4 Starfræksla
VIÐVÖRUN
Röng notkun
Dauði, alvarleg meiðsl eða
munatjón
•
Áður en vélin er starfrækt
skal lesa og fylgja
notkunarleiðbeiningunum.
•
Geymið
notkunarleiðbeiningarnar nærri
vélinni.
•
Starfrækið vélina aldrei ef
skemmdir hafa orðið á henni.
•
Notið vélina aðeins í tilætluðum
tilgangi.
•
Framkvæmið aðgerðir við
notkun samkvæmt þessum
leiðbeiningum.
•
Starfrækið vélina aldrei ef íhluta
vantar.
•
Framkvæmið engar óheimilar
breytingar á vélinni.
VIÐVÖRUN
Hlutir sem þeytast út
Alvarlegt líkams- eða munatjón
•
Beinið vélinni ekki að
einstaklingum.
•
Standið fyrir aftan
pinnasöfnunarhólfið eða lokið.
•
Tæmið pinnasöfnunarhólfið
reglulega.
•
Áður en skipt er um verkfæri
eða fylgihluti skal rjúfa
rafmagns- og miðlatengingu til
vélarinnar.
•
Notið höggþolin
öryggisgleraugu við starfrækslu
vélarinnar.
•
Festið byggingarhlutann
örugglega áður en vinna hefst.
•
Prófið pinnafestinguna ávallt
áður en vinna hefst.
306 | Íslenska
VIÐVÖRUN
Hlífðarbúnaður sem vantar
Bani eða alvarleg meiðsl
•
Notið aðeins óskemmdan
hlífðarbúnað.
•
Notið heyrnahlífar við allar
aðgerðir við starfrækslu.
•
Notið hlífðargleraugu við
allar aðgerðir við fyrstu
gagnsetningu, starfrækslu, þrif,
viðhald eða skipti á íhlutum.
•
Notið hlífðarhanska við
allar aðgerðir við fyrstu
gagnsetningu, starfrækslu, þrif,
viðhald eða skipti á íhlutum.
VIÐVÖRUN
Olía undir þrýstingi
Alvarlegt líkams- eða munatjón
•
Notið aðeins hreinan búnað
og hreina olíu án loftbóla við
áfyllingu.
•
Festið slöngur og lagnir svo
þær þeytist ekki til og frá.
•
Farið ekki yfir
hámarksvinnsluþrýstinginn,
sem gefinn er upp í
tæknilýsingunni, ef þörf krefur
skal nota þrýstingsdeyfi.
•
Notið ekki slöngur eða lagnir til
að halda á vélinni.
•
Starfrækið vélina aðeins á
vel loftræstum svæðum án
hættulegra lofttegunda.
•
Notið glussann sem gefinn er
upp í tæknilýsingu vélarinnar.
•
Notið vélina aðeins þegar
olíuafrennslisskrúfan er
skrúfuð í.
4 .1 STÖÐVUN VÉLARINNAR VIÐ
NEYÐARAÐSTÆÐUR
Skilyrði:
•
Neyðaraðstæður hafa komið upp.
1. Slökkvið á þrýstilofti til setningartækisins.
2. Læsið setningartækinu strax og hindrið aðgang
að því.