3.0
UPPSETNING OG STILLING
3.1
SKIPULAGNING: Skipuleggið fallvarnarkerfið áður en vinna hefst. Íhugið alla þætti sem gætu haft áhrif á öryggi,
bæði fyrir fall, á meðan að fall á sér stað og eftir fall. Takið tillit til allra krafa og takmarkana sem teknar eru fram í
hluta 1.
3.2
FESTINGAR: Á skýringarmynd 8 má sjá festingar höggdeyfandi dragreipis. Veljið festistað þar sem hættan á fríu
falli og sveiflufalli er sem minnst (sjá hluta 1). Veljið traustan festistað sem þolir það stöðuálag sem tekið er fram í
hluta 1. Ef festing fyrir ofan höfuðhæð er ekki möguleg, er hægt að festa stöðvunabúnað og dragreipi með dempara
við festistað sem er staðsettur fyrir neðan D-hring á baki notandans, en þau má þó ekki festa neðar en fætur
starfsmannsins.
3.3
FESTING FALLVARNARBELTIS: Höggdeyfandi dragreipi verður að nota með fallvarnarbelti. Festibúnaður
fyrir fallvörn er merktur með hástafinum „A" Ef um ræðir notkun til fallstöðvunar skal festa höggdeyfandi enda
dragreipisins við bakfestingu (D-hring) fallvarnarbeltisins (sjá skýringarmynd 8), eða festingu á framhlið (D-hring)
á brjóstkassanum. Leitið í leiðbeiningarnar sem fylgja með belti annars fallvarnarbúnaðar og fylgið ráðlögðum
festistöðum beltisins eftir.
Sum dragreipi eru búin þrengingarlykkju sem þrengist að D-hringi beltisins eða lykkju úr borða (sjá skýringarmynd
9). Til að festa dragreipið við D-hring eða veflykkju beltisins:
1.
A) Setjið veflykkju dragreipis í gegnum veflykkjuna eða D-hringinn á fallvarnar- eða öryggisbeltinu.
2.
B) Setjið viðeigandi enda dragreipisins í gegnum veflykkju dragreipisins.
3.
C) Togið dragreipið í gegnum tengilykkjuna til að festa það.
3.4
FESTING FESTINGA: Á skýringarmynd 8 er að finna tengingu höggdeyfireipisins við ýmsar tegundir festibúnaðar.
Festiendi höggdeyfireipisins er búinn krók, afturbindingu og toggripi til að hægt sé að festa hann við festibúnað:
•
Króktenging: Á skýringarmynd 8A má sjá tengingu við sjálfslæsingarkrók dragreipisins. Á skýringarmynd 8B
má sjá festingu við festilínu í kringum I-bita með smellikrók dragreipisins. Leitið í kafla 2 til að fá upplýsingar um
samhæfi tengilsins og rétta festingu.
•
Festing með afturbindingu: Á skýringarmynd 8C má sjá bindingu um hornjárn með festitaug. Festið
festitaugina í kringum festigrindina eins og sýnt er á skýringarmynd 10:
1.
Hengið legg festitaugarinnar fyrir ofan festigrindina án þess að snúa upp á taugina. Stillið lausan D-hring (A)
þannig að hann hangi fyrir neðan festigrindina. Festið smellikrók taugarinnar um lausa D-hringinn. Tryggið að
taugin sé þétt fest um festigrindina.
2.
Látið framhlið króksins (B) ekki komast í snertingu við festigrindina.
•
WrapBax festing: Á skýringarmynd 10 má einnig sjá festingu í kringum festigrind með WrapBax-taug. WrapBax
dragreipi eru búin sérstökum WrapBax krókum sem hægt er að festa um eigin legg dragreipisins:
1.
Hengið legg WrapBax dragreipisins fyrir ofan festigrindina án þess að snúa upp á dragreipið. Vefjið leggi
dragreipisins um festigrindina og festið WrapBax krókinn um sinn eigin legg. Leggur dragreipisins má vefjast
um grindina mörgum sinnum, en WrapBax krókurinn má aðeins festast í kringum einn vafning leggsins.
2.
Notið eingöngu dragreipi með WrapBax krókum sem hægt er að vefja um festingu og festa svo við sinn eigin
legg. Festið dragreipi ekki við annan krók en WrapBax krók á þennan máta.
•
Festing með tóggripi: Á skýringarmynd 8C má sjá höggdeyfandi dragreipi með tóggripi sem fest er við lóðrétta
líflínu. Upplýsingar um uppsetningu og notkun tóggrips fylgja með lóðréttu líflínunni.
;
Sjálfsinndraganlegur búnaður: Tengið dragreipi með höggdeyfingu eða dempara ekki við
sjálfsinndraganlegan búnað. Vera má að í sumum sérstökum tilfellum sé leyfilegt að festa búnaðinn við
sjálfsinndraganlegan búnað. Hafið samband við 3M Fall Protection.
3.5
STILLING DRAGREIPIS: Sumar tegundir dragreipa eru búnar stillibúnaði til að stytta eða lengja leggi dragreipisins
og strekkja dragreipið. Með því að halda dragreipinu strekktu er dregið úr líkunum á því að dragreipið losni eða festist
í nærliggjandi hlutum.
•
Stillibúnaður sylgju (skýringarmynd 11): Til að stilla lengdina á leggi dragreipisins:
1.
Rennið haldbúnaði lykkjunnar (A) í áttina frá stillibúnaði sylgjunnar (B).
2.
Rennið stillibúnaði sylgjunnar upp eða niður taugina til að stytta eða lengja legg taugarinnar.
3.
Rennið haldbúnaði lykkjunnar aftur á við til að festa borðann og stillibúnað sylgjunnar.
4.0
NOTKUN
;
Byrjendur eða aðilar sem nota höggdeyfandi dragreipi sjaldan ættu að fara yfir „Öryggisupplýsingar" í byrjun
þessarar handbókar áður en þeir nota dragreipið.
4.1
SKOÐUN AF HÁLFU STARFSMANNS: Fyrir hverja notkun skal skoða höggdeyfandi dragreipið samkvæmt
gátlistanum í Eftirlits- og viðhaldsskrá (tafla 2). Ef skoðun leiðir í ljós óörugg skilyrði eða gefur til kynna að dragreipið
hafi orðið fyrir skemmdum eða álags vegna falls verður að taka dragreipið úr notkun og farga því.
4.2
EFTIR FALL: Öll dragreipi sem hafa orðið fyrir álagi vegna varnar við falli eða hafa ummerki um skemmdir sem
samsvara varni gegn falli samkvæmt því sem tekið er fram í Uppsetningar- og viðhaldsskrá (tafla 2) verður að taka úr
notkun samstundis og farga.
4.3
NOTKUN: Á skýringarmynd 8 má sjá festingar búnaðarins fyrir hefðbundna notkun höggdeyfandi dragreipa.
Festið ávallt höggdeyfienda dragreipisins við fallvarnarbeltið fyrst og svo legginn við hentuga festingu. Látið slaka
dragreipisins nálægt fallhættu vera í lágmarki með því að vinna eins nálægt festingunni og hægt er. Upplýsingar um
festingu fallvarnarbeltisins og akkerisins má finna í kafla 3.
132