4
SKOÐUN OG VIÐHALD
4.1
Ef fall á sér stað með fallstöðvunarbúnaðinum verður viðurkenndur aðili eða stofnun að
rannsaka hann áður en hann er notaður aftur.
Aldrei skal nota slíkan fallstöðvunarbúnað nema að fengnu skriflegu samþykki frá
viðurkenndum aðila eða stofnun.
4.2
Senda ætti fallstöðvunarbúnaðinn og viðkomandi handbók til verkstæðis framleiðandans
til skoðunar og viðhalds.
4.3
Regluleg athugun á fallstöðvunarbúnaðinum skal vera gerð af viðurkenndum aðila eða
stofnun til að staðfesta að hann sé í góðu ásigkomulagi og tilbúinn til notkunar. Slík skoðun
skal fara fram a.m.k. einu sinni á ári eða oftar eftir notkun og vinnuskilyrðum. Reglulegar
skoðanir eru ófrávíkjanlegar þar sem öryggi notandans veltur á áframhaldandi virkni og
endingu fallstöðvunarbúnaðarins og fallstöðvunarkerfisins.
Til að gera þetta skal fara eftir „gátlista skoðunar" (sjá 5.4).
Til að fylgjast með reglubundnum skoðunum ætti að halda skrá (t.d. í færslubók) yfir hvern
íhlut, undirkerfi og kerfi þ.m.t. allar upplýsingar viðkomandi búnaðinum. Þessi skráning
ætti að innihalda upplýsingar um vöruauðkenni, þ.m.t. raðnúmer og framleiðsludag,
dagsetningu þegar varan var fyrst tekin í notkun og alla viðhaldssöguna með nánari
upplýsingum um viðgerðir.
Séu ofangreindar skoðanir og viðhald ekki framkvæmd hefur það slæm áhrif á virkni og
endingu fallstöðvunarbúnaðarins setur þar af leiðandi öryggi notandans í hættu.
Reglulegar skoðanir og viðgerðir verða að vera skráðar í færslubók skoðana sem ætti að
fylgja með vörunni.
Viðvörun!
Skoðunin má aðeins vera framkvæmd af framleiðandanum eða viðurkenndum
aðila hans eða stofnun. Hægt er að öðlast þessa viðurkenningu í gegnum þjálfun og
reglulega upprifjun af framleiðandanum. Vottorðið sem hér með fæst gildir í þrjú ár
og veitir viðurkenningu á því að mega framkvæma reglubundna skoðun á Söll kerfum:
Viðvörun!
Viðurkenning fyrir skoðun innifelur ekki viðurkenningu fyrir að mega framkvæma
viðgerðir.
4.4 Viðhald
Viðurkenndur aðili eða stofnun getur höndlað eftirfarandi galla:
• Fjarlægja óhreinindi (steypu, múr, málningu, o.s.frv.) frá fallstöðvunarbúnaðinum
• Hreinsun merkingar
Í tilfelli óhreininda innan í fallstöðvunarbúnaðinum eða ef einhverjir gallar eru á
fallstöðvunarbúnaðinum, sem krefjast sundurtekningar, ætti að skila honum til
framleiðandans eða viðurkennds samstarfsaðila (ásamt viðkomandi handbók) til
hreinsunar og viðgerða. Þetta ferli skal skrá í viðauka gátlistans (eyða fyrir athugasemdir).
104