snúa loftdælunni á hvolf þannig að úttakið snúi að jörðu (sjá mynd 16) til að
lágmarka hættuna á því að aðskotaefni komist í úttakið.
5. Ef þörf krefur skal fjarlægja síuna með því að leggja loftdæluna á
framhliðina á flatt yfirborð. Athugið: Síuhlífin ætti að snerta yfirborðið. Ýtið á
síuklinkuna (mynd 17). Nota þarf tvo fingur til að opna hana. Togið síuna
hægt og rólega úr loftdælunni. Þetta hjálpar til við að lágmarka hugsanlega
mengun í mótor/viftu. Athugið: Áður en sían er tekin úr ætti að vera búið að
slökkva á loftdælunni.
Til að fjarlægja hlífina af síunni skal halda síunni á hvolfi og toga út bláa
flipann neðst á síuhlífinni til að losa hana frá síunni (sjá mynd 18). Togið
hlífina niður og af síunni.
Athugið: Hægt er að geyma síur í loftdælunni en til að lengja endingartíma og
halda kerfinu hreinu ætti loftdælan að vera geymd í lokuðu íláti. Einnig verður
að skoða kerfið að fullu fyrir næstu notkun. Einnig má geyma síuna í
upprunalegum umbúðum.
Ef búið er að fjarlægja síuna og hana á að nota aftur:
^ Haldið innra síuþéttinu hreinu.
^ Reynið aldrei að hreinsa síur með því að banka eða blása uppsöfnuðum
óhreinindum í burtu.
6. Til að fjarlægja rafhlöðuna skal stinga 3/32 tommu sexkanti í festingarhlið
rafhlöðunnar og skrúfa þar til hún losnar.
Ef öndunarhlífin hefur verið notuð á svæði þar sem hún hefur mengast
af efnum sem kalla á sértæka afmengunarverkferla ætti að setja hana í
viðeigandi ílát og þétta vel þar til hægt er að afmenga hana eða farga
henni.
LEIÐBEININGAR UM HREINSUN
Athugið: Hægt er að fjarlægja aðskotaefni með því að fylgja viðeigandi
skrefum í hreinsunarleiðbeiningunum áður en búnaðurinn er tekinn af eða
kerfið tekið í sundur. Notið hreinan klút, vættan í mildri lausn úr vatni og
fljótandi uppþvottaefni til heimilisnota. Ekki má nota bensín, klórborin
fituhreinsiefni (svo sem tríklóretýlen), lífræn leysiefni eða hreinsiefni sem
innihalda slípiefni til að hreinsa neina hluta búnaðarins.
Þurrkið út frá miðju. Við sótthreinsun skal nota blautklúta, eins og nánar er lýst
í sérleiðbeiningunum. Einnig má taka loftdæluna með í sturtu til að fjarlægja
frekari aðskotaefni. Viðeigandi síuhlíf skal vera til staðar ef búnaðurinn er
tekinn með í sturtu. Ekki beina vatni í loftinntak loftdælunnar en tryggið að
kerfið sé vel hreinsað í ferlinu. Ekki fjarlægja öndunarslönguna, síuna eða
rafhlöðuna í sturtunni. Gangið úr skugga um að kerfið sé þurrt áður en
öndunarslangan er fjarlægð. Athugið hvort aðskotaefni séu á úttaki
loftdælunnar og notið hreinan klút ef þörf krefur. Hægt er að hreinsa
neistavarann með vatni og fljótandi uppþvottaefni til heimilisnota. Þurrkið
neistavarann vel með hreinum klút. Skiptið honum út ef ekki er hægt að
hreinsa hann eða hann er skemmdur. Einnig er hægt að sökkva loftdælunni í
vatn eða setja hana í þvottavél fyrir öndunarhlífar til að hreinsa hana. Fyrst
verður að fjarlægja síurnar og setja tappana fyrir hreinsun og geymslu í inn-
og úttak lofts á loftdælunni (sjá mynd 19). Skoða skal alla tappa og leita eftir
skemmdum og sliti fyrir hverja notkun. Skipta skal um slitin eða skemmd þétti.
Skipta skal út töppum á 30 skipta fresti eða árlega, hvort sem kemur á undan.
Vatnshiti skal ekki fara yfir 50 °C.
Athugið: Loftdælum sem hafa dottið eða skemmst skal ekki sökkva í vatn
eða setja í þvottavél fyrir öndunarhlífar vegna þess að vatn gæti komist í þær.
Einnig má sökkva rafhlöðunni í vatn til að hreinsa hana. Fjarlægið rafhlöðuna
úr loftdælunni og notið hreinsihlíf (í boði sem aukabúnaður) til að koma í veg
fyrir tæringu í tengjum (sjá mynd 20).
Athugið: Hreinsihlífin er með þrjár láslykkjur. Nota skal víðustu lykkjustöðuna
fyrir TR-830 rafhlöður (sjá mynd 21).
^ Sökkvið ekki rafhlöðunni í vatn fyrr en hreinsi- og geymsluhlífin hefur verið
sett á. Sökkvið ekki rafhlöðunni í vatn ef hún er skemmd. Ef vatn finnst á milli
rafhlöðunnar og hreinsihlífarinnar eftir að rafhlöðunni er sökkt í vatn skal
farga hreinsihlífinni og setja nýja í. Hægt er að þrífa rafhlöðutengin með mildri
lausn af vatni og pH-hlutlausu hreinsiefni. Gangið úr skugga um að tengin
séu hrein og þurr fyrir geymslu og notkun. Einnig er hægt að fjarlægja
rafhlöðufestinguna fyrir þrif með því að ýta upp á gengjuhlið festingarinnar. Ef
sía er endurnýtt:
^ Haldið innra síuþéttinu hreinu.
^ Reynið aldrei að hreinsa síur með því að banka eða blása uppsöfnuðum
óhreinindum í burtu.
VIÐHALD
Almennt
Viðhald, þjónusta og viðgerðir ættu að vera í höndum sérþjálfaðs starfsfólks.
^ Notkun á ósamþykktum íhlutum eða breytingar án heimildar geta
verið skaðlegar lífi og heilsu og ógilt alla ábyrgð.
HVAÐ?
HVENÆR?
Prófun á loftflæði
Fyrir notkun
Prófun á viðvörunarmerki
Fyrir notkun
Almennt eftirlit
Fyrir notkun - Mánaðarlega ef tækið
er ekki í stöðugri notkun
Hreinsun
Eftir notkun
Skipti á síuhlíf (ef notuð)
Skiptið út með hverri nýrri síu. Hægt
er að nota hlífina aftur ef hún er
óskemmd og festist rétt.
Förgun
Ef farga þarf íhlutum ætti að gera það í samræmi við staðbundnar reglugerðir
um heilsu- og öryggisvernd og umhverfisvernd.
^ Fargið Li-ion rafhlöðum samkvæmt umhverfisreglum sem gilda á
staðnum. Fleygið ekki rafhlöðunum í hefðbundnar ruslatunnur eða eld og
sendið þær ekki í brennslu.
Rafhlöður hlaðnar
Veljið samþykkta hleðslustöð og fylgið notendaleiðbeiningunum sem fylgja
stöðinni. Hlaða skal rafhlöður eftir hverja notkun.
^ Hleðslutækin fyrir þetta kerfi eru ekki sjálftrygg. Hlaðið ekki TR-830
rafhlöðupakkann á svæði sem er eld- eða sprengifimt. Slíkt getur valdið
alvarlegum meiðslum eða dauðsföllum.
^ Hlaðið ekki rafhlöður með ósamþykktum hleðslutækjum, í lokuðum
skápum án loftræstingar, á hættulegum stöðum eða nálægt miklum hita.
^ Hlaðið ekki rafhlöðurnar utan ráðlags hitasviðs, 0 til + 40 °C.
Skilja má rafhlöðuna eftir í hleðslu. Fyrir langtímageymslu á rafhlöðum mælir
3M með því að þær séu ekki geymdar í hleðslutækinu í u.þ.b. 30-50%
hleðslu. Rafhlöðuna skal aldrei geyma óhlaðna. Rafhlöðurnar eru hannaðar
til að skila u.þ.b. 750 hleðslum, á fyrsta þjónustuári, og halda að minnsta kosti
80% af upprunalegri hleðslugetu.
BILANALEIT
Viðvaranir
Skjár
Hljóðgjafi Athugasemdir
Rafhlaðan er
að tæmast
(LED-ljós = rautt)
Lítið rennsli
(LED-ljós = rautt)
Lítið rennsli og
rafhlaðan er
að tæmast
(LED-ljós = rauð)
Lykt greind
Ekkert
loftstreymi og
engin viðvörun
Kerfisviðv
Öll LED-ljós blikka
örun
Lykill
Leiftrar hægt
ATHUGIÐ: LOFTDÆLAN SLEKKUR Á SÉR U.Þ.B. 10- 15 MÍNÚTUM
EFTIR AÐ VIÐVÖRUN UM LITLA HLEÐSLU Á RAFHLÖÐUNNI ER GEFIN
EÐA EF INNRA HITASTIG RAFHLÖÐUNNAR FER YFIR 60°C.
^ Hleðsluvísir síunnar er aðeins fyrir agnir. Hann veitir ekki upplýsingar um
endingartíma fyrir gas og gufu.
53
1. Hlaðið rafhlöðuna.
2. Rafhlaðan er ekki sett rétt í. Fjarlægið
rafhlöðuna og setjið hana í aftur.
3. Endingartími rafhlöðunnar er liðinn.
Setjið nýja, fullhlaðna rafhlöðu í.
4. Hitastig rafhlöðunnar er hærra en
vinnsluhitastigið, 54°C, segir til um. Færið
hana á kaldari stað.
5. Aðskotaefni á rafhlöðutengjum. Tryggið
að rafhlöðutengin séu hrein.
1. Stífluð slanga – hreinsið slönguna/skiptið
henni út.
2. Lokað fyrir síu. Fjarlægið fyrirstöðu.
3. Stíflaðar síur. Skiptið um síur og
forsíu/neistavara, ef slíkt er notað.
4. Hitastig er hærra en vinnusviðið segir til
um. Færið á kaldari stað.
Sjá hér fyrir ofan.
Skiptið um síu.
1. Rafhlöðutengi rafhlöðunnar er brotið.
Athugið tengið og skiptið um rafhlöðu sé
það skemmt.
2. Aðskotaefni á rafhlöðu- eða
loftdælutengi. Tryggið að tengin séu hrein.
3. Engin hleðsla á rafhlöðu. Hlaðið
rafhlöðuna.
Bilun í kerfishugbúnaði. Slökkvið á
loftdælunni til að hreinsa út viðvörunina.
Fjarlægið rafhlöðuna og bíðið í nokkrar
mínútur áður en rafhlaðan er sett á sinn
stað og loftdælan ræst. Hafið samband við
3M ef ekki kviknar á búnaðinum.
Pípir lengi með hléum