1. Þegar matvælum er raðað niður
um víða ílagsopið skal gæta þess
að fylla ekki umfram merkið um
hámarksmagn. Þannig getur
troðarinn virkjað öryggiskerfið og
vélin farið í gang.
2. Vinnið aldrei matvæli sem eru svo
hörð eða gegnfrosinn að ekki sé
hægt að stinga í þau með beittum
hníf. Hörð matvæli geta skemmt
blöðin eða mótorinn. Ef biti af
hörðum matvælum, svo sem gulrót,
festist á blaðinu skal stöðva vélina
og taka blaðið úr. Hreinsið matvælin
varlega af blaðinu.
3. Yfirfyllið ekki vinnsluskálina eða litlu
skálina. Þegar unnar eru þunnar
blöndur má fylla vinnsluskálina að
½ eða ²⁄ ³ . Þegar unnar eru þykkari
blöndur má fylla vinnsluskálina að ¾
. Vökva má fylla upp að merkinu um
hámarksvökvamagn, eins og lýst er
á bls. 12. Þegar hakkað er ætti ekki
að fylla vinnsluskálina meira en að ¹⁄ ³
til ½ . Notið litlu skálina fyrir allt að
240 ml (1 bolla) af vökva eða 65 gr
(½ bolla) af þurrefnum.
4. Komið sneiðdiskunum þannig fyrir
að skurðhliðin sé aðeins til hægri
við ílagsopið. Þannig nær blaðið
að snúast heilan hring áður en það
kemst í snertingu við matvælin.
5. Til að nýta hraða vélarinnar skal
setja matvæli sem á að hakka niður
um litla ílagsopið á meðan vélin er í
gangi.
6. Mismunandi matvæli þurfa
mismunandi þrýsting til að ná sem
bestum árangri við rif og sneiðingu.
Almenna reglan er sú að nota léttan
þrýsting við mjúk, viðkvæm matvæli
(jarðarber, tómata o.fl.), miðlungs
þrýsting fyrir miðlungs þétt matvæli
(kúrbít, kartöflur o.fl.) og þéttan
þrýsting fyrir hörð matvæli (gulrætur,
epli, harðan ost, hálf-frosið kjöt o.fl.).
Gagnleg ráð
7. Mjúkur og miðlungsharður ostur
getur smurst út eða rúllast upp á
rifdiskinn. Til að forðast þetta skal
aðeins rífa vel kældan ost.
8. Stundum geta
mjó matvæli, svo
sem gulrætur og
sellerí fallið um
koll í ílagsopinu og
sneiðarnar orðið
ófjafnar. Til að
forðast þetta er best
að skera matvælin í marga bita og
fylla vel í ílagsopið. Til að vinna lítil
eða mjó matvæli er litli troðarinn
í tvískipta troðaranum sérlega
handhægur.
9. Þegar unnið er deig í kökur eða
brauð skal fyrst nota fjölnota blaðið
til að hræra feiti og sykur. Bætið
þurrefnunum í síðast. Setjið hnetur
og ávexti ofan á hveitiblönduna til
að forðast að það verði of mikið
hakkað. Vinnið hnetur og ávexti
með því að styðja stutt í einu á
„Pulse" hnappinn þar til það hefur
blandast öðrum efnum. Gætið þess
að ofvinna ekki.
10. Þegar rifin eða sneidd matvæli
safnast fyrir í annarri hlið skálarinnar
er best að stöðva vélina og dreifa úr
matvælunum með sleikju.
11. Þegar unnin matvæli ná upp undir
rif- eða sneiðdiskinn skal tæma
skálina.
12. Fáeinir stærri matvælabitar geta
setið eftir ofan á diskinum eftir
sneiðingu eða rif. Þá má skera í
höndum og bæta við blönduna.
13. Skipuleggið vinnsluna til að minnka
uppþvott. Vinnið þurr og þétt efni á
undan vökva.
14. Til að hreinsa matvælin auðveldlega
af fjölnota blaðinu skal aðeins tæma
vinnsluskálina, setja lokið aftur á og
setja vélina af stað í 1 til 2 sekúndur,
þá losna afgangar af blaðinu.
20