Télécharger Imprimer la page

Honeywell Miller VR500 Mode D'emploi page 105

Publicité

Les langues disponibles
  • FR

Les langues disponibles

  • FRANÇAIS, page 82
Söll VR500 Söll GlideLoc
Athugið:
Aðeins framleiðandinn eða einstaklingur tilgreindur af honum má framkvæma
öryggisviðgerðir.
4.5 Hreinsun
Þvoið allan fallstöðvunarbúnaðinn með vatni og þurrkið hann með ídrægum klút. Notið ekki
hitagjafa til að þurrka.
Þvoið ekki með hraðhreinsi, þynni eða fituleysandi efnum sem innihalda tríklóretan.
Notið ekki feiti.
Hjólin (mynd 9 / st. 3.0) eru með sléttlegur og hafa verið smurð í verksmiðjunni. Smyrjið
snúningshlekkinn smávegis (mynd 9 / st. 5.0) og hlið smelluhringsins (mynd 9 / st. 6.1)
ef þarf.
Varúð!
Látið fallstöðvunarbúnaðinn ekki komast í snertingu við kemísk efni.
4.6 Endingartími
Endingartími fallstöðvunarbúnaðarins fer eftir notkunartíðni og notkunarskilyrðum.
Við árlega skoðun sem framkvæmd er af viðurkenndum aðila eða stofnun verður
fallstöðvunarbúnaðurinn aðeins afhentur til frekari notkunar ef varan og íhlutir hennar eru
í góðu ásigkomulagi.
4.7 Örugg förgun vöru
Förgun persónuhlífa gegn falli úr hæð þegar endingartíma er lokið skal vera framkvæmd
samkvæmt staðbundnum reglum um meðhöndlun úrgangs. Bannað er að farga notuðum
persónuhlífum gegn falli úr hæð með almennum heimilisúrgangi.
Með því að tryggja að þessari vöru sé fargað á réttan hátt er hjálpað við að vernda umhverfið.
Fyrir nánari upplýsingar um endurvinnslu þessarar vöru skal hafa samband við staðbundin
yfirvöld, sorphirðuþjónustu fyrir heimilis- eða iðnaðarúrgang eða búðina þar sem varan var
keypt.
105

Publicité

loading

Ce manuel est également adapté pour:

50163730Miller soll vr500