ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
VIÐVÖRUN:
•
Aðeins til heimilisnotkunar.
•
Börn eldri en 8 ára og einstaklingar með skerta líkamsgetu, skyngetu eða andlega getu og einstaklingar sem ekki hafa reynslu og/eða
þekkingu mega nota tækið, svo fremi sem þeir eru undir eftirliti aðila sem gætir öryggis þeirra eða að þeir hafi fengið tilsögn hjá viðkomandi
aðila um örugga notkun tækisins og þeim hafi verið gerð skýr grein fyrir hættunum. Börn mega ekki leika sér með tækið. Börn mega ekki
annast þrif eða notendaviðhald án eftirlits.
•
Hafa verður eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
•
Ekki má nota viðarkol eða annað brennanlegt eldsneyti á grillið. Það gæti valdið eldsvoða. Eldurinn gæti valdið ótryggu ástandi í grillinu
og skemmt það.
•
Grillið er aðeins ætlað til notkunar utandyra.
•
Hindrið að grillið komist í snertingu við eldfim efni svo sem pappír, klúta, íðefni o.s.frv. og staðsetjið grillið ekki nálægt hlutum sem brenna
auðveldlega svo sem gardínum, skilrúmum, viði, heyi, þurrum runnum o.fl.
•
Tengið og notið tækið aðeins í samræmi við upplýsingarnar sem gefnar eru upp á upplýsingaplötunni.
•
Eingöngu má nota tækið ef rafmagnssnúran, innstungan og tækið eru óskemmd. Prófið fyrir hverja notkun. Tengið alltaf hitaelementið
við hitastillinn áður en rafmagnssnúran er tengd við innstungu. Táknið „UP" á hitaelementinu þarf að vera læsilegt.
•
VARÚÐ: Gætið þess að rafmagnssnúran klemmist ekki eða nuddist við hvassar brúnir.
•
Ekki er hægt að skipta um rafmagnssnúruna á tækinu. Ef snúran skemmist skal farga tækinu.
•
Gangið ávallt úr skugga um að rétt spenna (220-240 V) sé á innstungunni. Innstungan verður einnig að henta fyrir kerfi með orkunotkun
á bilinu 1800-2200 vött.
•
Ekki nota grillið með hitastilli sem er með bilaðri snúru eða kló.
•
Tengið tækið eingöngu við jarðtengda innstungu.
•
Ef innstungan er skemmd má ekki taka tækið í notkun.
•
Gangið úr skugga um að engin önnur orkufrek tæki séu tengd við sömu straumrás meðan grillið er í notkun.
•
Takið klóna úr sambandi eftir hverja notkun eða ef um bilun er að ræða. VARÚÐ: Togið í klóna en ekki snúruna.
•
Haldið rafmagnssnúrunni frá heitum hlutum.
•
Ekki snerta rafmagnsklóna með blautum höndum.
•
Notið grillið aðeins á láréttum og traustum fleti.
•
Ekki færa grillið á meðan það er í notkun.
•
Skiljið tækið aldrei eftir án eftirlits meðan það er í notkun.
•
VARÚÐ: Hlutar grillsins geta orðið mjög heitir. Haldið grillinu því fjarri ungum börnum og gæludýrum.
•
Notið hlífðarhanska þegar komið er við heita hluti.
•
Eftir að slökkt hefur verið á tækinu helst það heitt lengi á eftir. Gætið þess að brenna ykkur ekki og setja enga hluti á grillið, það skapar
eldhættu.
•
Haldið grillinu í 3 m lágmarksfjarlægð frá vatni eins og sundlaugum eða tjörnum, þannig að vatn skvettist ekki á grillið eða það geti fallið
í vatnið.
•
Ekki nota grillið í rigningu þar sem það er raftæki.
•
Til að forðast hættur skulu eingöngu aðilar frá þjónustudeild viðurkennds sölu- eða samstarfsaðila sinna viðgerðum á tækinu.
•
Óheimilt er að breyta meðfylgjandi upprunalegum hlutum frá framleiðanda.
•
Ef þörf krefur skal aðeins nota jarðtengda framlengingarsnúru fyrir lágm. 10 A (230 V) straumstyrk (þvermál snúru að lágm. 1,5 mm) og
ganga úr skugga um að ekki sé hægt að hrasa um hana eða tækið.
•
Notið eins stutta framlengingarsnúru og hægt er.
•
Tengið aldrei saman tvær eða fleiri framlengingarsnúrur.
•
Ekki leggja rafmagnssnúruna yfir gangvegi.
•
Aldrei má dýfa grillinu, hitaelementum eða rafmagnssnúrunni í vatn eða vökva við þrif: Hætta er á slysum, eldsvoða og raflosti.
•
Ef tækið er rakt eða hefur blotnað skal taka það tafarlaust úr sambandi við innstungu. Ekki snerta vatnið.
•
Takið rafmagnsklóna úr sambandi áður en hitaelementið er tekið úr grillinu.
•
Stillið hitastillinn og aðalrofann á
•
Fitusafnbakkinn verður alltaf að vera í grillinu meðan það er í notkun.
•
Hreinsið fitusafnbakkann reglulega.
•
Ekki geyma grillið utandyra.
„O", einnig þegar grillið er ekki notað í stuttan tíma.
68
OUTDOORCHEF.COM