Télécharger Imprimer la page

MIRKA DEOS 383 Instructions D'utilisation page 95

Masquer les pouces Voir aussi pour DEOS 383:

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 70
VIÐVÖRUN
• Notaðu ávallt þær persónuhlífar sem krafist er í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og lands- og héraðsstaðla
þegar verkfæri þetta er í notkun
• Rafmagnsöryggi verkfærisins er best tryggt með því að nota eingöngu upprunalega Mirka bakpúða
• Ekki nota rafverkfæri þegar þú ert þreytt/ur eða undir áhrifum vímuefna, áfengis eða lyfja
• Kynntu þér öryggisgagnablað efniviðar (MSDS) um yfirborð vinnusvæðis
• Notaðu verkfærið með ryksugu Ryksuga við hæfi dregur úr magni hættulegs ryks
• Teygðu þig ekki of langt Notandinn verður alltaf að standa í öruggri stöðu öruggum fótum á föstu gólfi og hafa gott
tak á verkfærinu
• Ekki ganga með fráflakandi/losaraleg föt eða skartgripi Haltu hári, fatnaði og hönskum í góðri fjarlægð frá hlutum á
hreyfingu Fráflakandi fatnaður, skartgripir eða sítt hár getur flækst í hlutum á hreyfingu
• Finni notandi til einhverra óþæginda í hönd/úlnlið, ber að hætta vinnslu og leita til læknis Einhæf vinna, endurteknar
hreyfingar og váhrif titrings geta orsakað meiðsl á hendi, úlnlið eða handlegg
• Ekki nota rafverkfæri þar sem sprengjuhætta er, svo sem nálægt eldfimum vökvum, gasi eða ryki Rafverkfæri gefa frá
sér neista sem kveikt geta í ryki eða gufum
AÐGÆSLA
• Haltu vinnusvæðinu hreinu og vel upp lýstu
• Gættu þess ætíð að viðfangsefnið sem á að pússa sé vandlega fest
• Taktu rafverkfærið ávallt úr sambandi áður en skipt er um svarfskífu Gættu þess að svarfskífan sé vandlega miðjusett
og örugglega fest við bakpúðann
• Haltu börnum og áhorfendum frá á meðan rafverkfæri er í notkun Ef eitthvað truflar einbeitinguna, gætir þú misst
stjórn á verkfærinu
• Vertu ætíð vakandi fyrir öryggi á vinnustað Aldrei má bera verkfærið, geyma það eða hafa það eftirlitslaust á meðan
það er tengt við rafmagn
• Komdu ekki nálægt púðanum með höndum við notkun
Viðbótaröryggisviðvaranir
• Lestu allar leiðbeiningar áður en verkfærið er tekið í notkun Allir notendur verða að hafa hlotið ýtarlega þjálfun í réttri
og öruggri notkun verkfærisins
• Allt viðhald skal vera í höndum sérþjálfaðs starfsfólks Láttu viðurkennda þjónustumiðstöð Mirka annast alla
viðhaldsþjónustu
• Notaðu tækið alltaf með mismuna-lekastraumsrofa (RCD) með að hámarki 30 mA mállekastraumi
• Rafmagnsinnstungan og tengið eru ekki IEC-samhæfð tengi Notaðu eingöngu upprunalega Mirka rafmagnsleiðslu
Þú færð Mirka rafmagnsleiðslu keypta hjá umboðsmanni Mirka
• Kannaðu verkfærið, bakpúðann, rafleiðsluna og alla fylgihluti vandlega og reglubundið í leit að sliti
• Hreinsaðu eða skiptu daglega um poka á ryksugunni Ryk getur verið afar eldfimt Það tryggir einnig bestu mögulegu
afköst að hreinsa pokann eða skipta um hann
• Gakktu ávallt úr skugga um að tæknilýsing rafverkfæris standist á við aflúttakið (V, Hz)
• Ef svo virðist sem bilun verði í tækinu, hættu þá notkun þess umsvifalaust og skilaðu því í þjónustu og viðgerð
Mirka® DEOS 353, 383 & Delta 663 • 230 V
is
95

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

Deos 353Deos delta 663