin er ekki virk í handvirkum stjórnunarhætti og stjórnhætti fyrir stillirofa.
Stöðvarnar eru afhentar með verndina aftengda (stilling frá framleiðanda)
AÐVÖRUN
Vörn gegn hámarksþrýstingi
Þrýstingsrofi á úttaksgrein sem tengdur er við töfluna getur greint yfirþrýsting og slökkt á dælunum, bæði í
sjálfvirkum og handvirkum hætti.
Val á tanki
Til að stöðin vinni á sam hagkvæmastan hátt þarf hún að vera tengd við þindartank. Hægt er að dreifa
nauðsynlegu vatnsmagni milli margra tanka.
Hámarksrúmmál er reiknað samkvæmt formúlunni
V= rúmmál í lítrum
Q= meðalafköst dælu í m3/h
P1 = upphafsþrýstingur í börum
DP = þrýstingsmunur (P1s-P1) í börum
N = fjöldi ræsinga á klukkustund
P1s = stöðvunarþrýstingur
Loftgjafi
Þrýstingsaukadælustöðvar með stilliloka á soggrein eru tilbúnar fyrir tenging við loftgjafa; tengingin fyrir
loftrörið er í grennd ið stillilokann. Sumar gerðir af lóðréttum dælum eru útbúnar með millitengi til að
tengjast við tæmingartappann neðan á húsi dælunnar.
Raftengingar
Láta skal löggiltan rafvirkja sjá um raftengingar í samræmi við staðbundnar reglur.
Takið aflgjafann úr sambandi áður en tengingar eru gerðar!
Lagnateikningin og merkingar á tengitöflunni veita nægilegar upplýsingar fyrir tenginga og nauðsynleg gildi
fyrir aflgjafann.
88
V = Q x 1000 x P1
4 x N x (DP + 0.2)

Publicité

Table des Matières
loading

Ce manuel est également adapté pour:

Gm serie

Table des Matières