• Ekki má nota heimilistækið fyrr en innbyggða virkið hefur
verið uppsett.
• Notaðu ekki vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
• Eftir notkun skal slökkva á helluborðselementinu með
stýringunni og ekki treysta á pönnunemann.
• VIÐVÖRUN: Ef sprungur eru í keramíkfletinum /
glerfletinum skal slökkva á heimilistækinu til að hindra
mögulegt raflost. Ef heimilistækið er tengt beint við stofnæð
með tengidós skal fjarlægja öryggið til að aftengja
heimilistækið frá aflgjafanum. Í báðum tilfellum skal hafa
samband við viðurkennda þjónustumiðstöð.
• Ef rafmagnssnúran er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð eða álíka hæfur aðili að
endurnýja hana til að forðast hættu.
• VIÐVÖRUN: Notaðu aðeins helluborðshlífar sem hannaðar
eru af framleiðanda eldunartækisins eða framleiðandi
heimilistækisins bendir á í notkunarleiðbeiningunum sem
hentugar, eða helluborðshlífar sem innfelldar eru
íheimilistækið. Notkun óviðeigandi hlífa getur valdið slysum.
2. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
2.1 Uppsetning
AÐVÖRUN!
Einungis til þess hæfur aðili má setja upp
þetta heimilistæki.
AÐVÖRUN!
Hætta á meiðslum eða skemmdum á
heimilistækinu.
• Fjarlægðu allar umbúðir.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
• Haltu lágmarksfjarlægð frá öðrum
heimilistækjum og einingum.
• Alltaf skal sýna aðgát þegar heimilistækið
er fært vegna þess að það er þungt.
Notaðu alltaf öryggishanska og lokaðan
skóbúnað.
• Þétta skal skorna fleti á skápnum með
þéttiefni til að koma í veg fyrir að raki valdi
þenslu.
• Verndaðu botn heimilistækisins gegn gufu
og raka.
• Settu heimilistækið ekki upp við hliðina á
hurð eða undir glugga. Það kemur í veg
fyrir að heit eldunarílát falli af
heimilistækinu þegar dyrnar eða glugginn
eru opnuð.
• Hvert heimilistæki er búið kæliviftum að
neðan.
• Ef heimilistækið er sett upp fyrir ofan
skúffu:
– Ekki geyma litla hluti eða pappírsblöð
sem hægt væri að toga í þar sem slíkt
getur skemmt kælivifturnar eða skert
kælikerfið.
– Hafðu að minnsta kosti 2 cm fjarlægð
á milli botns heimilistækisins og hluta
sem eru geymdir í skúffunni.
ÍSLENSKA
211